Rétt hönnuð skemmtihús aðeins á Snæfellsnesi.

Rauða Myllan í París og fleiri slíkir staðir eru af þeirri gerð skemmtanahúsa sem hægt er að nota sem veitingastaði og leikhús í senn. 

Í Reykjavík voru margir slíkir staðir, nefndir nokkurn veginn í tíma- og stærðarröð, Iðnó, Hótel Ísland (gamla), Hótel Borg, Sjálfstæðishúsið, Framsóknarhúsið/Glaumbær, Skátaheimilið, Lídó, Hótel Saga, Hótel Loftleiðir og Fóstbræðraheimilið.

Upp úr 1970 kom Ólafur Laufdal til skjalanna með Hollywood og síðar Broadway í Mjóddinni, en hápunkti náði svona skemmtanahald með tilkomu Broadway á Hótel Íslandi, sem hefur síðan verið stærsti skemmtistaður af þessu tagi á Íslandi og Ólafur Laufdal var eins og kóngur í ríki sínu á þessu sviði skemmtanalífsins aldarfjórðung, vakinn og sofinn í þeirri hugsjón að halda hér uppi reisn og glæsileik eftir því sem unnt var.

Annar magnaður veitingamaður er Lúðvík Halldórsson, sem rekið hefur Gullhamra, fyrst við Hallveigarstíg og síðan í Grafarholtshverfi.

Á stærstu veitingastöðunum af þessu tagi hefur verið stór galli í Reykjavík, en það er afstaða skemmtikrafta til áhorfenda. Í Súlnasal er aðeins helmingur áhorfenda fyrir framan sviðið, en helmingurinn er sitt hvorum megin til hliðar. Þetta hamlar mjög þeim tengslum milli skemmtikrafta og áhorfenda, sem þurfa að vera.

Á báðum Broadway stöðunum var þetta líka svona og þótt þetta sé skárra í Gullhömrum, er samt heldur stór hluti áhorfenda til hliðanna og fjær en vera þurfti.

Lúðvík leitaði álits hjá mér þegar hann fór í þennan sal með starfsemi sína, og gerði það sem hægt var til að vinna úr því af miklum metnaði, að salurinn var ekki með alveg réttu hlutföllin. Ég ráðlagði honum að hafa barina ekki inni í sjálfum salnum eins og lenska var og var honum þakklátur fyrir að fara að þeim ráðum.

Á þeim skemmtistöðum þar sem eru vínbarir inni í sjálfum skemmtisölunum vill stundum myndast skvaldur sem breiðist út, þegar gestir gerast ölvaðir.

Út um allt land risu skemmtihús, svonefnd félagsheimili upp úr miðri síðustu öld og eru salir þeirra misjafnlega vel heppnaðir.

Tvö bera af að mínum dómi, félagsheimilin á Ólafsvík og í Stykkishólmi. Þar eru salirnir eins og blævængir sem breiðast út frá sviðinu þannig að "augnatenging" (eye contact) eins og það má kalla á fagmálinu, er milli þeirra sem eru á svæðinu og í salnum.

Gestirnir eru á lágum pöllum, sem fara hækkandi í átt frá sviðinu sem þjóna þessum tilgangi.

Ég hef í 55 ár átt þann draum að rétt hannað skemmtihús rísi í höfuðborg landsins og hef stundum sagt að rétt væri að taka annað hvort húsanna á Snæfellsnesi í krana og flytja í heilu lagi til borgarinnar.

Ekki hyllir undir það að ég muni lifa það.

 


mbl.is „Langflottasta staðnum“ lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrir Ómar hönnuð hús,
háa vill hann bari,
einkum þó að allt þar bús,
frá Ólafsvík nú fari.

Þorsteinn Briem, 7.12.2013 kl. 19:15

2 identicon

Vonandi er það ekkert á næsta leiti að þessi ágætu hús verði "tekin upp með krana og flutt til Reykjavíkur", nóg flytst nú af landsbyggðinni þangað samt. En satt best að segja þykir mér með ólíkindum, að höfuðborg landsins skuli ekki geta byggt sér samkomustað, sem uppfyllir þær kröfur " the performing arts" sem Ómar lýsir hér að ofan, sem 1000 manna þorp á Snæfellsnesi getur gert.

E (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 20:07

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu eru sæti á tónleikastöðum og í leikhúsum í mörgum tilfellum hærra en sviðið, til að mynda í nokkrum sölum í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu og Borgarleikhúsinu í Reykjavík.

Og þar eru barir ekki inni í sölunum.

Flestir skemmtistaðir í Reykjavík eru litlir en hægt að dansa þar á litlu dansgólfi í mörgum tilfellum.

Og í flestum tilfellum eru öll sæti lægra en sviðið á skemmtistöðum, einnig í félagsheimilum á landsbyggðinni.

Frá vígslu Sjálfstæðishússins í Reykjavík árið 1946 (síðar skemmtistaðurinn NASA frá 2001) en Halldór Laxness var fastagestur í vinsælu síðdegiskaffi í Sjálfstæðishúsinu:

HiYLt8VGa3K_VSdnbFbGPoihe9ayWHiYU_KnRyJzkyI,PDWr_vbud9G-L-ljCroesSwVLfj8upTFLSNKS5eakOU,dOV726giJmzt2egultQEN36tGNd02VdTw0fy08hL_KQ,VDTFcdbnDc8IumgPfVSMIRILJaGYmGRYYNDHlX7qEaI,9HDM0t7RXJ0foI5vYI9ztCFPqHV2-rQl

Þorsteinn Briem, 7.12.2013 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband