29.11.2013 | 16:50
Drullusvaðið í Syðri-Straumfirði 1999.
Undir forystu Arngríms Hermannssonar var farin fyrsta og eina jeppaferðin fram og til baka yfir Grænlandsjökul í maí 1999. Frá upphafi til enda unnu fræknir leiðangursmenn frækið afrek, og enda þótt ég gerði nokkra fréttapistla um þetta á meðan á leiðangrinu stóð er eftir að gera heimildarmynd úr öllu efninu.
Eftir að leiðangursmenn höfðu sigrast á yfirgengilega stórum og úfnum skriðjöklum í fjórgang, bæði á vestur- og austurströndinni, var komið niður í langan dal inni af Syðri-Straumfirði og þegar aðeins voru örfáir kílómetrar eftir datt engum í hug annað en að sigrast hefði verið á öllum hinum ótrúlegu hindrunum sem urðu á vegi leiðangursins.
En þegar komið var að síðustu smáhæðinni sem var eftir á leiðinni þurfti að fara yfir nokkuð stórt drullusvað.
Arngrímur var fremstu á einum af þremur ofurjeppunum en þegar hann kom út í svaðið var það svo sleipt, þótt það væri ekkert sérlega djúpt, að hann strandaði þar alveg og komst hvorki lönd né strönd.
Uppi á jökli hafði verið hægt að gera alls konar undakúnstir, nota hugvitsamlegar grindur framan á bílnum og hleypa úr hinum stóru hjólbörðum, en ekkert slíkt dugði hér.
Þetta var sprenghlægilegt en Arngrími var samt ekki skemmt að þurfa að beygja sig fyrir ósköp auvirðillegu drullusvaði og láta draga sig upp úr því eftir öll afrekin að baki.
Skriðdreki festist í drullupolli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sigmundar þar Davíðs droll,
drepur margan manninn,
datt í margan drullupoll,
til Dabba kominn hann inn.
Þorsteinn Briem, 29.11.2013 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.