Áratuga "refsing".

Árum saman sýndu rektorar M.R. gott fordæmi varðandi það hvernig þeir notuðu fé sem þeim var skammtað á fjárlögum til að reka skólann og skiluðu afgangi, mismunandi miklum.

Því miður varð þetta til þess að í stað þess að umbuna fyrir góða meðferð á opinuberu fé, var skólanum í raun "refsað" með því að skera enn meira niður þar á sama tíma sem í öðrum stofnunum, þar sem halli var á rekstrinum, var það allt of oft verðlaunað með því að hækka framlag úr ríkissjóði.

Þetta er þekkt fyrirbæri úr ríkisrekstri og því er tímabært að Menntlingar láti í sér heyra og veki athygli á áberandi staðreyndum varðandi hlutskipti skólans og stöðu í framhaldsskólakerfinu.


mbl.is MR-ingar krefjast leiðréttingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Þetta er rétt og alveg ótrúlegt að skuli viðhafast.

Ég þekki dæmi af ríkisstöfnun sem stundum hélt sig vel innan ramma fjárlaga og átti þá afgang í lok árs.

Þá var hann nýttur í að endurnýja húsbúnað og slíkt, því annars skilaði stofnunin afgangi og fengi lægra framlag árið eftir.

Brjánn Guðjónsson, 22.11.2013 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband