16.12.2013 | 22:51
Vonir jólakattarins vænkast.
Aukin útgjöld um jólin verða ekki umflúinn af neinum. Jólunum fylgja að vísu aukin vinna og umsvif með meiri tekjum en ella hjá mörgum, en það fer að mestu fram hjá öldruðum, öryrkjum og atvinnulausum.
Þess vegna er verið að auka á misréttið með því að neita um desemberuppbót.
"Jólunum á eru allir vinir..." er sungið í laginu um sjö litlar mýs, en vináttan virðis á stundum rista frekar grunnt, og segja má á táknrænan hátt að vonir jólakattarins vænkist við allt sem hjálpar til við að draga úr því að þeir sem verst standa geti tekið þátt í og notið mestu hátíðar ársins.
Kannski má draga þetta saman í þessi skilaboð sem niðurfelling desemberuppbótar felur í sér: Þið fáið enga andskotans desemberuppbót! Gleðileg jól!
Aumt að neita atvinnulausum um desemberuppbót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Étur það sem úti frýs,
engar fær hann spjarir,
aldrei Framsókn aftur kýs,
alltaf samt hún hjarir.
Þorsteinn Briem, 16.12.2013 kl. 23:08
Merkilegt. Þið vinstrimenn höfðuð fjögur ár til þess að setja lög um að desemberuppbót yrði fastur hluti af atvinnuleysisbótum, en gerðuð ekki.
Hvers vegna ekki?
Hilmar (IP-tala skráð) 17.12.2013 kl. 02:49
Ég vissi ekki að Ómar Ragnarsson hefði verið alþingismaður.
Þorsteinn Briem, 17.12.2013 kl. 03:22
1.12.2010:
"Atvinnuleitendur sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins fá eingreiðslu í desember samkvæmt tillögu Guðbjarts Hannessonar, félags- og tryggingamálaráðherra, sem ríkisstjórnin samþykkti í morgun.
Full uppbót er 44.857 krónur en greiðsla hvers og eins reiknast í hlutfalli við rétt hans til atvinnuleysisbóta árið 2010."
Atvinnuleitendur fá desemberuppbót - Vinnumálastofnun
Þorsteinn Briem, 17.12.2013 kl. 03:38
Það er skemmtilegt Steini minn, að þú skulir álíta að einungis þingmenn ráði stefnumörkun. Kannski er það svo hjá ykkur vinstrimönnum, veit ekki, þið hafið svo sem aldrei verið mikið gefnir fyrir lýðræði.
Annars er Ómar ekki venjulegur vinstrimaður eða óbreyttur vinstrimaður, hann gekk með heilann flokk inn í Samfylkinguna, Íslandshreyfinguna. Auðvitað hefur Ómar áhrif innan Samfó, þetta er eiginlega móðgandi í garð Ómars Steini minn, sem eigandi að flokksbroti innan smáflokks Samfylkingar hefur hann örugglega áhrif á stefnu hans.
Og ber þá væntanlega ábyrgð á því sem ekki var gert.
Hilmar (IP-tala skráð) 17.12.2013 kl. 03:45
Ef það er að vera hægrisinnaður að neita atvinnulausum um desemberuppbót er ég hæstánægður með að vera það ekki.
Þorsteinn Briem, 17.12.2013 kl. 05:00
Hann uppbótar Steini til hægri er
ekki er um það vafi
Hann kýs ei framsókn
og það er vel
og hann er ábyggilega góður afi.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 17.12.2013 kl. 15:06
Mikill vafi á að ég sé vinstri eða hægri afi.
Þorsteinn Briem, 17.12.2013 kl. 15:44
Hér að ofan er því haldið fram að ráðandi þingmeirihluti undanfarin fjögur ár hafi ekki innleitt desemberuppbót fyrir atvinnulausa. Samt er rætt um að leggja hana niður. Hvernig er hægt að leggja það niður eða hætta við það sem aldrei hefur verið ákveðið?
Ómar Ragnarsson, 17.12.2013 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.