23.12.2013 | 22:32
Hreinsa bílana áður en frystir.
Þegar frystir eftir slyddu eða snjókomu í frostleysu getur verið erfitt að opna bíla og hreinsa þá fyrir akstur. Því rétti tíminn til að gera þetta áður en farið er í háttinn í kvöld, því að framundan er köld norðanátt svo langt sem séð verður fram í tímann.
Nú um jólin þurfa flestir að hafa bílana tiltæka til að fara á milli ættingja og vina þar sem á annað borð verður fært vegna veðurs, en óveður verður víðast um land, en þó síst á suðvesturhorninu.
Ég dreif mig í það í kvöld að hreinsa þá bíla, sem ég vil hafa tiltæka hvenær sem ástæða gæti orðið til tafarlausrar brottfarar.
Það getur líka verið jólasteming í snjókomunni, sem var að renna sitt síðasta að ég vona.
Gaman væri að vita hvort þessi desembermánuður verður ekki með fleiri snjóþekjudaga en flestir desembermánuðir síðustu árin.
Af því að þetta er dimmasti mánuðurinn á norðurhveli jarðar kemur best að hafa hvíta jörð í honum.
Þá eiga upphafsorðin í "Er líða fer að jólum..." síður við: "Drungi í desember..."
Ekki var minna atriði að hreinsa af FRÚnni en bílunum, sem er allmikið verk, því að skafa þarf eða moka snjó af um 20 fermetra yfirborði svo að hún sé fleyg.
Þar að auki kostar klakahögg og snjómokstur að snúa henni í hálfhring og binda hana vel niður áður en vindurinn snýst í hvassa norðanátt.
Tölvan mín er með leiðindi gagnvart myndkortum og myndkortalesurum svo að það gæti farið svo að ég geti ekki sett þær myndir inn á facebook og blog.is sem ég gjarnan vildi af því að það eru nú einu sinni að koma jól.
Bíður fyrramáls að finna út úr því. Útilokunaraðfer við rannsókn mína bendir til að tengingin milli kortalesara og tölvu sé biluð.
Sé svo, er hægt að bjarga því í fyrramálið eða jafnvel fyrir lokun búða í kvöld.
Tek það hinsvegar fram að ég er einhver vonlausasti maður sem fyrirfinnst til að ráða fram úr bilunum varðandi tölvur og myndavélar.
Óveður á Holtavörðuheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
28.12.2011 (fyrir tveimur árum):
Alhvít jörð í Reykjavík 25 af 27 dögum í desember og áfram snjóar
Þorsteinn Briem, 23.12.2013 kl. 23:41
Ég bý svo vel að hafa olíufýringu í heimilisbílnum, það er alger snilld að geta sest út í hýjan bíl eftir að fýringin hefur fengið að ganga í ca. 20 mín.
Sigurður A Magnússon (IP-tala skráð) 24.12.2013 kl. 01:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.