9.12.2013 | 21:09
Sannur skólameistari.
Ég hef átt þess kost að fylgjast með barnamenningarstarfinu, sem unnið hefur verið í Rimaskóla um langt árabil vegna þess að þar hafa fjögur barnabörn mín verið nemendur og dóttir mín kennari.
Það hefur verið gefandi að fylgjst með því hvernig stjórnendur skólans og kennarar hafa lagt sig fram í starfinu og náð áþreifanlegum árangri og raunar einstöku hvað varðar iðkun skáklistarinnar í skólanum.
Á sínum tíma kynntist ég vel hinu merka uppeldisstarfi Árna Helgasonar í Stykkishólmi, föður Helga Árnasonar og sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.
Til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu, Helgi Árnason, og til hamingju Rimaskóli, bæði kennarar og nemendur !
Skólastjóri Rimaskóla fær Barnamenningarverðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.