Spaugstofan með dulræna hæfileika?

Í kvöld var Spaugstofan með það í hálfkæringi að lögreglumanni, sem var orðinn óþægilegur við að hnýsast í vafasamt athæfi var hótað með því að allir handrukkarar landsins yrðu á eftir honum ef hann makkaði ekki rétt.

Þátturinn var að sjálfsögðu gerður áður en tengd frétt birtist á mbl.is um að handrukkari hefði bankað upp á hjá lögreglumanni og komið til átaka þar.

Stundum getur veruleikinn sjálfur staðið skáldskap og gríni jafnfætis.

Nema að Spaugstofan sé orði forspá og með dulræna hæfileika?  


mbl.is Handrukkarar bönkuðu hjá lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eftir að Spaugstofan færðist yfir á Stöð 2 hefur hún reyndar fært landsmönnum mun frekar heim sannindin, heldur en fréttastofa sama fjölmiðils.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.11.2013 kl. 22:53

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér fannst það vera ófyrirgefanlegt að vinsælasti dagskrárliður RÚV hafi nánast verið gefinn einkaframtakinu.

Hef ekkert heyrt né séð af Spaugstofunni síðan útvarpsstjóri „gaf“ þennan dagskrárlið frá sér.

Guðjón Sigþór Jensson, 25.11.2013 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband