20.12.2013 | 10:41
Eftirminnilegasta gamanmyndin frá æskuárum mínum.
The Secret Life of Walter Mitty var eftirminnilegasta gamanmynd sem ég sá sem ungur drengur, líklega 7-8 ára gamall.
Mig minnir að hún hafi verið sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði og þetta var myndin sem gerði hinn óviðjafnanlega gamanleikara Danny Kay einn af frægustu kvikmyndaleikurum heims og vafalaust frægasta gamanleikarann að frátöldum Charles Chaplin.
Einkum man ég eftir hvað ég hló mikið þegar hann faldi sig í stórri búð með því að þykjast vera stór standlampi eða eitthvað slíkt.
Helst vildi ég sjá báðar myndirnar aftur, þá gömlu og þá nýju, og bera þær saman.
Mjög skemmtileg mynd og mikið hlegið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið er ég sammála Ómari. Charles Chaplin og Danny Kay voru þeir bestu.
Sá einnig myndina, The Secret Life og Walter Mtty, með Danny Kay, en var lítt hrifinn. Hafði nefnilega lesið þessa bestu sögu eftir James Thurber, og sagan er ekki efni í kvikmynd. Ekkert einsdæmi, hef í huga snjallar sögur eins og True Grit eða To Kill a Mockingbird, kvikmyndirnar einskis virði.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.12.2013 kl. 11:34
Í Mánudagsblaðinu 10.10.1949 segir um þessa kvikmynd sem sýnd var í Gamla bíói þá um haustið. Mánudagsblaðið var líklega einna fyrst að birta kvikmyndagagnrýni eða öllu heldur yfirlit um kvikmyndir sem sýndar voru í bíóhúsum skömmu eftir stríð. Slóðin á umfjöllun Mánudagsblasins er: http://timarit.is/files/13067839.pdf
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 20.12.2013 kl. 11:37
The Secret Life of Walter Mitty er ein af beztu gamanmyndum sem maður sá á ungdómsárunum. Danny Kaye var einn allra bezti gamanleikari tuttugustu aldarinnar en hann hvarf úr kvikmyndabransanum fremur snemma og helgaði sig barnahjálp. Smásagan eftir Thurber er ekki löng en afburðasnjöll og ég held að gera mætti margar góðar myndir úr henni - ekki síst með því að bæta við hana vel skrifuðum atriðum - fyrir snjalla gamanleikara. - Svo má snúa þessu með sögu Hemingways - To Have and Have Not - sagan ekkert sérstök en myndin með þeim Humphrey Bogart, Laureen Bacall, Hoagy Carmichael og Walter Brennan o. fl. í leikstjórn Howard Hawkes er mjög gott verk.
Pétur Jósefsson (IP-tala skráð) 20.12.2013 kl. 15:03
Hún er mér enn î minni. En held að hún hafi verið sýnd í Gamla bíóí. Man einhver betur?
Eiður (IP-tala skráð) 20.12.2013 kl. 16:57
Og hver hefði trúað því 1948 að Seyðisfjörður væri kominn inní framtíðarmyndina 2013?
http://www.youtube.com/watch?v=PafDMB8IBvI
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.12.2013 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.