Eðli málsins blasir við öllum.

Auðséð er á myndbandskeiðinu af handtökunni frægu á Laugavegi, að ofurölvi kona, sem stendur varla á löppunum á að vera auðvelt viðfangsefni fyrir æfðan, fílefldan lögreglumann, að ég nú ekki tali um þegar fleiri bætast í hópinn.

Hann gat vel nýtt líkamlega yfirburði sína til að snúa henni með lagni frá sér svo hún hrækti ekki aftur, handjárnað hana auðveldlega og komið henni með hjálp félaga sinna inn í bílinn á lágmarkstíma án þess að beita yfirburði krafta sinna á þann fantalega hátt sem skín út úr myndbandinu af handtökunni.

Engu var líkara en að hann teldi sig eiga í höggi við æfðan bardagaíþróttamann.  

Aðfarirnar gengu fram af öllu venjulegu fólki, sem horfði á þetta myndskeið. 

Með því að halda því fram að þarna verið farið fram af yfirvegun í samræmi við eðli máls og gætt meðalhófs stríðir gegn því sem fólk upplifir við það að horfa á myndskeiðið. Það er bara þannig.

Vel væri hægt að fyrirgefa lögreglumanninum það að hann missti stjórn á skapsmunum sínum ef hann bæðist afsökunar. Slíkt getur komið fyrir flesta. En engin afsökunarbeiðni liggur fyrir og hafa verður í huga að skapstilling og yfirvegum eru nauðsynlegir eiginleikar góðs lögreglumanns.

Fráleitt er að álykta sem svo, að með sanngjörnum dómi í málinu sé búið að ógilda viðurkennda handtökuaðferð.

Dómurinn fjallar ekkert um aðferðina sjálfa tæknilega, heldur það hvernig kröftum og offorsi var beitt langt umfram það sem þörf var á við hina viðurkenndu handtökuaðferð.  

Það eru himinn og haf á milli ofurölvi máttlítillar konu og Gunnas Nelsons í sínu besta bardagaformi.


mbl.is Viðurkenndar handtökuaðferðir ógiltar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Hann segir sjálfur að hann hafi ekki einu sinni pirrast þegar hún hrækti framan í hana, hvað þá að hann hafi reiðst. Hann gerir þetta af fullkominni yfirvegun.

Sigurbjörg Kristmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2013 kl. 11:15

3 identicon

Bruce Lee var hvorki hár í loftinu né herðabreiður

Dulargerfi (IP-tala skráð) 8.12.2013 kl. 12:52

4 Smámynd: Landfari

Ekki ætla ég að mótmæla því, Ómar, að skapstilling og yfirvegun séu nausynlegir eiginleikar hvers lögreglumanns. En það fer samt ekki hjá því að mér finnst votta fyrir þínum persónulega ágreiningi við framgöngu lögreglu í þessum skrifum þínum.

Það sjá ekki allir það sama í þessu myndbandi. Sá sem tekur það eða einhver nærstaddur telur augljóst að lögreglan hafi hrækt á konuna þó flestir hafi verið sammála um hið gangstæða sem hefur svo verið staðfest fyrir dómi.

Það fer ekki hjá því að það að slengja konunni utan í bekkinn er óþarfi og örugglega óviljaverk en sú staðreynd að konan er undir áhrifum vímuefna gerir viðbrögð hennar frekar óútreiknanleg en fyrirséð og það því frekar ástæða en hitt að útiloka eftir því sem hægt er öll varnarviðbrögð af hennar hálfu. 

Það er auðvelt um að tala eftir á að þetta eða hitt hafi nú verið óþarfi en að sjálfsögðu verður lögreglan að huga að sínu eigin öryggi líka. Hvernig á lögreglan að vita að hún sé ekki með óhreina sprautunál í fórum sínum þó þeir sem með henni voru hafi vitað að ekkert slíkt  væri í dæminu. Bara það að hrækja framan í lögreglmann gefur mér tilefni til að reikna með hverju sem er frá henni og því full ástæða til að fyrirbyggja frekari viðbrögð. 

Það kemur lika fram í dómnum að það er full ástæða til að handtakan gangi hratt og fumlaust fyrir sig til að fyrirbyggja afskipti misvitra borgara af henni með tilheyrandi afleiðingum.

Landfari, 8.12.2013 kl. 16:18

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég vissi ekki að dómarinn í þessu máli hefði verið mótmælandi í Gálgahrauni.

