"Svokallað Hrun".

Til eru þeir áfram sem halda því fram enn og aftur að vegna þess að í Hruninu hafi verið um að ræða peninga, sem "voru aldrei til" hafi í raun ekki orðið neitt hrun, heldur hafi þetta í raun verið froðupeningar sem voru einskis virði og tjónið að sama skapi lítið sem ekkert. 

Þetta er aldeilis fráleitt. Hvað um þúsundir og jafnvel tugþúsundir fólks, sem átti sannanlega einhverjar eignir áður en allt fór á fulla ferð og tapaði ekki aðeins viðbótareignum heldur öllu sem það hafði átt áður en hrunadansinn hófst?

Hvað um samdrátt, uppsagnir og atvinnuleysi, sem Hrunið leiddi af sér? Bara "froða" og ekkert annað?  


mbl.is Kröfur vegna peninga sem „voru aldrei til“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mjög dæmigert í þessu bankahrunsmáli eru viðbrögð Geirs Haarde og fylgismanna hans. Landsdómsálið er sett upp eins og ekkert hafði skeð. Ákæran gekk út á aðgerðaleysi og sinnuleysi hans að hafast ekkert að til að koma í veg fyrir hrunið. Hvarvetna voru aðvaranir og hjá velmenntuðum hagfræðing eins og honum hefði hann átt að sjá að ekki var allt með felldu. Ekki seinna en í febrúar 2008 hafði vinur hans Davíð Oddsson gert sér grein fyrir að einkavæðing bankanna hafði mistekist og allt var að stefna í óefni. Samt er ekki hreyft minnst fingri til að koma í veg fyrir hrunið og bjarga því sem bjargað var. Þannig hefði mátt setja á auknar skyldur á bankanna og efla eftirlit með starfsemi þeirra. Er eðlilegt að einn af innanbúðarmönnunum í Kaupþing hafði 46% af öllum útlánum án tryggra veða eða trygginga? bankaeftirlitið var í skötulíki og sem kapteinn yfir þjóðarskútunni bar Geir meginábyrgðina. Því var ákæran gegn honum eðlileg og ekkert „pólitískt“ á bak við þó svo að formlega séð væri það Alþingi sem hefði ákæruvaldið.

Hins vegar dæmir Landsdómur á mjög sanngjörnum forsendum. Geir er nánast sýknaður af öllum ákæruliðum og af þeim ástæðum fær mjög vægan dóm, sem er nánast táknrænn fremur en að hann hefði brotið mikið af sér. Dómurinn er miklu vægari en hjá Árna Johnsen sem verður að teljast smáræði miðað við afglöp Geirs sem er á himinháum launum v egna þeirrar miklu ábyrgðar sem voru a hans herðum.

Áróðursstríðið heldur áfram, hvers Geir væntir af mannréttindadómstólnum er ekki auðvelt að átta sig á.

Guðjón Sigþór Jensson, 28.11.2013 kl. 19:25

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eitt sinn Pétur átti hest,
allur var hann froða,
eins og sjalla er nú flest,
það ætti hann að skoða.

Þorsteinn Briem, 28.11.2013 kl. 20:05

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Í Sörla-skjóli drullar hann.

Sá er ekkert virða kann.

Í búningi bjánans hann sig fann.

st.Breim heitir hann. 

Sigurgeir Jónsson, 28.11.2013 kl. 20:56

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Sandgerði hann Sigurgeir,
sauðkindunum nauðgar,
ansi hann þó maður meyr,
mannlífið þar auðgar.

Þorsteinn Briem, 28.11.2013 kl. 21:15

5 identicon

er einn af þeim sem kalla þettað svokallað hrun. vegna þesss að menn þurfa þó ekki að svelta en sem komið er. en auðvitað hlítur peníngafroðan að valda verðrírnun á verðmætum. það gerist altaf þegar fólk heldur að þeir géti bara búið til penínga úr pappír en ekki úr verðmætisaukníngu men hvörtuðu ekki mikið á meðann húsnæðið hækkaði uppúr öllu valdi heldur tóku meiri neislulán fyrir gróðan fólk gétur ekki kent nema sjálfu sér um. sem komn aftur niður á þeim sem þurftu á húsnæði að halda

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 28.11.2013 kl. 21:34

6 identicon

,,...það gerist altaf þegar fólk heldur að þeir géti bara búið til penínga úr pappír en ekki úr verðmætisaukníngu..."

Hvað hefur breyst varðandi þetta ?

Er ekki mesta launahækkun í fjármálafyrirtækjum ?

Hvaða vit er í því ?

JR (IP-tala skráð) 28.11.2013 kl. 22:28

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Málið er að Sjallar eru pungsveittir núa misserum og árum saman við að reyna að skrifa ,,opinberan sannleik" eða Sjallasannleik um Sjallahrunið. Þar fylgja þeir línu Bjarna Ben eldri sem sagði þeim: Við verðum að skrifa söguna - öðrum er ekki treystandi til þess!

Þá var hann að meina náttúrulega að það yrði að vera ákveðið propaganda sem hamrað væri inní höfuð nógu margra innbyggja.

En varðandi þá sem keyptu hlutabréf í þessum sjalla- og framsóknarfyrirtækjum á sínum tíma, og þá er eg að tala um bara svona þokkalega venjulegt fólk - að eg met það svo að það hafi nefnilega verið talsvert algengt að fólk hafi gert umrætt. Sett fjármuni sína í þessi fyrirtæki því það propaganda var ríkjandi að ekki væri hægt að tapa á þessu. Íslendingar væru svo miklir fjármálasnillingar.

Eg td. veit um fleiri en eitt dæmi og fleiri en tvö þar sem bara venjulegt fólk fór útí fáránlega áhættu þessu viðvíkjandi. Veðsetningar á húsumog sona og sett í hlutabréfakaup o.s.frv.

Jú jú, þarna kemur inn ábyrgð banka eða fjármálastofnanna því oft var þetta gert í gegnum þær.

Síðan eftir hrun, þegar allt er fallið og mest allt verðlaust - aið þá er eins og fólk geri ekki greinarmun á hlutafélagi og persónulegri ábyrgð. Það er grundavallarmunur lagalega á þessu tvennu. En fólk er í persónulegri ábyrgð þá er það mjög líklega fast en allt öðru máli gegnir um hlutafélög.

Einn af lærdómum hrunsins er, að taka þarf upp almenna fjármálakennslu í skólum - eða þá að ríkið grípi fram fyrir hendurnar á fólki. En það var reyndar lengst ag þannig að ríkið bara greip fram fyrir hendurnar á fólki hélrna. Það gat sáraæítið gert í fjármálum eða í sambandi við lántökur og áhættufjárfestingar oþh.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.11.2013 kl. 23:07

8 identicon

no.6. jr. það hefur ekkert breist og það er ekkert vit í þessu. enda tala þessir svokölluðu sérfræðíngar í fjármálum um eðlilega vexsti. það eru ekki til eðlileigir vextir. að mínu mati telst það got ef fjármagn fylgi verðþróun. því ef það væru til eihverjir eðlileigir vextir væru menn ekki að altaf að gambla með mattadorpenínga

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 29.11.2013 kl. 06:34

9 identicon

no.7. ómar: veit ómar hvað bjarni meinti með þessu.fólk var ekki neit til að fjárfesta í þessum hlutum gerði það á sinum forsendum sem oftast var græðgi. fór á nokkra fundi með fjárfestum sem töluðu um kaup aldarinar en keipti lítið af þeim svo ég nota nokkur orð sem ómar notar um framsóknarmenn sem ég ætla vað sleppa að nefna, þá spiluðu allir með rúv var með í öllum fréttatímum hvernig hlutabréf hækkuðu og hækkuðu að virtist endalaust svo það er nokkuð ódyrt að að kenna bönkunum um alt hit er annað mál þegar ég seldi hlutabréf mín í aríon banka keipti bankinn þau en ekki maður útí bæ. sem er ekki gott

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 29.11.2013 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband