9.12.2013 | 21:00
Vekur minningar um dauða James Dean.
Dauða Paul Walkers í bílslysi ber þannig að, að upp vakna minningar um dauða leikarans James Dean fyrir 56 árum, vegna þess hve margt er líkt með þessum slysum.
Í báðum tilfellum voru leikararnir í hraðskreiðum og snörpum Porsche sportbílum og bara sú staðreynd ein vekur grun um hraðakstur.
Engar beinar sannanir eru raunar fyrir því að James Dean hafi verið á einhverjum ofsahraða, en hann var á gráleitum afar lágum bíl, og bílstjóri, sem ók þvert í veg fyrir hann á gatnamótum, sá hann ekki fyrr en allt of seint.
Þeir Roger Rodas og Paul Walker voru hins vegar á gríðarlegum hraða, - talað um 160 km/klst.
Víst er Porsche Carrera GT tæknilegt snilldarverk hvað það snertir, að þetta er eini fjöldaframleiddi fólksbíllinn í heiminum sem er með stóra vél fyrir aftan afturhjólin, en samt hefur tæknimönnum Porsche tekist að ná undraverðum árangri við að minnka áhrif þessarar slæmu þungadreifingar alveg ótrúlega mikið þannig að yfirleitt verða ökumenn bílanna hennar ekki varir.
Það stóð til að hætta framleiðslu 911 bílsins fyrir meira en 30 árum vegna þess að þessi tilhögun var talin úrelt, en kaupendur Porsche bíla voru á öðru máli.
Þyngst vegur varðandi lúmska hættu við akstur þessara bíla, að þyngdarpunktur hinnar stóru vélar er vel fyrir aftan afturhjólin og við ákveðnar aðstæður verður sú staðreynd ekki umflúin.
Útilokað að koma í veg fyrir, að þegar miðflóttaafl hins þunga afturenda nær sér snögglega á strik í hliðarsveiflu afturendans, þarf hnífskörp og æfð viðbrögð, nánast kappakstursmannaviðbragðshraða, til þess að halda stjórn á bílnum.
Í heimsmeistarakeppninn í vetrarrallinu í Svíþjóð 1981 sigraði Hannu Mikkola á fjórhjóladrifnum Audi Quattro en hins vegar voru það Finninn Ari Vatanen og Svíinn Per Eklund sem vöktu mesta hrifningu mína því að hvorugur var á fjórhjóladrifnum bíl.
Eklund ók Porsche 911 af tærri snilld, ekki bara í þessu ralli, heldur mörgum öðrum, og var langbesti ökumaður heims á Porsche 911 á þeim tíma.
Paul Walker: Myndir af slysstað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.