18.11.2013 | 11:03
Framhald af íslenskum tilraunum fyrir 2-3 árum.
Hið alþjóðlega tæknisamfélag var einstaklega seint til að bregðast við afleiðingum gossins í Eyjafjallajökli.
Í stað þess að smíða hið snarasta mælitæki og framkvæmda svipaða tilraun og nú hefur loks verið gerð, var tölva í London látin reikna út hvar öskumagnið væri yfir hættumörkum.
Fljótlega kom í ljós að stór hluti þessara spáa var tómt rugl.
Hér á landi fóru þeir Jónas Elíasson prófessor og Sverrir Þóroddsson hins vegar þegar á stúfana og smíðuðu einfalt mælitæki, sem sett var í flugvélina TF-TAL og prófað rækilega.
Tvo daga vorið 2011 bar notkun þessa tækis þann árangur að hægt var að halda Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli opnum í rúmlega sólarhring sem þeir hefðu annars verið lokaðir af völdum rangra áætlana í tölvunni í London.
Jónas Elíasson þurfti að beita tengslum sínum við þýska háskóla til að fá kerfiskarla tölvudýrkenda til að viðurkenna gildi tilrauna sinna.
Bjuggu til öskuský | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á Öskudegi Ómar skal,
með undri mæla þessu,
Ómar flaug þó TF-TAL,
í töluverða klessu.
Þorsteinn Briem, 18.11.2013 kl. 14:07
Takk fyrir þetta Ómar. Það er alveg rétt ap spárnar voru rangar, RÚV er reyndar búið að sýna f því mynd.
Nú eru Japanir komnir í málið. Ég er prófessor við Kyoto háskólann eins og er og vinn að þessum málum ásamt Þjóðverjunum. Við mælum öskuna umhverfis Sakurajima (sígjósandi eldfjall syðst í Japan) ásamt flokki manna og notum sömu mælitæki og Cessna flugvélar.
Jónas Elíasson (IP-tala skráð) 21.11.2013 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.