Skiptimynt í kjarasamningum ? Burt með stuðning sem gerir fólk háð honum?

Allt frá kjarasamningum 1955 og síðar 1964 og 65 hefur sitjandi ríkisstjórn orðið að taka þátt í að liðka fyrir kjarasamningum.

Þetta hefur kostað peninga úr ríkissjóði á einn eða annan hátt. Varla er hægt að ímynda sér annað en að það stefni í eitthvað svipað nú.

Þá getur verið að það freisti ríkisstjórnarinnar að búa sig undir það fyrirfram að eiga eitthvað útspil uppi í erminni til þess að leggja fram frekar en að standa uppi með ill leysanlega stöðu.

Varla er hægt að komast hjá því að hugleiða, hvort skerðing barnabóta nú, sem komst á minnisblað hjá ríkisstjórninni, hafi verið hugsuð sem undirbúningur fyrir það hjá ríkissstjórninni að eiga það uppi í erminni við lausn kjarasamninga, að bjóða upp á hækkun barnabótanna, sem í raun þýðir að hætta við skerðingu þeirra.  

Talsverð firring sýnist vera fólgin í þeim ummælum Vigdísar Hauksdóttur að ekki megi styðja barnafólk jafn mikið og verið hefur, af því að það verði háð stuðningnum!  

Sem þýðir með öðrum orðum að þessi hluti heimilanna, heimila barnafjölskyldna, sem þyngstur er í rekstri fyrir fólk sem á erfitt með að ná endum saman, er í huga Vigdísar síður verðugur þess að njóta efnda kosningaloforðs Framsóknarflokksins um stuðning við heimilin heldur en heimili hinna ríkari, sem hafa færri á framfæri og verði síður háð stuðningnum!

Stuðningi, sem forsætisráðherra segir heimsmet að umfangi og stærð og boði upprisu millistéttarinnar!

Með rökum Vigdísar gæti orðið brýnt að minnka stuðning við aldraða, öryrkja og sjúka með þeim rökum að þetta fólk verði háð stuðningnum. Mikið er nú gaman að geta dregið ríkisútgjöldin saman á þessum forsendum.

Hætta til dæmis við tækjakaup til Landsspítalans af því að sjúklingarnir verði háðir tækjunum ! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Draugagangur í Svörtuloftum.

Hinn séríslenzki verðbólgu"draugur" steig óvænt á stokk á blaðmannafundi í Svörtuloftum. Söng hann þýðri röddu "Fuglinn í fjörunni, hann heitir...." o.s.frv. Sumir rifa upp atburðina á Saurum. Meðfylgjandi er lýsing á Verðbólgu-Móra. Fyrir þá sem missa trúna á hann við lesturinn, fylgir gæðavottað draugatal. Þar er hans hvergi getið.....

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast

http://www.icelandicwonders.com/Default.asp?Page=271

Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 12:59

2 identicon

Forsætisráðherrann minnir mig orðið á róbót, prógrameraður af almannatenglum og vanhæfum aðstoðarmönnum.

Skelfilegt að horfa upp á fíflaganginn, jafnvel héðan frá útlandinu.

En þetta kusu fávitarnir yfir sig. Verði ykkur að góðu!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 15:15

3 identicon

Og Gylfaginning heldur áfram í boði ASÍ. Hvers vegna hefur ASÍ ekki lagt áherslu á að vítisvélin ("verðtryggingin") sé tekin úr sambandi. Að lögundið arðrán eigi sér stað og skipulögð fjölgun öreiga. Að viðvarandi verðbólga sé í bullandi kreppu er skipulögð glæpstarfsemi gegn heimilunum.

Svar:Forrystumenn þar sitja báðum megin við borið, og allt um kring, gegnum lífeyrissjóðamafíuna.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/12/11/asi_segir_stjornvold_studla_ad_verdbolgu/

Almenningur (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 15:56

4 identicon

Hvað er verið að hnýta i lífeyrissjóðina - okkar? Eru þeir ekki nýbúnir að reiða fram 2 milljarða króna í einkarekið sjúkra-hótel í þágu sjúkra lítilmagna? Ma,ma,ma náttúrlega skilur ekki svona árásir.... Þetta verður náttúruleg gisting á góðu verði fyrir okkur litlu kallana og sona...

Ragnar Reykás (IP-tala skráð) 11.12.2013 kl. 16:05

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alvarlegum augum lít,
illa Framsókn lætur,
í góðu börnin gefur skít,
greiðir engar bætur.

Þorsteinn Briem, 11.12.2013 kl. 17:13

6 Smámynd: Sigurður Antonsson

Jólaleikritið sem boðið er upp á er að nú eigi að viðhalda verðbólgu eins og undanfarin 70 ár. Engar aðrar lausnir en að tefla fram lægst launuðum og draga stjórnvöld inn í samninga. Gefa fátækum brauð eins og segir í biblíunni. Friða þá sem aðeins geta beðið um betri tíð. Alþingi ber ábyrgð á löggjöfinni um vinnumarkaðinn. Það ætti að reyna að breyta leikreglunum og gera menn ábyrgari.

Aðeins í eitt skiptið tókst að halda hér verðlagi niðri með þjóðarsátt. Rök eða skírskotun í dapurlega reynslu er ekki vinsælt. Hér að ofan hefur nær allt verið sagt sem þarf um ástandið, menn forðast samt að tala undir nafni. Feluleikur, við hvað eru menn hræddir?

Sigurður Antonsson, 11.12.2013 kl. 19:05

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Falli gengi íslensku krónunnar töluvert á næstunni skiptir launahækkun nú upp á nokkur prósent litlu máli, þar sem erlendar vörur og aðföng myndu hækka hér mikið í verði.

Og ef launahækkunin yrði mikil skapast hins vegar eftirspurnarverðbólga.

En á meðan hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft getur Seðlabankinn að nokkru leyti stjórnað gengi krónunnar.

Eignir útlendinga í íslenskum
krónum eru hins vegar um eitt þúsund milljarðar og ef gjaldeyrishöftin yrðu afnumin í einu vetfangi myndi gengi krónunnar hrynja enn og aftur.

Og skuldir ríkissjóðs Íslands eru um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna, um 90% af vergri landsframleiðslu.

22.10.2012:


Eignir útlendinga í íslenskum krónum um eitt þúsund milljarðar


30.9.2013:

Skuldir ríkissjóðs Íslands um eitt þúsund og fimm hundruð milljarðar króna

Þorsteinn Briem, 11.12.2013 kl. 20:06

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Besta kjarabótin fyrir þá lægst launuðu væri hækkun skattfrelsismarka. Þá mætti hagræða mikið með því að sameina lífeyrissjóði. Af hverju höfum við tugi lífeyrissjóða þegar við gætum haft einn?

Eg er að taka til hjá mér og hnýt um gamla blaðaúrklippu úr Morgunblaðinu 22. febrúar 1987: Sjálfstæðisflokkurinn andvígur sameiningu lífeyrissjóða (bls. 4). Fyrir þá sem ekki trúa þá er slóðin þessi: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1194992

Mér finnst þetta alveg hreint ótrúlegt að ekki megi sameina sjóðina. Rekstrarkostnaður hvers og eins er kannski ekki nema 0.1 - 0.3% af veltunni en þegar allir lífeyrissjóðirnir eru að rýra heildina, þá verður rýrnunin því meiri sem hver og einn hefur greitt í lífeyrissjóð. Ætli eg hafi ekki borgað í um 10 lífeyrissjóði á ævinni. Einn þeirra er austur í Rangárvallasýslu og eg greiddi í hann á árunum 1974-76. Fyrir vinnuna í Sigöldu keypti eg íbúð í Hlíðunum í Reykjavík. Um 10% af íbúðarverðinu er því bundið í þessum lífeyrissjóði sem mér skilst núna að eg eigi von á 1749 krónur á mánuði eftir tæp 4 ár! Það er ein rauðvínsflaska af ódýrari gerð! Svona hefur rýrnunin orðið skelfilega mikil í höndunum á þessum pólitíkusum. Ef ávöxtunin væri 7.2% á ári ætti höfuðstóllinn að tvöfaldast á hverjum 10 árum, þannig að 10% íbúðin ætti að vera núna eftir tæp 40 ár að vera a.m.k. 80% andvirði sömu íbúðar. Þetta er eitt dæmið af fjölda dæma að varhugavert sé að treysta stjórnmálamönnum og síst þeim sem verða berir að verða margsaga eins og sumir ráðamenn nú til dags og telja sig allt vera fært.

En eins og klóki kaupmaðurinn þá veit hann að aðeins er unnt að blekkja viðskiptavininn einu sinni og þá er hann farinn annað. Við gerum því miður ekki nógu miklar kröfur til fjárgæslumannanna og stjórnmálamannanna.

Guðjón Sigþór Jensson, 12.12.2013 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband