13.11.2013 | 22:28
Skemmd á starfi flugvallarnefndarinnar.
"Skjóta fyrst og spyrja svo." Þetta virðist í tísku nú. Ryðjast gegnum Gálgahraun með óþarfan veg og eyðileggja þannig málarekstur fyrir dómstólum. Og leggja á niður minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar áður en nefnd, sem rannsaka á besta fyrirkomulag á vellinum fær ráðrúm til að starfa.
Ég hef bent á möguleika þess að breyta flugvellinum þannig að aðalflugbrautin og sú lengsta verði lengd austur-vestur-flugbraut, en í stað núverandi norður-suðurbrautar og na-sv brautar komi braut, sem liggi með stefnu mitt á milli þeirra og sameinaði þannig bestu kosti beggja brautanna.
Þessi lausn myndi geta fært borginni jafnvel meira íbúðabyggingarými en óðagotslausnin, sem nú á að vaða fram með.
Hunsi vilja landsmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Um að gera að fljúga sem mest yfir þéttbýlasta svæðið í Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 13.11.2013 kl. 23:16
"Segja má að kraftaverk hafi átt sér stað í gær, þegar Fokkervél með 41 farþega missti afl á öðrum hreyfli og hætt var við flugtak.
Flugvélin fór fram af flugbrautinni út á Suðurgötuna, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni."
Fokkervél fór út á miðja Suðurgötuna
3.8.1988:
"Þrír menn fórust er kanadísk tveggja hreyfla ferjuflugvél fórst skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17 í gær.
Flugvélin stakkst á nefið á milli brautarenda og Hringbrautar og sprakk strax í loft upp."
Flugvél stakkst á nefið og sprakk í loft upp steinsnar frá Hringbrautinni
16.10.1990:
"Ekkert hefur enn komið fram við rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð síðastliðinn laugardag.
Flugmaðurinn lést í slysinu. Hann var reyndur flugmaður, með 400 flugstundir að baki.
Flugvél hrapaði í Skerjafjörð
23.4.1997:
"Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar tveggja hreyfla flugvél brotlenti við Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.
Bílar höfðu örskömmu áður ekið um götuna."
Brotlenti við Suðurgötuna
9.8.2000:
"Eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna hrapaði í Skerjafjörð, rétt vestan við Nauthólsvík, á mánudagskvöld."
Flugvél hrapaði í sjóinn rétt vestan við Nauthólsvík
Þorsteinn Briem, 13.11.2013 kl. 23:18
5.8.2013:
Sjúkraflutningavél brotlenti á Akureyri
Þorsteinn Briem, 13.11.2013 kl. 23:19
Ómar Ragnarsson brotlenti við Sultartangalón
Þorsteinn Briem, 13.11.2013 kl. 23:20
Ómar, þótt lausn þín ekki svo fjarstæð, þá er vonlítið að afla slíks fylgis, því að við stöndum frammi fyrir þessum raunveruleika:
Nú hefur verið gerðir samningur á milli ríkis og borgar um að SV-NA neyðarbrautin verði aflögð strax, og að byggð verði 2500-3000 manna sovét-blokkarbyggð við enda Skerjafjarðar án stoðkerfis eða þjónustu. Annaðhvort þarf að rifta gjörningnum (best), fresta verulega eða reyna að fá þetta tónað niður.
Þetta er komið alltof langt og þarf að stöðva. Skerfirðingar snúast margir gegn því að leggja brautina niður, ásamt fluggeiranum eins og hann leggur sig!
Ívar Pálsson, 13.11.2013 kl. 23:52
19.4.2013 (síðastliðið vor):
"Í samkomulaginu eru talin upp atriði sem varða deiliskipulag [en ekki aðalskipulag] á svæðinu og að því verði hraðað þannig að hægt verði að hefja ráðgerðar endurbætur sem fyrst.
Samkvæmt samkomulaginu verður norðaustur/suðvestur flugbrautin lögð af og landið sem losnar sunnan vallarins skipulagt undir blandaða byggð."
Engin samgöngumiðstöð í Vatnsmýri
Aðalskipulag [en ekki deiliskipulag] Reykjavíkur 2001-2024 var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 18. apríl 2002.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Þorsteinn Briem, 14.11.2013 kl. 00:19
24.10.2013:
Stúdentaíbúðir rísa á milli Nauthólsvegar og Öskjuhlíðar
Þorsteinn Briem, 14.11.2013 kl. 00:41
Varðandi slysahættu af flugvelli í miðju stórborga:
Í miðri Washington, örskammt frá þinghúsinu og Hvíta húsinu er stór flugvöllur. Árið 2011 fóru um 19 milljónir farþega um flugvöllinn. 288.000 flugtök og lendingar.
Í miðri London, örskammt frá stjórnsýslunni, er flugvöllur. Árið 2012 fóru um 3 milljónir farþega um London City Airport. Verið er að undirbúa stækkun miðað við 120.000 lendingar og flugtök á ári.
Sjá http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1319581/
Þrátt fyrir margfalda umferð um þessa flugvelli miðað við Reykjavíkurflugvöll dettur engum í hug að leggja þá niður vegna hræðslu við brotlendingar. Flugið er nefnilega öruggasti ferðamátinn.
Ágúst H Bjarnason, 14.11.2013 kl. 07:29
Krækjan hjá mér var óvirk. Reyni aftur:
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1319581/
Ágúst H Bjarnason, 14.11.2013 kl. 07:30
Sorglegt að þetta skuli vera að gerast, að taka neyðarflugbrautina af okkur landsmönnum... Hvað með öll sjúkraflugin sem þurfa að styðjast við þessa braut á hverju einasta ári til að koma bráðveiku fólki, kornabörnum og uppí gamalmenni ásamt slösuðum á sem besta og hraðastan hátt undir læknishendur.. Ef af flugvallarbyggingu verður, uppi á einhverri heiði, þá er hætt við því að þau verði mörg mannslífin sem fara fyrir lítið.. En það er ljóst að fólk sem byggir landsbyggðina skiptir borgarstjórn engu, þeir allavega virða okkar óskir að vettugi og gera bara það sem þeim sýnist eftir þeirra eigin geðþótta.. Vona að þau í borgarstjórninni eða stjórnsýslunni allri þurfi ALDREI að fara með sjúkraflugi til Reykjavíkur og lenda í því að vera snúið við af því það er ekki hægt að lenda..
Og til þín Steini Briem.. þú telur upp nokkur sorgleg dæmi um slys á Reykjavíkurflugvelli... Hvað taka margar vélar á loft daglega í Rvk?? Tugir sjálfsagt, lendinga og flugtaka... Þessi rök eru einfaldlega ekki nægileg til að loka eigi flugbraut ALLRA LANDSMANNA....
Kristín Hávarðsdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2013 kl. 08:50
Og væntanlega engin ástæða til að minnka snjóflóðahættu í Neskaupstað, þar sem Kristín Hávarðsdóttir býr.
Enda hafa sjálfsagt engir látist þar í snjóflóði.
Alltaf best að taka eins mikla áhættu eins og mögulegt er.
Þorsteinn Briem, 14.11.2013 kl. 14:32
Þyrlur Landhelgisgæslunnar sinna frá Reykjavík sjúkraflugi á Suðvesturlandi, Suðurlandi, Vesturlandi og Norðvesturlandi og langflestir Íslendinga búa á þessu svæði.
Einnig sjúkraflugi á hafinu allt í kringum landið.
Og þar að auki sjúkraflugi sem ekki hefur verið hægt að sinna með flugvél frá Akureyri, til að mynda á Vestfjörðum.
Ísafjörður er nær Reykjavík en Akureyri og Vestmannaeyjar eru mun nær Reykjavík en Akureyri.
Landhelgisgæslan á nú þegar góða sjúkraflugvél og getur allt eins átt sjúkraflugvél á Akureyri, enda vill Gæslan nú sinna öllu sjúkraflugi hér á Íslandi og á hafinu í kringum landið.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar geta flogið á um fimm kílómetra hraða á mínútu en flugvél Gæslunnar, TF-SIF, getur flogið á átta kílómetra hraða á mínútu.
Flugvélin er sérhönnuð til eftirlits-, leitar-, björgunar- og sjúkraflugs, hún þolir 36 hnúta hliðarvind (67 km/klst), þarf einungis 1.300 metra langa flugbraut og flugþolið er tíu klukkustundir.
Þorsteinn Briem, 14.11.2013 kl. 14:47
Flugsvið Landhelgisgæslunnar yrði að sjálfsögðu einnig á innanlandsflugvelli á Hólmsheiði.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar fljúga á um fimm kílómetra hraða á mínútu, þannig að það tæki þær um þrjár mínútur að fljúga með sjúkling af flugvelli á Hólmsheiði á þyrlupall við Landspítalann við Hringbraut, ef á þyrfti að halda, eða jafn langan tíma og nú tekur að flytja sjúklinga með sjúkrabíl frá flugvellinum á Vatnsmýrarsvæðinu að Landspítalanum við Hringbraut.
Og í langflestum tilfellum eru sjúklingar fluttir með sjúkrabíl að Landsspítalanum af öllu höfuðborgarsvæðinu.
Þar að auki eru sjúklingar á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðvesturlandi nú þegar fluttir á Landspítalann með þyrlum.
Og í fjölmörgum tilfellum eru sjúklingar á öðrum landsvæðum einnig fluttir þangað með þyrlum, auk allra þeirra sem sóttir eru af hafinu allt í kringum landið í alls kyns veðrum.
"Fastur kostnaður flugsviðs Landhelgisgæslunnar er um 80-85% af árlegum rekstrarkostnaði sviðsins og að mestu óháður því hversu margar flugstundir loftfaranna eru.
Það þýðir meðal annars að fækkun eða fjölgun flugtímanna fer ekki að hafa áhrif fyrr en hún er orðin veruleg."
Ársskýrsla Landhelgisgæslunnar 2003, bls. 9-10
Þorsteinn Briem, 14.11.2013 kl. 14:52
7.9.2013:
"Það eru skýr hagkvæmnisrök fyrir því að þétta borgina í stað þess að halda áfram að þenja hana út, nýta þannig betur fjárfestinguna í gatna- og veitukerfum, draga úr umferð og auðvelda fólki að ganga, hjóla eða nota almenningssamgöngur til að ferðast á milli staða.
Kannanir sýna að nýjar kynslóðir borgarbúa vilja frekar búa þétt en dreift.
Í þriðja lagi fylgir flugvellinum ógn við öryggi borgarbúa með stöðugu lágflugi yfir íbúðahverfi.
Sú ógn fer vaxandi ef umsvif á vellinum aukast með fjölgun ferðamanna. Völlurinn er líka orðinn frekari á umhverfi sitt en áður, eins og áform um fyrirferðarmikil lendingarljós og fellingu gamals skógar á útivistarsvæðum borgarbúa sýnir.
Völlurinn er raunar á alls konar undanþágum frá öryggisreglum, sem ekki þyrfti ef hann væri annars staðar."
Hjarta á röngum stað - Ritstjóri Fréttablaðsins
Ákveðið hefur verið að Landspítalinn verði áfram við Hringbraut, samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var af borgarstjórn Reykjavíkur 13. desember síðastliðinn, Reykvíkingar starfa flestir vestan Kringlumýrarbrautar og þar er nú verið að þétta byggðina.
Deiliskipulag fyrir Landspítala við Hringbraut samþykkt
Og þeir sem starfa bæði og búa vestan Kringlumýrarbrautar, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu, geta gengið eða hjólað í vinnuna í stað þess að fara þangað akandi frá austurhluta Reykjavíkur, sem veldur mun meiri innflutningi á bensíni, meira sliti á götum og bílum, meiri mengun, mun fleiri árekstrum og slysum.
En það er einskis virði í augum "umhverfisverndarsinnans" Ómars Ragnarssonar.
Þorsteinn Briem, 14.11.2013 kl. 14:56
11.9.2013:
Innanríkisráðherra segir að virða þurfi skipulagsvald Reykjavíkur
6.9.2013:
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur fráleitt að taka skipulagsvaldið af Reykjavík
Þorsteinn Briem, 14.11.2013 kl. 15:02
Og nú eru Tjallarnir að spá í að byggja nýjan flugvöll í London á miðju Thames fljóti.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.11.2013 kl. 16:27
Þar að auki eru sumir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fylgandi því að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu.
20.10.1013:
Besti flokkurinn fengi sjö borgarfulltrúa
Og undirskriftir á þessu ári varðandi Reykjavíkurflugvöll eru einungis um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í alþingiskosningunum nú í vor.
Þar að auki eru þessar undirskriftir langt frá því að vera eingöngu undirskriftir Reykvíkinga og undirskriftasafnanir eru ekki kosningar, sem hafa nú þegar farið fram varðandi Reykjavíkurflugvöll.
Og ekki er kosið um nákvæmlega sama mál þar til einhverjir verða ánægðir með niðurstöðuna.
"78. gr. Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.
Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 14.11.2013 kl. 16:40
Einhvern tíma sagði Jónas Kristjánsson á bloggi, að 90% Íslendinga væru fífl.
Hefur hann rétt fyrir sér? Já!
Auðvitað á flugvöllurinn að vera og það á að lengja brautirnar "strax".
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.11.2013 kl. 17:29
Sjálfur getur þú verið fífl, V. Jóhannsson.
Undirskriftir á þessu ári varðandi Reykjavíkurflugvöll eru einungis um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í alþingiskosningunum nú í vor og því ekki einu sinni þriðjungur kosningabærra manna hér á Íslandi.
Þorsteinn Briem, 14.11.2013 kl. 17:40
Steini - Komentið no. 19 staðfestir það sem Jónas sagði. 90%.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.11.2013 kl. 18:24
Það er þín skoðun en ekki staðreynd, V. Jóhannsson.
Þorsteinn Briem, 14.11.2013 kl. 19:02
Flugvöllurinn á að standa, hvað sem FÍFLIN í borgarstjórn segja.
Hanna Birna er úlfur í sauðagæru. Krati í sjálfstæðisflokknum og ekki treystandi.
90%
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.11.2013 kl. 20:19
Borgarstjórn Reykjavíkur er kosin af þeim sem búa í Reykjavík.
Ég hélt að V. Jóhannsson byggi í Svíþjóð og hefði því kosningarétt þar í sveitarstjórnarkosningum.
Honum væri því nær að gapa um sína sænsku sveitarstjórn en þar eru sjálfsagt allir fífl að hans mati, nema hægriöfgamenn.
Þorsteinn Briem, 14.11.2013 kl. 20:39
"Nú var að koma út úttekt Mannvits sem sýnir að munurinn á kostnaði við að þétta Reykjavíkurborg eða dreifa henni enn frekar er 350 milljarðar króna."
Þorsteinn Briem, 14.11.2013 kl. 21:22
Sorry, Steini, er löngu fluttur frá Absúrdistan.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.11.2013 kl. 21:34
Best væri fyrir þig að flytja í einhvern nýnasistabæ, þar sem engin eru fíflin, að þínu mati, V. Jóhannsson.
Þorsteinn Briem, 14.11.2013 kl. 21:43
Bý ágætlega í dag, bara 24+ gráður úti og enga öfund, en flugvöllurinn á að standa.
90%
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.11.2013 kl. 21:56
Í þessu húsi hefur lengi verið 24 stiga hiti og það er í Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 14.11.2013 kl. 22:36
Ágæti Ómar,
Getur þú ekki lokað á þennan mann, Steina Briem í þínu bloggi hann er gjörsamlega óþolandi.
Eins og krakki sem hefur gleymt að taka ofvirknipillur sínar. Hann leggur þig í algjört einelti.
Örn Johnson´43 (IP-tala skráð) 14.11.2013 kl. 23:53
Þér kemur akkúrat ekkert við hverjir skrifa hér athugasemdir og þér ber engin skylda til að lesa mínar, Örn Johnson.
Þorsteinn Briem, 14.11.2013 kl. 23:56
Skil þig Örn, en hver hefur sinn djöful að draga. Sorry Steini.
Ómar hefur örugglega þá hæfileika að horfa á þessi koment frá Steina með "blinda auganu".
Þolimæði þrautir vinnur allar.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 00:03
Þið eru góðir saman, öfgahægribullurnar, V. Jóhannsson og Örn Johnson.
Þorsteinn Briem, 15.11.2013 kl. 00:09
Eins gott að það séu ekki margir blökkumenn núna nálægt nýnasistanum V. Jóhannssyni.
Vesalingur sem þorir hvorki að skrifa hér undir nafni né greina frá því hvar hann býr, enda ekki nema von.
Þorsteinn Briem, 15.11.2013 kl. 00:16
Steini Briem, samkvæmt röksemdum þínum um slys og hættu á þeim, ætti að leggja niður akvegi og bílaumferð á Íslandi, það er allt of hættulegt að leyfa þessa bannsettu umferð með öllum dauðaslysunum og örkumlunum, það sýna tölur að bílaumferð tekur margfaldan toll á við flugið, slys vegna bílaumferðar eru margföld pr. kílómeter eða mannfjölda á ferð en í fluginu. Svo ekki sé talað um gjaldeyrinn sem fer í bílana og eldsneytið auk varahlutanna og síðan tækjanna á sjúkrahúsunum.
Hvetjum til þess að menn fari að nota hrossin á nýjan leik.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.11.2013 kl. 10:14
Hvar kemur fram að ég hafi lagt til að flug hér á Íslandi verði minna en það hefur verið eða einhverjir flugvellir verði lagðir niður?!
"Predikarinn" er enn einn vesalingurinn sem ekki þorir að skrifa hér undir nafni.
Þorsteinn Briem, 15.11.2013 kl. 15:08
3.10.2013:
"Í skýrslu sem innanríkisráðuneytið lét gera árið 2007 var lagt mat á nokkur möguleg flugvallarstæði fyrir innanlandsflug.
Þar þótti Hólmsheiði vera þjóðhagslega hagkvæmasti kosturinn, umfram flutning til Keflavíkur og uppbyggingu á Lönguskerjum.
Einnig var lagt mat á kosti þess að færa flugbrautirnar til á Vatnsmýrarsvæðinu.
Tillaga A2 gengur út á að færa austur-vestur brautina suður fyrir byggðina í Skerjafirði og út í sjó. Þannig væri hægt að losa 50 hektara lands undir íbúða- og atvinnuhúsnæði.
Í tillögu A3 er austur-vestur brautin færð eins og í hinni, auk þess sem norður-suður brautin er færð út í Skerjafjörð. Þannig fengist 51 hektari byggingarlands."
Samið um skammtímalausn fyrir flugvöll
Þorsteinn Briem, 15.11.2013 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.