2.1.2014 | 19:40
Ein skærasta bernskuminningin: Walter Mitty 1947.
Frá fyrstu benskuárum mínum man ég óljóst eftir myndum Chaplins og myndum með Gög og Gokke, Litla og stóra og Abbott og Costello.
Eina myndin sem stendur ein og sér í minningunni er myndin "Dagdraumar Walters Mittys" og þá einkum eftirminnileg frammistaða gamanleikarans Danny Kay sem með þeirri mynd skaust efst upp á stjörnuhimin gamanleikara í kvikmyndum þar sem hann sat að mestu óáreittur næstu tvo áratugina.
Lék síðar í ýmsum gamanmyndum og söng bara dável ef svo bar undir. Sú síðasta sem ég man eftir var myndin Court Jester eða Hirðfíflið.
Danny Kay var síðan um árabil með vinsæla sjónvarpsþætti undir eigin nafni og var einkar laginn við að herma eftir Þjóðverjum eða fólki með þýskan hreim.
Eins og gjarnan vill verða rennur minningin um myndina um Walter Mitty frá 1947 dálítið saman svo að ekkert eitt atriði stendur upp úr svo löng seinna. Og þó. Ógleymanlegt er atriðið þar sem skúrkar eltu Mitty inn í stórverslun og hann faldi sig eldsnöggt með því að þykjast vera standlampi !
Greip hjálm ofan af standlampa ef ég man rétt, setti hann á höfuðið og stóð sem steinrunninn.
Af því að nú eru dagar nýjársóskanna læt ég fylgja með brot úr texta við eina lagið sem man eftir með Danny Kay og læt lauslega þýðingu yfir á ástkæra ylhýra fylgja með:
Life could´nt better be,
better be,
better be!
Life could´nt better be!
No, sir, no, sir, no siree!
Lífið er ljúft hjá mér,
ljúft hjá mér
eins og er !
Lífið er ljúft hjá mér,
ljúft og gott sem betur ber !
Walter Mitty varð til árið 1939 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.