"Lögreglumaðurinn var dæmdur til greiðslu 300.000 kr. í sekt fyrir að hafa farið offari við handtökuna og beitt meira valdi en nauðsyn bar til.

Hann var jafnframt sakfelldur fyrir líkamsárás í opinberu starfi."

Þorsteinn Briem, 8.12.2013 kl. 16:39

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ómar! Það skiptir engu hvort aðili er allsgáður eður ei. Það á að hlíða lögreglunni, til þess er hún. Því meiri andstöðu sem lögreglu er sýnd, því meiri kostnaður er það fyrir okkur þessi löghlýðnu. 

Myndin sínir bara ölvaða konu sem óhlýðnast boði lögreglumanns. Hvernig umhverfið var vitum við ekkert. 

En sem reyndur útkastari á austurlandi þá þar voru síldarár þá komum við Gúndi félagar úr Garðahreppi og Flensborg  okkur upp aðferð við að fjarlægja vandræða menn.

En hún fólst í mjög hraðri atburðarrás. Því ef ekki þá var maður viss um að fá heila áhöfn og jafnvel tvær bakið, sem allar vildu verja sinn mann.  Við Gúndi erum hinsvegar eðlislatir og fannst þess vegna einfaldara að henda einum út snöggt á nokkrum sekúndum heldur en að brasa með áhöfn í hálftíma.  

Hrólfur Þ Hraundal, 8.12.2013 kl. 18:02

7 Smámynd: corvus corax

Hún er dálítið skondin umræðan um hrákann þar sem það hefur aldrei verið sannað að konan hafi hrækt á lögguna enda vottar félagi löggunnar að konan hafi hrækt í áttina til hans en ekki á hann. Og af myndbandinu að dæma mætti álykta að hrákinn hafi frekar lent á stýri eða mælaborði bílsins heldur en á manninum í ökumannssætinu. Handtaka konunnar var fullkomlega eðlilegt verk löggunnar vegna óhlýðni hennar, ölvunar og tilraunar til að hrækja á manninn. En hrottaskapurinn og brjálsemin sem skein úr athöfnum mannsins eru með öllu óverjandi sama hvaða lygaþvælu hann og kollegar hans spinna upp eftirá.

corvus corax, 8.12.2013 kl. 18:14

8 Smámynd: corvus corax

Í framhaldi af fyrri skrifum má líka leiða hugann að gæðum dómstóla hér á landi. Konan fékk skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að hrækja á lögguna þrátt fyrir það að það hefur aldrei verið sannað óyggjandi að það hafi í raun gerst. A.m.k. er það ekki hafið yfir skynsamlegan vafa þannig að dómurinn yfir konunni er í raun áfellisdómur yfir dómstólnum sjálfum og sýnir svart á hvítu hve ónýtir, marklausir og spilltir dómstólar eru hér á landi og á toppi skítahaugsins trónir hæstiréttur sjálfur, flokks-, ættingja- og einkavinavæddur, marklaus og rúinn trausti.l

corvus corax, 8.12.2013 kl. 18:18

9 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Ómar, mér finnst það liggja í hlutarins eðli að edrú maður á að hafa vit fyrir drukknum manni. Sá loggæslumaður sem hefur ekki stjórn á skapi sínu á bara að vinna eithvað annað!

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 8.12.2013 kl. 18:20

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með þér Ómar, það er ekki hægt að sjá að þetta sé yfirveguð handtaka, hvað þá réttlætanlega á neinn hátt.  Um leið og lögregan fær það vald sem hún hefur, færast henni líka þær skyldur á herðar að sýna sanngirni og réttlæti gagnvart almenningi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2013 kl. 18:34

11 identicon

Það gleymist líka í þessari umræðu að enginn veit í hvers konar ástandi þessi lögregluþjónn var í, því enginn fylgist með stera og lyfjanotkun lögregluþjóna þótt ýmsir hafi varað við misnotkun efna á meðal lögregluþjóna.

Þessi sturlaða framkoma umrædds lögregluþjóns passar mjög vel við einstakling sem neitir stera og/eða amfetamín efna.

símon (IP-tala skráð) 8.12.2013 kl. 21:51

12 identicon

Nú ættu fréttamenn að taka sig til og athuga hvers vegna Stefán Eríksson hefur aldrei beðið um eftirlit með sjálfum sér og sínu fólki, þrátt fyrir öfgafullan áhuga á því að fylgjast með óbreyttum borgurum?

 http://www.dv.is/frettir/2011/11/19/steranotkun-algeng-innan-logreglunnar/

símon (IP-tala skráð) 8.12.2013 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband