11.12.2013 | 08:48
Stærsti jólasveinn heim er í Norður-Noregi, allt árið !
Það má keppa um margt og komast í Heimsmetabók Guinnes fyrir bragðið.
Það að kveikja á "stærsta jólatré heimsins" í Gubbio á Ítalíu er dæmi um það.
Eitt skemmtilegasta fyrirbrigðið af því tagi sem ég hef kynnst er að koma í land í júlí úr ferju í Troms í Norður-Noregi á leið frá Tromsö til Alta og standa þar frammi fyrir "stærsta jólasveini heims", en þetta er næstum 10 metra há stytta af jólasveini í fullum skrúða.
Þarna stendur hann allt árið og má eiginlega segja að hann sé frekar "júlísveinn" en "jólasveinn" um hásumarið.
Ég geta varla ímyndað mér að öðrum en Norðmönnum og Íslendingu geti dottið svona í hug, því margt getur verið líkt með skyldum.
Kveikt á stærsta jólatré heimsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stærri eigum stífan svein,
stakur er sá jóli,
Sigmundar hér undur ein,
undir Arnarhóli.
Þorsteinn Briem, 11.12.2013 kl. 09:52
Ennþá stærra eigum Breim
Steini er sá njóli
Heilabúið hert með reim
Svo ekki um það gjóli
Jón Logi (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 12:13
Er það þessi(í Lyngen)?
https://www.google.com/maps/preview#!data=!1m8!1m3!1d3!2d20.226079!3d69.578141!2m2!1f144.95!2f82.88!4f75!2m9!1e1!2m4!1sObhUKuERReyG1biBvn1ljQ!2e0!9m1!6sStigenveien!5m2!1sObhUKuERReyG1biBvn1ljQ!2e0&fid=5
Magnús Már Magnússon (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 13:03
Lærðu nú eitthvað í bragfræði, Jón Logi.
Þorsteinn Briem, 11.12.2013 kl. 14:33
"Lærðu nú eitthvað í bragfræði...sagði Stúfur, en gleymdi að vitna í sitt ofstuðlaða og óskiljanlega leirhnoð..
Alltaf toppar hann sig, ritsóðinn sá arna...
Már Elíson, 11.12.2013 kl. 14:52
Sýndu mér þá eitt dæmi um þessa meintu ofstuðlun, Már Elíson.
Og að sjálfsögðu skilur þú ekki íslensku.
Þorsteinn Briem, 11.12.2013 kl. 15:20
Steini stynur stuðla hér
Hættir seint að blogga
Hægri maður mikill er
Ætti að vinna á Mogga
HH (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 15:58
Hef verið blaðamaður á Morgunblaðinu, HH.
Og þú ættir einnig að læra eitthvað í bragfræði.
Þorsteinn Briem, 11.12.2013 kl. 16:19
Sá þrettándi var Steini Breim
hann með látum gekk um bæinn
fólk þekkir þennan leiða svein
hann krækir í blogg og er vælin.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 16:21
Lærðu bragfræði og stafsetningu, Helgi Jónsson.
Þorsteinn Briem, 11.12.2013 kl. 16:23
Bragfræði ég ætti að læra
Steini stoltur væri þá
Oft er Steini samt með stæla
Ætti Mogga að vinna á
HH (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 16:58
Ert enn ekki búinn að læra eitthvað í bragfræði, HH.
Þorsteinn Briem, 11.12.2013 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.