15.11.2013 | 15:06
Loftið titrar af spennu.
Knattspyrna er vinsælasta íþróttagrein heims þegar allt er lagt saman. Hún er hópíþrótt. Hvort tveggja atriði sem gætu verið óyfirstíganleg hindrun fyrir örþjóð eins og okkur.
Vegna vinsælda íþróttarinnar getum við ekki nýtt okkur hið sama og á við um handboltann hvað snertir það að útbreiðsla hans er afar takmörkuð og leikmennirnir inni á vellinum á hverjum tíma mun færri en í knattspyrnunni.
Og fyrir fámenna þjóð er auðveldara að fóstra afreksfólk í einstaklingsíþróttum en í hópíþrótt.
Þess vegna er dagurinn í dag svo stór, hvernig sem allt fer, og á það skilið, ef svo má að orði komast, að loftið titri af spennu.
Lykilmennirnir gætu misst af Króatíuför | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Athugasemdir
Afar marga afreksmenn,
eigum hér á landi,
Sigmund Davíð eigum enn,
okkar stærsti vandi.
Þorsteinn Briem, 15.11.2013 kl. 15:22
Steini, þú ert súper titrari!
Þjóstólfur (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 16:14
...meinti - súper bloggari!
Þjóstólfur (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 16:20
Sigmundur á sveran bor,
á Sigurð Inga notar,
Vigdís Hauks þar víbrator,
í Vilhjálm Bjarna potar.
Þorsteinn Briem, 15.11.2013 kl. 16:25
2:0 fyrir....
1x2 (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 16:37
framhald á morgun....
1x2 (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 16:38
Ómar skrifar eðalblogg
þar oft má finna stuðla og rím
Illt er þó hve ibbar gogg
þar ákaflega Steini Briem
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 17:51
Bjarni er í sinni sveit,
sauður allra mesti,
upp á fór hann gamla geit,
girnist rass á hesti.
Þorsteinn Briem, 15.11.2013 kl. 18:02
Með íhyggli og rökum, hann ekkert fær leyst
og umræðu tel að hann spilli
Kúgar svo alla með "copy" og "paste"
en klæmist svo þess á milli.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 18:25
Góður, Bjarni....Áfram með þetta - Hann á ekki roð í þig hann "Coby Pasteman"....
Mér finnst nú búinn að spenna þennan blessaða fótboltaleik ansi mikið upp. Þetta líkist mest í
undanfara Eurovision stundum, þegar þjóðrembingurinn nær hæstu hæðum.
Það verður lágt á þeim risið á eftir, þeim sem hafa haft sem hæst í undanfara þessa leiks.
Um leið og Króatarnir lentu og mannskapurinn sást, þá var þessi leikur tapaður.
Már Elíson, 15.11.2013 kl. 18:50
Már þar oft á skellir skeið,
í skuggalegu standi,
áttatíu rollum reið,
rosalegur fjandi.
Þorsteinn Briem, 15.11.2013 kl. 19:13
Ég efa að Steini sé andlega heill
svo iðinn sem hann er við kolann
en einmitt ef hann er á vitinu veill
menn verða að reyna að þolann
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 20:00
Einn hér yrkir ótt og títt
ýmsar bögur ljótar.
orðfærið er ekki frítt
þessa mikla þrjótar
MALT (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 20:18
Ekki þora vesalingarnir að skrifa hér undir nafni frekar en fyrri daginn.
Þorsteinn Briem, 15.11.2013 kl. 20:35
Það er mikils virði fyrir fjörið hér á bloggsíðunni þegar þú kemur með afbragðs góðar vísur, Steini, en það kemur þó fyrir inn á milli að ég verð að biðja þig um að ganga ekki alveg eins langt og stilla þig, gæðingur, hvað snertir klúrt orðbragð. Þú ert nefnilega of góður þegar þú ert upp á þitt besta til þess að þurfa á slíku að halda.
Ómar Ragnarsson, 15.11.2013 kl. 21:22
Ég verð þá að biðja þig um að eyða öllu skítkasti og meiðyrðum hér í minn garð, Ómar Ragnarsson.
Þorsteinn Briem, 15.11.2013 kl. 21:37
Hefur þú gert hér athugasemd við þetta, Ómar Ragnarsson?!:
Ég efa að Steini sé andlega heill
svo iðinn sem hann er við kolann
en einmitt ef hann er á vitinu veill
menn verða að reyna að þolann
Þorsteinn Briem, 15.11.2013 kl. 21:46
Ég geri enga athugasemd við það þó þú kippir vísunni út Ómar, ef Steina er svo misboðið,mér er enginn akkur í því að honum líð eitthvað illa blessuðum.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 22:17
Langt frá því að mér líði eitthvað illa út af þessu, enda væri ég þá sífellt að krefjast þess að Ómar Ragnarsson eyði hér ummælum í minn garð, Bjarni Gunnlaugur.
Þar að auki skrifar þú hér undir nafni og ert því sjálfur ábyrgur fyrir skrifum.
Ómar Ragnarsson er hins vegar ábyrgur fyrir öllum skrifum nafnleysingjanna hér.
Þorsteinn Briem, 15.11.2013 kl. 22:34
Það fer nú að koma að því að þér verður hent út héðan, ritsóðinn þinn, Breim. -
Þetta telst nú ofanígjöf frá Ómari ef þú skilur það ekki. -
Ómar er bara vægur við þig þrátt fyrir hvernig þú sóðar út bloggið hans og eyðileggur eðlilegar umræður með sóðaskap þínum og stuldi (copy/paste á efni annarra).
Það er ekki til neinn nafnleysingi, kjáninn þinn. - Það eru allir skráðir en heita bara ýmsum nöfnum á korkinum. - Einfaldur ertu.
Már Elíson, 16.11.2013 kl. 03:41
Skekur hér nú skökul sinn,
í skarni Már þar fann hann Finn,
við hann dansar kinn við kinn,
í kaldan rassinn svo fer inn.
Þorsteinn Briem, 16.11.2013 kl. 05:05
Undir kallinn engu rís,
undan Bjarna Már Elís,
ætíð heilinn í þeim frýs,
á þeim lifa flatar lýs.
Þorsteinn Briem, 16.11.2013 kl. 06:28
Már er hér með bólginn böll,
blár hann sjallaskítur,
sagan ekki sögð þó öll,
sauðkindanna nýtur.
Þorsteinn Briem, 16.11.2013 kl. 07:26
Undir stóru hlassi
þar sem sólin ekki skín
með höfuðið í rassi
þar er Steini Briem
HH (IP-tala skráð) 16.11.2013 kl. 09:51
Greinilega sami nafnleysinginn sem skrifar hér undir alls kyns skammstöfunum.
Og Ómar Ragnarsson ber ábyrgð á þessum vesaling, sem ekki þorir að skrifa hér undir nafni.
Þorsteinn Briem, 16.11.2013 kl. 10:54
Þú ert nú eiginlega sjálfur nafnleysingi, Steini Briem. Allavega ekki auðgúgglaður undir því nafni. Trúlega er nafnið Þorsteinn Briem fæddur 1959.
Undarlegur þessi aftaníossaskapur við Ómar og copy/paste árátta, ekki síst vegna þess að þú ert að blogga ágætlega 2008 http://steinibriem.blog.is/blog/steinibriem/entry/508821/
Minnir þá svolítið á Vilhjálm Örn, eldklár en flækist svo lítið í eigin gáfum með stuttan kveikiþráð, bregst þá bogalistin og alltaf stutt í klúrheitin.
Merkilegt nokk þá er það rétt hjá Ómari að þú getur vel ort hitt er annað mál að þess sjást lítil merki í athugasemdum þínum við bloggið hans.
Það er ekki laust við að maður sé orðinn aðeins forvitinn um þetta furðufyrirbæri mbl.is fyrirbæris, Steina Briem.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 16.11.2013 kl. 13:32
Hér er t.f. fallegt ljóð eftir Steina Briem: (held ég)
Öryggisleysi
lengi verið
rafmagnslaust,
og kviknar ekki
á perunni,
enda þótt
ég hamist
í slökkvaranum,
en ég get boðið
þér kertaljós.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 16.11.2013 kl. 13:38
Kanski er hinn dýpri skilningur ljóðsins sá að síðan 2008 hafi "slökkvarinn" eitthvað klikkað svo að ljósin sem loguðu þá eru orðin að kertaljósi í athugasemdum við Ómarsblogg!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 16.11.2013 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.