Gott að hafa verið jólaglöggur alla tíð.

Lögreglan stöðvaði mig í fyrrakvöld og lét mig blása af öllu afli í blöðru. Ég er í ágætu formi og blés ekki úr nös eftir þetta.

Því hefðu ekki fundist nein merki um kókaínneyslu hjá mér þótt leitað hefði verið að þeim.

Löggan hafði ekkert upp úr þessu, enda hef ég verið allsgáður frá fæðingu og því með  jólagleggstu mönnum landsins. Býð mig fram sem Gáttaþef til að þefa upp í menn eftir vínangan og auka þannig afköst í leitinni að slompuðum ökumönnum. 

Ég fagna því hve löggan er jólaglögg þessa dagana hvað varðar neyslu á samnefndum vökva.

Lögreglan má gera meira af þessu. Bendi henni á að láta Gunnar Eyjólfsson blása líka því að hann er í meiri öndunaræfingu en flestir aðrir hér á landi.  

 


mbl.is Jólaglöggið ekki í umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að mörgu Ómar gerir grín,
en görótt aldrei drekkur,
karlinn vill ei kókaín,
en kókþorstann hann slekkur.

Þorsteinn Briem, 30.11.2013 kl. 04:09

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Athyglisverðar upplýsingar komnar "Um ættina mína" í Íslendingabók um langafa og langömmur manna og alla þeirra niðja en þó ekki um kókaínneyslu þeirra.

Þorsteinn Briem, 30.11.2013 kl. 05:07

3 identicon

En, góði vinur, ekki trúi ég öðru en að þeir hafi fundið merki um kók(akóla)neyslu, eða hvað?

Eiður (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 09:28

4 Smámynd: Þorkell Guðnason

Merking hugtaksins "NEYSLA" finnst mér hafa hlotið dapurleg örlög.

Að einhver sé í NEYSLU táknar fyrir mér að viðkomandi hafi helgað líf sitt og starfsgetu bókstafstrú á "Lyfjabókina" í stað þátttöku í lífinu.

Síðan er stór hluti þjóðarinnar ofurseldur í þrældóm svikamyllunnar "Vísitölu neysluverðs" einhvers skelfilegasta eiturpeðs samtímans. Bíð spenntur eftir að það afstyrmi verði vængstýft hið fyrsta.

Mér finnst að verið sé að misnota gott orð - mér fannst það líka lengi vel eiga við um orðið "HÝR" sem áður hafði einhverja ljúfustu, jákvæðustu, flekklausustu og fegurstu merkingu allra orða. Táknaði t.d. Glaðlegt svipmót eða viðbrögð barns í vöggu.

Skv. pólitískum rétttrúnaði virðist mér skylt að má þá skoðun úr huga og sál.

Þorkell Guðnason, 30.11.2013 kl. 11:18

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki held ég að margir noti orðið hýr yfir homma og lesbíur (les: píur).

En enskumælandi eru ekki í miklum vandræðum með að nota orðið gay (glaður) yfir það mæta samkynhneigða fólk, svo ég viti.

Ég vona hins vegar að Þorkell Guðnason sé ætíð hýr (á brá) en ekki alltaf undir áhrifum áfengis, sem sagt hýr, enda þótt hann telji það orð hafa áður haft "einhverja ljúfustu, jákvæðustu, flekklausustu og fegurstu merkingu allra orða".

Og vísitala neysluverðs sýnir hve mikil verðbólgan hefur verið á ákveðnu tímabili.

Þorsteinn Briem, 30.11.2013 kl. 12:50

6 identicon

Góðar og skemmtilegar hugleiðingar hjá Þorkeli.

Tek heilshugar undir þær.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband