Af sem áður var.

Sú var tíð að þegar nefna þurfti einhvert allsherjar hundsrass heims kom nafn Íslands oft fyrst upp í hugann. 

Dæmi um það er þegar menn voru erlendis lækkaðir í tign eða fjarlægðir kurteislega með því að senda þá í erindi til Íslands.

Þegar Malenkov, sem var í forystu Sovétríkjanna erftir lát Stalíns, féll í ónáð hjá Krústjoff fékk hann að vísu ágætis embætti, sem forstjóri Raforkuvers, en sá hængur var hins vegar á að verið var í Síberíu.

Síbería hafði greinilega á sér svipaðan blæ og Ísland á Vesturlöndum.

Nú er öldin önnur hvað Ísland snertir, þótt Síbería haldi sínu að mestu.

Héðan hverfur bandarískur embættismaður og finnst það hafa verið forréttindi að hafa fengið að gegna embætti hér á landi.

Og frægasta fólkið erlendis á öllum sviðum mæra landið og og kynni sín af því.  


mbl.is „Bless og takk, Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki er á orðin spar,
Íslandsvinur mesti,
Roy kom aftur Rogers þar,
ríðandi á hesti.

Þorsteinn Briem, 25.11.2013 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband