Hafa forsendur breyst ?

Ekki veit hve oft það mál hefur komið upp að leggja hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar.

Í fyrri skiptin hafa mikill stofnkostnaður og rekstrarkostnaður, miðað við tekjur, ævinlega hrundið þessum áformum.

En ævinlega koma þau aftur upp á borðið.  

Fyrrum var talað um um 30 milljarða á þávirði, en núna er talan 100 milljarðar uppi á borðinu.

Forsendur hljóta því að vera breyttar verulega ef þetta á að geta gengið núna.

Margir hafa rætt um að svona lest gerði Reykjavíkurflugvöll óþarfan en þá gleymist það, að eftir sem áður lengist samanlögð ferðaleið fram og til baka milli Reykjavíkur og landsbyggðarinnar um 170 kílómetra ef innanlandsflugið er flutt til Keflavíkur og sömuleiðis missir millilandaflugið varavöll.

 


mbl.is Borgin skoðar háhraðalest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er endalaust rugl. Getur aldrei orðið hagkvæmt. Samt halda menn áfram reikna og reikna, - það er álíka gáfulegt og að ætla sér að reikna barn í konu að fá eitthvert vit í svona úteikninga. Langt er síðan sýnt var fram á , - man reyndar ekki hvar, að þótt stofnkostnaður yrði afskrifaður á fyrsta degi gæti þetta aldrei borið sig.

Eiður (IP-tala skráð) 29.11.2013 kl. 13:27

2 identicon

Ég var búinn að skrifa um þetta á sér bloggi, en læt textann úr því fljóta hér með til áréttingar. Gleymum því ekki heldur, að við eigum enga 106 miljarða, sem  enda sjálfsagt nær 200 miljörðum eins og aðrar svona framkvæmdir sanna.  Nægir þar að nefna Héðinsfjarðargöng og eigum við ekki líka bara að sjá hvernig til tekst með pólitísku framkvæmdina Vaðlaheiðargöng, áður en fleiri ævintýri bætast í leikinn.

------------------

 Umræða um lestarsamgöngur við Keflavíkurflugvöll er ekki ný.  Þetta hefur  verið skoðað áður og alltaf með sömu niðurstöðu.  Þetta er alltof dýrt og ekki nægilegur fólksfjöldi sem myndi nýta þetta til að hagkvæmni náist.  Sem sagt dauðadæmt.  Uppbygging lestarkerfis er ákaflega dýr og t.d. er það nánast að ríða Kaupmannahöfn að fullu að koma slíku kerfi á, þar sem fólksfjöldinn er miklu meiri en hér á suðvestur horninu.

Væri ekki nær að ljúka við það sem við höfum þegar ákveðið og er fyrirséð að dugar næstu áratugina.  Þar  er átt við tvöföldun Reykjanesbrautar, sem hófst fyrir rúmum 10 árum og er enn hálfklárað verk.  Enn er eftir að ljúka þeirri framkvæmd til beggja enda, þ.e. frá Hvassahrauni, gegnum Hafnarfjörð og til Reykjavíkur, en einnig frá Fitjum upp að flugstöð Leifs Eiríkssonar, ásamt tenginum við Reykjanesbæ. Þessu til viðbótar er eftir að ganga frá öryggisþáttum vegarins, svo sem vegriðum milli akreina, ljósastaurum, upplýsingaskiltum og eftirliti.

Ef þetta væri klárað, mætti auka hámarkshraðann á Reykjanesbraut í 120 og jafnvel 130 km/klst. og þar með væri ferðatíminn milli Reykjavíkur og flugstöðvarinnar kominn niður í c.a. 20 mínútur.  Ferð frá t.d. Mjóddinni sem er nálægt miðpunkti höfuðborgarsvæðisins og til Reykjanesbæjar væri þá komin í 15 mínútur eða svo.   Umferðarmagnið á þessari leið í dag eru uþb. 10.000 bílar á sólahring að meðaltali.  Fullkláruð Reykjanesbraut mun auðveldlega anna 60.000 bílum.

Mun nær væri að rafvæða almenninssamgöngur á þessari leið, sem og flugrútuna, heldur en að fara í rándýra lestarframkvæmd, sem aldrei mun borga sig og miðað við fyrri reynslu, sennilega seint verða klárað svo viðhlýtandi sé.  Þess utan, höfum við Íslendingar enga reynslu af rekstri lestarkerfa og eigum fullt í fangi með vegakerfið, þannig að ég held að það sé ekki gott ráð að auka á það flækustig.

Með öðrum orðum, þá held ég að þetta sé ekki tímabært og nær að klára það sem við höfum þegar ákveðið og byrjað á.  Síðan má skoða aðra kosti, en það er ekki mál málanna núna...  

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.11.2013 kl. 13:38

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það má samt ekki gleyma því að spáð er griðalegri aukningu ferðamanna til Íslands næstu árin. Væntanlega yrði lestin rafmagnsknúin og það myndi draga úr innflutningi á eldsneyti. Pælið í kostnaðinum þegar verið er að flytja alla þessa bíla á milli Reykjavíkur og Keflavíkur með einkabílum og rútum.

Sumarliði Einar Daðason, 29.11.2013 kl. 13:53

4 identicon

Jú, ferðamönnum fjölgar, en eigum við ekki að sjá þá fjölgun og hvort við getum ekki mætt þeim þörfum á ódýrari og vistvænni hátt en með lest og öllu því sem henni fylgir.  Það mun t.d. vera mikil mengun og olíunotkun á því að byggja þetta kerfi.  Mest af því sem við notum í t.d. Reykjanesbrautina er innlent hráefni og vinnuframlag.

Síðan skulum við ekki gleyma því að stór hluti þessarar farþegaaukningar sem menn sjá í tölum frá Leifsstöð eru farþegar sem eru að millilenda og koma ekki inn í landið.  Þá eru mjög margir sem fara beint í rútuferðir, taka bílaleigubíla o.s.frv. 

Mikið nær væri að rafvæða flugrúturnar og nota þá fjárfestingu sem við þegar höfum, þ.e. Reykjanesbrautina.  Nú þegar eru til rafknúnar rútur sem auðveldlega draga þessa vegalengd og taka hleðslu á sitt hvorum enda.  

Notum frekar brot af því fjármagni sem þyrfti í lestardæmið til að klára hana.  Það tekur ekki nema 1 - 2 ár ef vilji er fyrir hendi.

Með þessu erum við að nýta fjármagn mun betur og öruggar, en með því að fara í samgöngudæmi sem við þekkjum ekki, þurfum að flytja að öllu leiti inn fyrir gjaldeyri, sem við eigum ekki í náinni framtíð og er algjörlega óvíst að borgi sig.  Það er reynslan af fyrri athugunum á þessum lestarmálum. 

"Látum ekki pólitíska ímyndun höfuðsins hlaupa á undan fótunum".....

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.11.2013 kl. 14:22

5 identicon

Legg til að Ómar leggist bara yfir þetta "lestarmál" og leysi "málið". 

Hann er greinilega best til þess fallinn eins og meðfylgjandi mál ber með sér......

http://ruv.is/islenskt-mal/omar-ragnarsson-spaugar-med-malid

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.11.2013 kl. 14:44

6 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góð ábending með að nota rafknúnar rútur. Af hverju er það til dæmis ekki notað í dag? Hvað stoppar?

Sumarliði Einar Daðason, 29.11.2013 kl. 14:53

7 identicon

Ómar, hvernig færðu það út að það muni 170 km fram og tilbaka ef innanlandsflugið í Reykjavík verður flutt til Keflavíkur? Fjarlægðin á milli Reykjavíkurflugvallar og Keflavíkurflugvallar er um 32-33 km. Fram og tilbaka er þetta vegalengd upp á 65-66 km.

Munur á flugleiðum er þó minni vegna þess að það er engin ástæða til að fljúga yfir Reykjavíkurflugvöll. Td er bein leið frá Ísafirði til Keflavíkur aðeins fáeinum km lengri en frá Ísafirði til Reykjavíkur.

Í ljósi þess hve dýrmætt byggingarland losnar við flutning flugvallarins tel ég líklegt að hraðlest verði fljót að borga sig. Einnig tel ég að það séu gífurlegir hagsmunir fólgnir í því fyrir landsbyggðina að fá beint flug til Keflavíkur.

Þannig myndi landsbyggðin trúlega fá stærri hluta af ferðamannastraumnum á kostnað Reykjavíkur. Flestir ferðamenn koma ekki til Íslands til að skoða Reykjavík. Svo er mikið hagræði að því fyrir landsbyggðarfólk á leið til útlanda að fljúga til Keflavíkur.

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.11.2013 kl. 15:29

8 identicon

Eitt er það sem ég fatta ekki, hafandi notað lestir í miklum mæli, og gengið yfir mörg brautarsporin.
Brautarspor lítur út fyrir að vera mun minni framkvæmd en vegur. Þetta er svona á pari við eina akgrein.
Hvað gerir þetta svona dýrt? Af hverju er hægt að taka lestir um alla Evrópu alveg út í hundsrass? Ég hef meir að segja skrölt með lest til Auschwitz, og tek það fram að það var fátt um borð! Enda ekki 1943/44.......

Jón Logi (IP-tala skráð) 29.11.2013 kl. 15:54

9 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Flugfélag Íslands flýgur nú líka til Grænlands en það er styttra þangað frá Keflavík en frá Reykjavík en auðvitað minnist Ómar Ragnarsson ekkert á það.

Friðrik Friðriksson, 29.11.2013 kl. 15:59

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrst fer ferðamaðurinn 48 kílómetra frá þungamiðju höfuðborgarsvæðisins innst í Fossvogi til Keflavíkurflugvallar. F5á dragast 3 kílómetrar sem er frá þeim punkti til núverandi vallar. Aukavegalengdin sem sagt 45 kílómetrar.

Síðan flýgur hann til baka 38 kílómetra áður en hann kemst aftur yfir punktinn sem hann fór frá. Þetta gera 83 aukakílómetra bara á leiðinni Reykjavík-Akureyri.

Á leiðinni til baka flýgur hann að nýju yfir Reykjavík til Keflavíkur og ekur síðan til baka samtals 83 aukakílómetra.

Þetta gera alls 164 kílómetra en við það bætist einn kílómetri auka í hvort skipti í akstri á Fokkernum á Keflavíkurflugvelli af því að brautirnar þar eru lengri en á Reykjavíkurflugvelli.

Niðurstaða: 166 aukakílómetrar.

Ómar Ragnarsson, 29.11.2013 kl. 17:02

11 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Ómar en kannski þú bætir við þessum auka metrum sem fólk þarf að ganga í Flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli því hún svo mikið stærri en sú sem er í Vatnsmýrinni.

Friðrik Friðriksson, 29.11.2013 kl. 18:41

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Forsendur varðandi Keflavíkurflugvöll hafa breyst mjög mikið.

Í fyrra, 2012, fóru 2,38 milljónir farþega um völlinn, um 44% fleiri en árið 2009.

Keflavíkurflugvöllur árið 2012 - Staðreyndir og tölur


Um 647 þúsund erlendir ferðamenn komu og dvöldu hér á Íslandi í fyrra, 2012, um 31% fleiri en árið 2009.

Og um 96% erlendra ferðamanna sem dvöldu hér á Íslandi komu þá hingað um Keflavíkurflugvöll.

Um 622 þúsund erlendir ferðamenn komu því til landsins um Keflavíkurflugvöll í fyrra og dvöldu hér á Íslandi.

Og um 95% erlendra ferðamanna komu þá til Reykjavíkur, eða um 615 þúsund.

Þar að auki fóru um 63% þeirra sem eru búsettir hér á Íslandi til útlanda í fyrra og að meðaltali fóru þeir þá tvisvar til útlanda.

Um 322 þúsund manns voru búsettir hér á Íslandi um síðustu áramót og þar af leiðandi voru þessar ferðir búsettra hérlendis til útlanda um 408 þúsund í fyrra.

Um 64% þeirra sem búsettir eru hér á Íslandi búa á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar, um 206 þúsund manns, og því fóru þeir væntanlega í um 261 þúsund ferðir til útlanda í fyrra.

Og tiltölulega fáir búsettir hérlendis fljúga beint til útlanda frá Akureyri og Egilsstöðum eða ferðast með ferjunni Norrænu.

Ef reiknað er með um 600 þúsund ferðum þeirra sem búsettir eru hérlendis á milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar, fram og til baka, og um 1,2 milljónum ferða erlendra ferðamanna þessa leið, fram og til baka, voru þessar ferðir því um 1,8 milljónir árið 2012.

Ferðaþjónusta hér á Íslandi í tölum árið 2012 - Ferðamálastofa í apríl 2013


Far með flugrútunni á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðarmiðstöðvarinnar (BSÍ) í Reykjavík, um 50 kílómetra leið, kostar um tvö þúsund krónur aðra leiðina og rútan er 45 mínútur á leiðinni.

Og 1,8 milljónir ferða í fyrra fyrir tvö þúsund krónur hverja ferð eru samtals um 3,6 milljarðar króna, eða um 72 milljarðar króna á 20 árum.

Hins vegar er reiknað með að hingað komi og dvelji hér á Íslandi um tvær milljónir erlendra ferðamanna árið 2023, eftir tíu ár.

29.11.2013 (í dag):


""Ástæða þótti til að skoða málið og kanna hvort raunhæft sé og hagkvæmt að ná háhraðatengingu á milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur," segir Runólfur Ágústsson.

Framkvæmdin kostar 106 milljarða
, að mati hópsins.

"Þá er við það miðað að lestin fari frá Keflavíkurflugvelli að Hafnarfirði og þaðan neðanjarðar síðustu 11-12 km að miðborg Reykjavíkur."

"Ef að allt gengur upp gæti þessari framkvæmd verið lokið upp úr 2020 og þá yrði farþegafjöldinn 3-4 milljónir á ári," segir Runólfur."

Háhraðalest milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur kostar 106 milljarða króna

Þorsteinn Briem, 29.11.2013 kl. 20:30

13 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Spár forsvarsmanna Keflavíkurflugvallar gera ráð fyrir að fjöldi ferðamanna um flugvöllinn verði orðinn sex milljónir árið 2023 og núna er farið að ráðast í uppbyggingu fyrir tugi milljarða.

En þegar menn eins og Ómar Ragnarsson eru farnir að taka inn í dæmið að telja hve margir km sem Fokkeranir þurfa að taxera á Keflavíkurflugvelli og það hafi áhrif á langt ferðalag farþega í innanlandsfluginu að þá er orðið vonlaust að rökræða við svoleiðis menn.

Friðrik Friðriksson, 29.11.2013 kl. 21:27

14 identicon

Já og hvað.  Eigum við ekki að klára Reykjanesbrautina fyrst....

Svona áður en við byggjum lestir, eða pólitísk Vaðlaheiðargöng til tunglsins......

Segi ekki meira í bili.

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.11.2013 kl. 22:35

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ríkið getur að sjálfsögðu klárað Reykjanesbrautina, rétt eins og það getur lagt veg um Gálgahraun fyrir milljarð króna.

Þorsteinn Briem, 29.11.2013 kl. 23:30

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hópurinn samanstendur af fasteignafélaginu Reitum, fyrirtækjasviði Landsbankans, verkfræðistofunni Eflu, Ístaki í samstarfi við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Isavia, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum og Reykjavíkurborg.

Og gert er ráð fyrir að fleiri hagsmunaaðilar muni bætast í hópinn á næstu vikum."

Háhraðalest milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur kostar 106 milljarða króna

Þorsteinn Briem, 29.11.2013 kl. 23:43

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég var beðinn um að rökstyðja kílómetratölu ferðalengingar með samlagningu viðbótarkílómetra á landi og í lofti, en af því að ég dirfðist að taka allt með í dæmið, er svar rökþrota manns hér að ofan um þann reikning, að það sé vonlaust að rökræða við mig.

Ómar Ragnarsson, 30.11.2013 kl. 03:32

18 identicon

Svona rökþrot er klassískt;)
Annars, - hvað er það sem gerir teinabyggingu svona ofurdýra????? Eru menn að reikna með lest á ofurleiðara eða hvað? Japanskar tölur? Og það síðasta sem ég heyrði í útvarpi í gær var að væntanleg leið færi í gegn um keflavík og það þyrfti 8 km göng.
Einhvern veginn finnst mér að þetta sé útfært á eins dýran hátt og hægt er.

Jón Logi (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 07:53

19 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Er ekki dæmið nokkurn vegin svona?

Ef lestin kostar 100.000.000.000   (100 milljarðar)

Þá þarf reksturinn að skila árlega 10.000.000.000 fyrir afborganir og vexti af láni (10% af kostnaði verkefnisins).

Ef notaðar eru 1000 krónur af hverjum farmiða til þess að greiða niður lánið...

...þá þurfa farþegar að vera 10.000.000 á ári.

Gengur þetta upp?

(Svo geta menn prófað að setja inn aðrar tölur og haldið áfram að reikna eins og Sölvi Helgason forðum, en honum tókst víst að reikna barn í vinnukonu).

Ágúst H Bjarnason, 30.11.2013 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband