Ánægjulegir dagar á Bókamessu.

Í dIMG_0067ag og á morgun er svonefnd Bókamessa í Ráðhúsinu frá klukkan eitt til fimm.

Það var gaman að vera þarna í dag, hitta fullt af fólki og aðra höfuna, árita og spjalla. 

Óskar Magnússon var þarna við hliðina á mér með sína fyrstu skáldsögu og gaman að árna honum heilla með hana, en ég með mína elleftu bók, en hef áður skrifað tvær skáldsögur.

Bókin "Manga með svartan vanga - sagan öll" er í raun ný bók, því þótt hún sé að meirihluta lítt breytt frá bókinni "Manga með svartan vanga", sem kom út fyrir réttum 20 árum, eru í nýju bókinni 60 nýjar blaðsíður sem dýpka svo mjög og bæta eldri söguna vegna fjölmargra nýrra upplýsinga um  Möngu, Ásdísi skáldkonu frá Rugludal, systrunum í Baslhaga og fjölda annarra magnaðra persóna, að eldri bókin er í raun orðin úrelt.

Í stórum hluta þessara 60 blaðsíðna breytist bókin úr heimildarit í heimildaskáldsögu til þess að varpa nýju og betra ljósi á líf Möngu á milli tvítugs og fertugs þegar hún barðist fyrir frelsi til að fá að njóta gáfna sinna og þekkingar og lifa með reisn.  

Af því að það sést ekki á myndinni á mbl.is, var Óskar ekki aðeins í rauðköflóttum jakka á Bókmessunni í dag, heldur í rauðum buxum og því uppáklæddur á sinn hátt.

Og næst við mig var líka minn gamli vinur, Sveinn Einarsson, með sitt merka og mikla rit um Guðmund Kamban.

Raunar eru bækur okkar beggja með sama þema: Að varpa skýrara ljósi á og rétta hlut merks fólks, sem ekki naut sannmælis hjá samtíð sinni.   


mbl.is Fyrstu skáldsögunni fagnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband