1.1.2014 | 04:05
Einstakir bræður.
Bræðurnir Helgi og Sveinbjörn Björnsson eru einhverjir vönduðustu mannkostamenn sem ég hef kynnst. Þeir eiga ekki langt að sækja vísindahæfileikana því að faðir þeirra, Björn Sigfússon, var einn merkasti vísindamaður landsins á sinni tíð.
Ég kynntist Sveinbirni í för 30 framhaldsskólanema á alþjóðlegt æskulýðsmót í Kaupmannahöfn sumarið 1955. Í þeirr för varð hann sjálfkrafa forystumaður okkar og talsmaður vegna verðleika sinna.
Síðan hef ég haft mikil samskipti við þá báða sem fréttamaður í áratugi og er óhætt að segja að meiri ljúflinga og hógværari menn er erfitt að finna.
Það er mikil gæfa að eiga slíka vini og gæfa fyrir þjóðina að eiga slíka menn.
Helgi Björnsson heiðraður fyrir störf sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einstakir bræður, mikið rétt. Og á milli Sveinbjörns og Helga er Sigfús. Einnig sterk greindur og náttúruvísindamaður.
Faðir þeirra var Björn Sigfússon (1905-1991), eins og lesa má fyrir ofan.
Þingeyingur, stórgáfaður, en talinn sérkennilegur.
Nýárskveðjur frá Sviss.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.1.2014 kl. 10:28
Allt þetta fólk er mikið mannkostafólk, hlédrægt en vinnur sín merku störf án þess að kalla til háværra fjölmiðla og flugeldasýninga eins og sumum er tamt.
Guðjón Sigþór Jensson, 1.1.2014 kl. 13:27
Ekki efa ég mannkosti Sigfúsar eins og hann á kyn til. En honum hef ég ekki kynnst heldur aðeins Sveinbirni og Helga.
Ómar Ragnarsson, 1.1.2014 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.