9.12.2013 | 09:31
Sá, sem gerir færri mistök, vinnur.
Í íþróttum er það eitt hinna algildu lögmála, að sá keppenda sem gerir færri mistök, vinnur, einkum þegar viðkomandi sigurvegari er það góður, að ef andstæðingur hans gerir mistök, er honum refsað miskunnarlaust.
Í fyrri leik Íslendinga og Króata á dögunum gerði íslenska liðið engin afgerandi mistök á þeim tíma sem leikmenn Íslands voru einum færri en leikmenn Króata, - að minnsta kosti ekki nógu stór mistök til þess að Króatar gætu nýtt sér það.
Króötum mistókst einnig að nýta sér hin örfáu skotfæri sín, sem voru þar að auki ekki góð.
Þegar góðum íþróttamanni mistekst að refsa andstæðingnum fyrir mistök hans, hefnir það sín.
Joe Louis er af flestum talinn einn af 2-3 bestu þungavigtarboxurum sögunnar og þegar hann var á hátindi getu sinnar refsaði hann andstæðingum sínum miskunnarlaust, ef þeir gáfu færi á sér, þótt ekki væri nema eitt augnablik.
Í síðasta bardaga sínum átti Louis í höggi við rísandi stjörnu, Rocky Marciano, sem þá hafði ekki skólast fullkomlega þótt gríðar öflugur væri.
Marciano sló Louis út úr hringnum í tvöföldum skilningi í 8. lotu og Louis lýsti því yfir að nú myndi hann leggja hanskana endanlega á hilluna.
Þegar hann var spurður, hvað hefði valdið úrslitunum svaraði hann: "Aldurinn. Ég boxaði að mörgu leyti alveg jafn vel og ég gerði þegar ég var yngri, en hraði og viðbragðsflýtir minn hafa dalað, þótt þar sé aðeins um að ræða hundruðustu hluta úr sekúndu.
Hvað eftir annað sá ég "opnanir" hjá Rocky, sem ég hefði getað nýtt mér þegar ég var yngri, en var of seinn að gera það nú. Því fór sem fór."
Fimm sjálfsmörk engin tilviljun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki möguleiki á að leikmenn í enska boltanum hagræði úrslitum leikja til að hagnast á því, það hefur þekkst í boxinu líka.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 9.12.2013 kl. 13:27
Eitt sjálfsmarkið var þannig að hörkuskot lenti í bakhluta varnarmanns og breytti um stefnu þannig að markvörðurinn var úr jafnvægi. Ég hallast frekar að því að varnarmenn geri annað en að skora sjálfsmark ef þeir vilja hagræða úrslitum, til dæmis með því að láta plata sig eða "gleyma" óvölduðum manni.
Ómar Ragnarsson, 9.12.2013 kl. 16:08
Sumir skjóta sig líka bara sjálfir beint í fótinn
Tók einhver eftir hvar viðtalið í sjóvarpsfréttunum í gærkvöldi við "upplýsingaöryggissérfræðingin" fór fram?
Kaffibolli á netþjón (IP-tala skráð) 9.12.2013 kl. 16:08
Það er engin nýbóla Ómar að það sé verið að hagræða úrslitum leikja og það var einmitt nýlega sem lægri deildir í enska boltanum sem hafa haft liðsmenn ásakaða fyrir að hagræða úrslitum.
Allir muna eftir ítalsaka boltanum þar sem stóð til um tíma að aflýsa öllum leikjum eitthvað tímabil jafnvel öllu leikjatímabilinu og svona mætti lengi telja.
Hér vestan hafs hafa liðsmenn lent illa í því þegar þeir voru fundnir sekir fyrir að hagræða úrslitum og má þar nefna körfubolta og eitt frægasta svindlið Chicago White Sox í hafnarbolta (baseball).
þannig að það þarf enginn að undrast Ómar minn, þó svo að fólk fari að hugsa af hverju öll þessi sjálfsmörk á mjög stuttum tíma.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 10.12.2013 kl. 05:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.