14.11.2013 | 07:55
Grettir okkar tíma.
"Sitthvað er gæfa og gjörfileiki" er eitt af meginstefjunum í Grettissögu. Í því felst harmræn lýsing, sem hefur tryggt að fáum Íslendingum í gegnum aldirnar hefur verið sama um örlög þess manns.
Svipað er að segja um Mike Tyson. Hann er Grettir okkar tíma á heimsvísu.
Ekki þurfti annað en að líta rétt sem snöggvast á hann þegar hann varð allra manna yngstur heimsmeistari í þungavigt til að sjá að enda þótt meðfæddir hæfileikar hans væru gríðarlegir, var vöðvamassinn slíkur, sem og hin einstæða blanda af snerpu, hraða og kröftum, að það blasti við að notuð voru til hins ítrasta lyf og þjálfunaraðferðir, sem hámörkuðu þessa eiginleika.
Tyson var og er enn afar umdeild persóna, en sú staðreynd, að hann dró að sér fleiri áhorfendur og skapaði meiri tekjur í kringum sig en dæmi eru um, byggðist á því að engum var sama um hann, - allir höfðu skoðun á honum.
Svipað mátti segja um Michael Shumacher kappakstursnilling þegar hann var upp á sitt besta.
Tyson notaði gervilim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Grettir er með gervilim,
getulaus hann boxar,
hangir nú á horsins rim,
hann á öllu koksar.
Þorsteinn Briem, 14.11.2013 kl. 13:13
Grettir var hjálpsamur og sýndi oft öðrum skilning. Hann hefur að mörgu leyti mjög „sympatiska“ stöðu manns sem ungur leiddist út í óhapp sem leiddi til manndráps. Það var vegna misskilnings eins og kunnugt er af sögunni en það sem hann athugar ekki að lýsa voðaverkinu á hendur sér og bjóða aðstandendum bætur. Í staðinn ákvað hann að leyna drápinu og þá var litið á slíkt sem hinn versta glæp.
Mér finnst að líkja Mike Tyson ofbeldishneygðum boxkappa og nauðgara við Gretti ekki eiga við. Mér hefur fundist sá maður vera fremur ófrýnilegur og mætti kannski fremur líkja við Glám fremur en Gretti.
Guðjón Sigþór Jensson, 14.11.2013 kl. 14:42
Það er sjálfsagt að mæra svindlara, nauðgara og menn sem berja hver annan sundur og saman.
Þorsteinn Briem, 14.11.2013 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.