19.11.2013 | 21:34
Enginn er betri en mótherjinn leyfir.
Á sama hátt og undravert var hvernig Ísland gat haldið jöfnu á móti Króatíu manni færri í 40 mínútur á föstudag var einnig magnað að sjá hvernig Króötum tókst að hafa yfirhöndina einum manni færri allan seinni hálfleikinn í Zagreb.
Haft var á orði fyrir leikinn í kvöld að Króatar þyrftu toppleik til að vinna og þeir áttu slíkan leik, höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda.
Allar tölur, skot að marki, hornspyrnur o. s. frv. féllu þeim í vil.
Sannaðist hið fornkveðna að enginn er betri en mótherjinn leyfir.
Víst munaði um að missa Kolbein Sigþórsson en sennilega hefði það ekki snúið taflinu við, svo miklu betra var króatíska liðið í kvöld en fyrir fjórum dögum.
Íslendingar þurftu á hámarks dagsformi að halda, öllum mannskapnum og smá skammt af heppni.
Þetta féll ekki með okkur að þessu sinni en við getum verið stolt af því að hafa náð lengra en nokkru sinni fyrr í vinsælustu hópíþróttagrein heims.
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Athugasemdir
Það gengur bara betur næst - Myndband
Þorsteinn Briem, 19.11.2013 kl. 21:42
Kórrétt.
Steingrímur Helgason, 19.11.2013 kl. 22:57
Hárrétt nafni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.11.2013 kl. 23:39
Það náttúrulega, að raunsætt mat hefði verið að Ísland þurft algjöran toppleik til að sigra í kvöld. En hérna uppi var þessu snúið á haus uppá íslenska lagið.
Króatar eru bæði með betri einstaklinga, mun meiri breidd og þ.a.l. sterkari liðsheild. Sterkara lið. Þetta er bara kalt mat.
Ofannefnt breitir því þó ekki að lakari lið geta alveg sigrað sterkari lið í fótbolta sem dæmin sanna. Hinsvegar var ekkert í fyrri leiknum sem gaf tilefni til sérstakrar bjartsýni.
Það sem skipti síðan svo miklu máli var að króatar eru miklu mun reyndari en íslenska liðið. Flestallir þarna eru þrautreyndir landsleikjamenn.
Það skeði svo eins Kári Árnason lýsir ágætlega á fotbolti.is, að króatar einfaldlega lágu á íslendingum ,,eins og mara" frá byrjun leiks.
Þrautreyndir og þaulæfðir í landsleikjum og vissu algjörlega hvað þyrfti að gera og lásu rétt í allt sem íslenska liðið reyndi að framkvæma. Þar með náðu þeir yfirþyrmandi stöðuyfirburðum sem Ísland átti engin svör við og gat ekkert brotið upp.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.11.2013 kl. 01:05
20.11.2013. NZZ. Neue Zürcher Zeitung.
"Islands Vorhaben, erstmals an einer WM teilzunehmen, war nie realistisch. Es wurde nach dem 0:2 durch Kroatiens Captain Dario Srna unmöglich. Im Vergleich mit dem 0:0 in Reykjavik wirkten die Nordländer, die in der Gruppenphase starke Leistungen (u. a. 4:4 gegen die Schweiz nach 1:4-Rückstand) gezeigt hatten, in der Defensive anfällig. Sie kamen mit dem horrenden Tempo der Kroaten nie zurecht."
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 09:37
Sæll Ómar.
Lýsing Ómars Bjarka sem og ályktanir hygg ég að
fari mjög nærri almannarómi fyrir leik.
Af hverju sýndu Króatar ekki þetta í fyrri leiknum ?
Þetta ber svip af "sjómennsku" með réttu eða röngu?!
Húsari. (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.