Man einhver eftir ţessum bílum ?

Í tengslum viđ "Naumhyggjubílasafn Íslands" sem er áhugamál mitt leitar hugur minn oft til bíla, sem ekki voru örbílar en hins vegar langódýrustu bílarnir eđa ţeir minnstu eđa ódýrastir af sínu tagi.

Ég hef nú umráđ yfir rúmlega tug örbíla sem kandídata fyrir safniđ en auk ţess yfir nokkrum fleiri bílum, sem ekki eru örbílar en eru annađ hvort nú eđa voru á einhverjum tíma minnstir af sínu tagi eđa "ódýrastir".

Dćmi um ţá er "ódýrasti húsbíll landsins", UAZ 52, frambyggđur Rússi 1972, -   "minnsti jöklajeppi landsins", Suzuki Fox 1986,  -   "minnsti Toyota jöklajeppi landsins, 2ja manna Hilux árgerđ 1989  - minnsti bíll landins 1956-1959, Fiat 600/Zastava 750, - og minnsti 5 manna bíllinn á markađnum 1984-1988, Daihatsu Charade ´86. Garant_32_1956_außen[1]

Í Útvarpshúsinu hefur veriđ til mynd af fyrrum Útvarpshúsi viđ Skúlagötu og ég hef gamnađ mér viđ ađ aldursgreina myndina međ ţví ađ nota mér ţađ, ađ stór austur-ţýskur sendibíll af gerđinni Garant 32 stóđ fyrir utan húsiđ.

Ţetta voru á árunum 1957-59 ásamt IFA P-70, lélegustu bílar, sem fluttir voru til landsins og entust nánast ekki neitt. IFA_P_70_Limousine[1]

Af ţeim sökum var ljóst ađ myndin af útvarpshúsinu gat ekki veriđ eldri en frá 1957 og ekki yngri en frá 1960 !

Ég man vel eftir ţví ţegar IFA P-70 var fyrst sýndur, annađ hvort í ţáverandi húsi Sveins Egilssonar eđa húsi áföstu ţví.

Hann var međ ţversum tvígengisvél frammi í og framhjóladrif.

Hćgt var ađ fá hann bćđi sem venjulegan stallbak og líka sem skutbíl, eins og sést á međfylgjandi myndum.  

Sölumađurinn fullyrti ađ vegna ţess ađ bílinn vćri úr pappaplasti vćri hann undraléttur og benti á tölu í bćklingi, 560 kíló! IFA P-70

Ţetta ţótti hér merkilegt og nćsta ótrúlegt, ţví ađ bíllinn var 3,73 m á lengd og um 1,50 á breidd og ţví langtum léttari en nokkur annar bíll af ţeirri stćrđ ef ţetta var rétt.

Ţegar ég fór ađ skođa tölurnar nánar kom í ljós ađ ţetta var ađeins ţyngdin á öđrum ás bílsins fullhlöđnum ! Fullhlađinn vó bíllinn tćplega 1200 kíló.

Síđar komst ég ađ ţví ađ bílinn var milli 800 og 900 kíló ađ ţyngd tómur og ađ međ ađeins rúmlega 600 rúmsentimetrá 22ja hestafla tvígengisvél var hann algerlega kraftlaus og komst varla yfir 80 kílómetra hrađa !

Sem dćmi um hrákasmíđ á bílnum má nefna, ađ botninn á farangursgeymslunni var úr lélegum krossviđi sem var ekki einu sinni almennilega fastur heldur gat losnađ viđ minnsta áreiti !

En ţetta var langódýrasti nýi bíllinn á markađnum áriđ 1957.

Á ţessum árum voru einnig fluttir inn nokkrir Wartburg-bílar frá Austur-Ţýskalandi, sem voru mun skárri, úr stáli og međ 900 cc vél sem skilađi ţeim miklu betur áfram.

Trabant tók viđ af P-70 1959 og var 250 kílóum léttari og mun betur hannađur bíll. Trabant verđur auđvitađ ađ vera á naumhyggjubílasafni ef af verđur enda skásti austur-ţýski bíllinn.

En nú er ţađ spurning mín, og kannski er hún of seint fram komin: Eru einhverjir sem kynntust P-70 og Garant 32 eđa vita eitthvađ um ţessa bíla og gćtu ţeir upplýsingum um ţađ til mín? Eiga kannski myndir af ţessum bílum?  

Garant var dísilknúinn og međ alveg sérstaklega grófu og hávćru vélarhljóđi, ađeins framleiddur á árunum 1957-61 og var notađur á sendibílastöđvum og víđar.

Myndin, sem fylgir hér af honum, er sú eina sem ég gat fundiđ á netinu, og er af pallbílsgerđ hans.

Ţessir bílar eru ekki einasta vitnisburđur um naumhyggju í bílaeign, sem gat höfđađ til  nokkra Íslendinga á ţessum árum, heldur fela ţeir líka í sér pólitískar minjar um gjaldeyris- og haftastefnu vinstri stjórnarinnar 1956-1958 sem og afleiđingar af ţorskastríđi Íslendinga og Breta, sem leiddi af sér innflutningsbann á íslenkum fiski til Bretlands og vöruskiptasamninga viđ kommúnistalönd Austur-Evrópu.    


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góđan dag. Garant 32 http://de.wikipedia.org/wiki/Ph%C3%A4nomen_Granit_30K

rćddi einu sinni viđ innflytjandann sem var kenndur viđ Pólar rafgeymar en man ekki nafniđ. Hann sagđi ađ vitleysa í viđhaldi hafi veriđ orsök bilana. T.d. hafi ţessi loftkćlda díeselvél veriđ ţannig ađ menn hafi ekki gert sér grein fyrir ţví ađ sílendrar ţöndust viđ hitann og ekki mćtti ţví herđa boltana sem héldu ţeim viđ blokkina međ kalda vélina Ţađ átti ađ vera slaki á boltunum til ţess ađ mćta ţaninu. Hann tíndi til fleiri atriđi sem ég man ekki glöggt. Man sjálfur eftir nokkrum nýjum sem stóđu lengi viđ Kársnesveg rétt hjá Ţórđi í Sćbóli og báru beinin ţar. Ég hef síđustu tćp 8 árin búiđ međ annan fótinn í Ţýzkalandi (34289 Zierenberg) og hef séđ svona bíla á dellukallamótum í frábćru nothćfu standi og eigendurna međ krónískt bros á andliti. Kćr kveđja Magnús

Magnús Ólafsson (IP-tala skráđ) 10.1.2014 kl. 13:42

2 identicon

Mig minnir ađ Guđmundur Brynjar  bróđir minn hafi um tíma átt Garant. Hljóđiđ î vélinni var eins og veriđ vćri ađ rústberja stálskip! Ţetta voru stórir sendibîlar, ţeir entust svona 1-2 ár. Hann keyrđi líka um tíma IFA vörubíl sem var sömu ćttar og álíka endingargóđur!

Eiđur (IP-tala skráđ) 10.1.2014 kl. 14:55

3 identicon

Flestir trillukarlar kannast viđ DNG fćravinduna, sem hefur veriđ framleidd á Akureyri í 20 ár.

Einstakur mótor vindunnar á uppruna sinn í startara úr P-70 bíl. Flestir startarar nota einhvers konar gírun til ađ snúa mótorum, en P-70 startarinn sneri sveifarásnum beint. Hugvitsmennirnir Nils og Davíđ Gíslasynir ţróuđu síđan vinduna ásamt tilheyrandi rafeindabúnađi.

Kann ekki ađ skýra ţetta nánar, en skemmtileg tenging austur ţýsks iđnađar og íslenskrar hátćknivöru. Vindurnar eru ţekktar fyrir góđa endingu, öfugt viđ bílana.

grúskari (IP-tala skráđ) 10.1.2014 kl. 18:30

4 identicon

Sćll Ómar og gleđilegt ár.

Ţví miđur ţekki ég hvorugan bílinn en Wartburg fékk ég nýjan á međan ég bjó fyrir norđan og fór bara vel um okkur hjónin og 2 börn og mjúkur var hann.

Viđ vorum eitt sinn fyrir jólin á leiđ heim og í Norđurárdal voru flutningabílar og var veriđ ađ keđja ţá og kom einn bílsjórinn til min og sagđi varla hćgt ađ fara á svona plastkassa yfir Holtavörđuheiđi vegna ófćrđar og frosts.

Bađ um ađ hann kikti eftir mér í speglum en ég ćtlađi yfir og ţađ varđ úr en ég hélt um tíma ađ ég vćri á jeppa ţví hryggir eftir flutningabílana voru misháir og ađ renna í gegn var ekkert mál og yfir komumst viđ og heim á Skagaströnd.

Bíllinn reyndist okkur vel ţann tíma sem viđ áttum hann en veturnir voru kaldir ţví hitinn kom af pústinu og ţví ţurfti ađ ţenja vélina til ađ fá blástur upp á rúđur og á gólfiđ og svo ţurfti náttúrulega ađ hafa međ kertalykil ef sót fór á milli á kertum og ekkert mál ađ stoppa og blása úr millibilinu.

Eitt sinn var bakkađ á framhurđina min megin svo ađ hún dćldađist og varđ bílstjórinn kona alveg miđur sin en ég setti bara hnéđ í spjaldiđ or wola dćldin hvarf og svipurinn á blessađri konunni.

Ţór Gunnlaugsson (IP-tala skráđ) 11.1.2014 kl. 13:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband