Sérstök fræðigrein með "Gríðarvöl" í hendi.

Það má kalla það sérstaka fræðigrein að þekkja straumvötn og finna bestu vöðin yfir þau og slíkt lærist ekki nena með langri reynslu eins og Gísli Ólafur Pétursson er gott dæmi um.

Í sumar lauk ég við að gera sérstaka mynd sem ber heitið "Akstur í óbyggðum" og var frumsýnd á Degi íslenskrar náttúru. Hún ætti að geta verið komið í gagnið næsta sumar í upphafi ferðamannatímans um hálendið.

Í myndinni bregður fyrir köflum úr svipaðri sjónvarpsmynd sem ég gerði fyrir 35 árum með þjóðsagnapersónunni Guðmundi Jónassyni.

Þar förum við inn í Þórsmörk og að Krossá, þar sem bíll hafði lent í hremmingum viku fyrr. Þá hafði straumþunginn verið mikill og við það að lenda með annað framhjólið uppi á steini í ánni nægði það til að halla honum nægilega mikið til þess að velta bílnum.

Í þessu ferðalagi eða öðru,´sem ég fór síðar með Guðmundi sagði hann mér frá stafnum eða stönginni sem hann notaði við að vaða varasamar ár. Nafnið á verkfærinu var "Gríðarvölur".

Guðmundur óð út í Krossá í myndinni, fann steininn og fjarlægði hann.

Hann óð einnig yfir Jökulsá til að finna besta vaðið fyrir fólksbíl yfir hana.

Jón bróðir minn var í tíu sumur í Öræfasveit þegar þar voru allar ár óbrúaðar og lærði þessa kúnst svo vel, að enda þótt ég reyndi að læra af honum, var það hann sem ég treysti á í röllunum, sem við fórum í.

Í því erfiðasta, ralli fyrir alvöru jeppa á stórum dekkjum, fórum við á Subaru yfir ár, sem jepparnir DSC00230flöskuðu á og í gríðarlegu flóði í Gilsá austast í Fljótshlíð sigldum við Subarunum niður ána undan straumnum !

Af því og afrekum Subarusins bæði í því ralli og í alþjóðarallinu, sem skilaði Helgu minni og Ninnu dóttur minni fyrstum kvenna í mark í alþjóðlegri rallkeppni daginn áður en við bræðurin tókum hann í jepparallið mætti segja ítarlegri sögu, en í akstrinum á honum yfir árnar kom vel í ljós hve mikilvæg löng og fjölbreytileg reynsla er í svona ferðalögum.

En myndin hér á síðunni er af Subaru ´81 í minni eigu, þar sem hann er í leiðangri í Gjástykki fyrir nokkrum árum. Hann brillerar í myndinni "Akstur í óbyggðum" og ég er nú að leggja af stað á honum frá áritunum á Akureyri til Reykjavíkur.   


mbl.is Veður árnar og finnur vöðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enga þarf hann Ómar brú,
ætíð er í ralli,
siglir þar á Subaru,
af sumarglöðu balli.

Þorsteinn Briem, 21.12.2013 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband