Sofandaháttur og andúð gagnvart grasrót flugsins.

Komið hefur fram að ákveðið hafi verið að allt leiguflug, kennsluflug og flug smærri flugvéla verði burtrekið frá Reykjavík á árinu 2025. Mikil skammsýni og þröngsýni felst í þessu sem og skipulagðri aðför gegn Reykjavíkurflugvelli, sem staðið hefur í 35 ár.

Reykjavík var vagga flugs á Íslandi frá 1919 og Reykjavíkurflugvöllur vagga grasrótarinnar, flugnáms og flugreksturs frá því að völlurinn var byggður.

Völlurinn fóstraði Flugfélag Íslands, Loftleiðir, Flugsýn, Flugþjónustu Björns Pálssonar, Vængi, Arnarflug, Flugfélagið Erni, Þyt, Flugstöðina, Odin Air, Flugskóla Helga Jónssonar, Flugskóla Íslands, Íslandsflug, Landhelgisgæsluna, Þyrluþjónustuna, svo eitthvað sé nefnt, auk allra fyrirtækjanna og stofnananna sem þjóna fluginu og þúsundir manna eiga atvinnu sína undir.

Nú er auglýst eftir flugmönnum og flugfólki í stórum stíl og ljóst er að það verður skortur á nýjum íslenskum flugmönnum.

Eðlileg viðbrögð við þessu væri að hlúa betur að grasrótinni á Reykjavíkurflugvelli, því að þar eru langbestu aðstæðurnar fyrir hana, bæði hvað snertir veðurfar, flugvöll og öll skilyrði nærsamfélagsins. 

Ég læt líka segja mér það tvisvar að öllu leiguflugi skuli úthýst frá vellinum. Á fólk þá að fara til Keflavíkur í öfuga átt við flugleiðina þegar það vill fara í leiguflug?  

Sem dæmi um sívaxandi takmarkanir má nefna það að á virkum dögum er bannað að lenda nema eina lendingu á hverju loftfari eftir klukkan fimm á virkum dögum og eftir klukkan fjögur á sunnudögum, rétt eins og fólk sé að fara að sofa svona snemma.  

Skilningur virðist á gildi samgangna á landi og sjó og gildi hinna mismunandi atvinnugreina en hins vegar einkennileg andúð á því sem tengist samgöngum í lofti.

Að vísu kemur hvað eftir annað fram í skoðanakönnunum að 70% borgarbúar vilji hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er, en svo er að sjá sem ráðamenn í borginni séu staðráðnir í að hafa þann vilja að engu.     


mbl.is 300 þreyttu flugverjapróf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á Hólmsheiði er nægt rými fyrir alhliða innanlandsflugvöll, kennsluflug, einkaflug og flugsvið Landhelgisgæslunnar."

Þorsteinn Briem, 5.1.2014 kl. 19:40

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég veit ekki til þess að nokkur maður sé á móti flugvöllum.

Þú verður að
fara rétt með í þessu máli eins og öðrum, Ómar Ragnarsson, ekki síst þar sem þú ert fréttamaður.

Og ef menn berjast fyrir eða gegn einhverju máli verða þeir að gera það á réttum forsendum.

Annars missa þeir trúverðugleika sinn í málinu.

Undirskriftir um Reykjavíkurflugvöll í fyrra, 2013, voru einungis um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í alþingiskosningunum í fyrra.

Samt staglast sumir á því að meirihluti þjóðarinnar hafi tekið þátt í þessari undirskriftasöfnun.

Þar að auki voru þessar undirskriftir langt frá því að vera eingöngu undirskriftir Reykvíkinga.

Undirskriftasafnanir og skoðanakannanir eru ekki kosningar, sem hafa nú þegar farið fram um að Reykjavíkurflugvöllur fari af Vatnsmýrarsvæðinu en ekki að flugvöllurinn fari af höfuðborgarsvæðinu.

Og ekki er kosið um nákvæmlega sama mál þar til einhverjir verða ánægðir með niðurstöðuna.

Hagfræðistofnun reiknaði með 38 milljarða króna þjóðhagslegum ábata af flugvelli á Hólmsheiði
og 18 milljarða hagnaði ríkissjóðs, 26 milljarða hagnaði borgarsjóðs og 11,5 milljarða hagnaði íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Hins vegar yrði töluvert minni ábati af flugvelli á Lönguskerjum.

Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar - Sjá bls. 87

Þorsteinn Briem, 5.1.2014 kl. 20:07

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég minntist hvergi á undirskriftirnar, aðeins á ítrekaðar skoðanakannanir.

Ómar Ragnarsson, 5.1.2014 kl. 20:25

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég skrifaði hér að ofan að sumir hefðu staglast á því að meirihluti þjóðarinnar hafi tekið þátt í þessari undirskriftasöfnun um Reykjavíkurflugvöll í fyrra.

Færsla Reykjavíkurflugvallar er langtímamál sem bæði borgarstjórn og Reykvíkingar hafa í kosningum fyrir löngu tekið ákvörðun um.

Og gengur ekki að hringla með það endalaust fram og til baka, frekar en staðsetningu Landspítalans, sem borgarstjórn hefur tekið ákvörðun um að verði áfram við Hringbraut.

Þorsteinn Briem, 5.1.2014 kl. 21:05

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykvíkingar eru um 37% þjóðarinnar og Reykjavíkurborg gæti tekið þátt í kostnaðinum við að færa Reykjavíkurflugvöll til Hólmsheiðar eða í Skerjafjörð, enda eiga bæði ríkið og Reykjavíkurborg landið þar sem flugvöllurinn er nú.

Reykjavíkurborg á
hins vegar meirihlutann af því landi ásamt einkaaðilum, 58%, eða 87 hektara af 150.

Og búið er að gera úttekt á færslu Reykjavíkurflugvallar.

Mun líklegra er hins vegar en áður að hraðlest gangi á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar vegna stóraukins fjölda erlendra ferðamanna sem fara þar á milli.

Það breytir
hins vegar ekki því að hagkvæmt geti verið að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á höfuðborgarsvæðinu.

Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar

Þorsteinn Briem, 5.1.2014 kl. 21:52

6 identicon

Nú hefur það marg komið framm að Hólsmsheiði er ekki að gera sig sem stæði fyrir flugvöll í borgini. þá standa Löngusker eftir. það er mjög, mjög dýr leið. Vilja menn velja þá leið? þessi flugvöllur er góður þar sem hann er og er búin að vera síðan 1941. þessi völlur er ekkert að fara og það vitum við öll.

ólafur (IP-tala skráð) 5.1.2014 kl. 22:47

7 Smámynd: Þorkell Guðnason

Ómar, takk fyrir þarft innlegg.

Eins og þekkt er í náttúrinni, hefur gaukur rænt hreiðrinu og ryður þínum eggjum frá. Sá telur sig eiga það skuldlaust og lítur nú sem endranær á þitt hreiður sem sitt.

Löngu tímabært að þar verði breyting á.

Þorkell Guðnason, 5.1.2014 kl. 22:56

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Öllum er frjálst að senda athugasemdir inn og skrifa um það sem þá lystir, jafn mikið og oft og þeir vilja, - einnig og lesa eða lesa ekki það sem þá lystir.

Ég lagði upp með þetta fyrir sjö árum og það stendur."

Ómar Ragnarsson, 4.1.2014 kl. 20:00

Þorsteinn Briem, 5.1.2014 kl. 23:21

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á árunum 2002-2004 var nýtingarhlutfall Reykjavíkurflugvallar og Vestmannaeyjaflugvallar um 98%.

Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2007-2018, bls. 30


"Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum hefur frá árinu 1921 verið veðurathugunarstöð, sem er fræg fyrir að hafa mælt einn mesta vindhraða sem mælst hefur á norðurhveli jarðar."

Ef innanlandsflugvöllur getur ekki verið á Hólmsheiði getur millilandaflugvöllur heldur ekki verið á Ísafirði.

Hagfræðistofnun reiknaði með 38 milljarða króna þjóðhagslegum ábata af flugvelli á Hólmsheiði
og 18 milljarða hagnaði ríkissjóðs, 26 milljarða hagnaði borgarsjóðs og 11,5 milljarða hagnaði íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Hins vegar yrði töluvert minni ábati af flugvelli á Lönguskerjum.

Þorsteinn Briem, 5.1.2014 kl. 23:36

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn munu leika lausum hala enn um sinn en að sjálfsögðu ekki út í það óendanlega.

Samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup, sem fyrirtækið birti síðastliðinn mánudag, hefur Framsóknarflokkurinn nú 16,4% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn 25,3%, eða samanlagt 41,7%.

Og Samfylkingin hefur nú samkvæmt þessari könnun 15,1% fylgi, Björt framtíð 13,1%, Vinstri grænir 13,3% og Píratar 10,7%, eða samanlagt 52,2%.

Þorsteinn Briem, 5.1.2014 kl. 23:42

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Harla ólíklegt er að flugvallarmálið hafi breytt einhverju til hins verra fyrir Besta flokkinn í Reykjavík.

Þar að auki eru sumir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fylgandi því að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu.

Og Vinstri grænir gætu myndað meirihluta með Samfylkingu og Bjartri framtíð (Besta flokknum) í Reykjavík.

20.10.1013:


Besti flokkurinn fengi sjö borgarfulltrúa

Þorsteinn Briem, 5.1.2014 kl. 23:54

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.10.2013 átti þetta nú að vera.

Flugsvið Landhelgisgæslunnar yrði einnig á innanlandsflugvellinum á Hólmsheiði
og hægt að flytja sjúklinga þaðan með þyrlu Gæslunnar á þyrlupall Landspítalans við Hringbraut, ef á þyrfti að halda.

Það tæki um þrjár mínútur, jafn langan tíma og nú tekur að flytja sjúklinga með sjúkrabíl frá flugvellinum á Vatnsmýrarsvæðinu að Landspítalanum við Hringbraut.

Lóðir á Vatnsmýrarsvæðinu og þar nálægt eru mun dýrari en á Hólmsheiði.

Reykjavíkurborg - Hæsta tilboð í byggingarétt á lóð fyrir fjölbýlishús með 28 íbúðum í Fossvogi um 370 milljónir króna


Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65


Og þeir sem starfa bæði og búa vestan Kringlumýrarbrautar, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu, geta gengið eða hjólað í vinnuna eða skólann, í stað þess að fara þangað akandi frá austurhluta Reykjavíkur, sem veldur mun meiri innflutningi á bensíni, meira sliti á götum og bílum, meiri mengun, mun fleiri árekstrum og slysum.

Reykvíkingar starfa flestir vestan Kringlumýrarbrautar og þar er nú verið að þétta byggðina.

Kannanir sýna að helmingur núverandi starfsmanna Landspítalans býr í innan við 14 mínútna hjólafjarlægð í vinnuna og fjórðungur starfsmanna býr í innan við 14 mínútna göngufjarlægð.

Þar er langtímastaðsetningin farin að móta rétt búsetumynstur, þar sem fólk býr nálægt vinnustað en keyrir ekki borgarenda á milli.

Deiliskipulag fyrir Landspítala við Hringbraut samþykkt


Hagfræðistofnun
reiknaði með 33 milljarða króna þjóðhagslegum ábata af flugvelli á Lönguskerjum og 12 milljarða hagnaði ríkissjóðs, 26 milljarða hagnaði borgarsjóðs og 11 milljarða hagnaði íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 87

Þorsteinn Briem, 6.1.2014 kl. 00:55

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir góða færslu og þarfa Ómar.

Meirihluti borgarstjórnar er alveg úti á túni í flugvallarmálinu og virðist staðráðin að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og ætlar að hafa að engu sögulega metþátttöku í undirskriftasöfnun.

Hólmsheiði er ekki í myndinni er það ekki ljóst?. En ef farið verður í uppfyllingu á Lönguskerjum og völlurinn fluttur þangað, segja þá ekki vitringarnir í borgarstjórninni - heyrðu, þetta er alveg kjörið byggingarland og gífurlega verðmætt - völlinn burt!

Ef Reykjavíkur flugvöllur verður aflagður - þarf þá borgin ekki  að greiða fullt endurstofnsverð fyrir völlinn eða er gert ráð fyrir að hún að fá hann fyrir slikk?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.1.2014 kl. 01:08

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tugmilljarða króna hagnaður yrði af því að færa Reykjavíkurflugvöll á Hólmsheiði eða Löngusker, bæði fyrir ríkið og Reykjavíkurborg, eins og fram kemur í athugasemdum nr. 2 og 12 hér að ofan.

Og innanlandsflugvöllur getur verið annað hvort á Hólmsheiði eða Lönguskerjum.

Reykjavíkurborg
og einkaaðilar eiga meirihlutann af því landi á Vatnsmýrarsvæðinu þar sem flugvöllurinn er nú, 58%, eða 87 hektara af 150.

Ég veit ekki til þess að ríkið hafi greitt Reykjavíkurborg leigu fyrir það land sem er í eigu Reykjavíkurborgar á Vatnsmýrarsvæðinu.

Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.

Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2007-2018

Þorsteinn Briem, 6.1.2014 kl. 01:55

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ríkinu og Reykjavíkurborg er ekki stjórnað samkvæmt skoðanakönnunum og undirskriftasöfnunum.

Ef svo væri þyrfti núverandi ríkisstjórn að segja af sér nú þegar
, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa nú einungis samanlagt 42% fylgi, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var síðastliðinn mánudag.

Og undirskriftir um Reykjavíkurflugvöll í fyrra, 2013, voru einungis um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í alþingiskosningunum í fyrra.

Kosningar
um flutning Reykjavíkurflugvallar af Vatnsmýrarsvæðinu hafa nú þegar farið fram og ekki er kosið um nákvæmlega sama mál þar til einhverjir verða ánægðir með niðurstöðuna.

Þorsteinn Briem, 6.1.2014 kl. 02:19

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.

Ríkið hefur hins vegar ekki greitt Reykjavíkurborg leigu fyrir þetta land.

Og ef ríkið vildi taka þetta land eignarnámi þyrfti það væntanlega að greiða Reykjavíkurborg tugmilljarða króna í eignarnámsbætur.

Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg gæti því væntanlega krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið 68% verðbólga hér á Íslandi.

Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65


Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.

Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2007-2018


Þar að auki er engin ástæða fyrir Reykjavíkurborg að búa til landfyllingu í Skerjafirði undir íbúðabyggð, þar sem borgin á nú meirihluta Vatnsmýrarsvæðisins ásamt einkaaðilum.

Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands fjölgar þeim sem búa hér á Íslandi um 16 þúsund, eða 5%, á fimm árum frá 1. janúar 2013 og þá bjuggu hér um 322 þúsund manns.

En 1. október síðastliðinn bjuggu hérlendis um 325 þúsund manns og fjölgaði því um þrjú þusund manns á níu mánuðum, samkvæmt Hagstofunni.

Samkvæmt mannfjöldaspánni þarf því um 2.840 nýjar íbúðir í Reykjavík á fimm árum, jafn margar öllum íbúðum sem nú eru í 107 Reykjavík, Vesturbæ sunnan Hringbrautar.

Nú er gríðarlegur skortur á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og byggðar verða um þrjú þúsund leiguíbúðir í Reykjavík næstu fimm árin.

17.10.2013:


Þrjú þúsund nýjar leiguíbúðir í Reykjavík

Þorsteinn Briem, 6.1.2014 kl. 06:37

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúum hér á Íslandi gæti fjölgað um 20 þúsund manns á fimm árum frá 1. janúar 2013, en ekki 16 þúsund, þar sem þeim fjölgaði um þrjú þúsund fyrstu níu mánuðina í fyrra, 2013.

Og hvernig væri nú að allt lögfræðingastóðið í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum fari að haga sér samkvæmt núgildandi stjórnarskrá en ekki eins og hún sé ekki til?!

Hvað þá þeir sem nýlega hafa samið stjórnarskrá fyrir Íslendinga?!

Þorsteinn Briem, 6.1.2014 kl. 08:13

19 identicon

Ómar minn, afhverju ertu svona argur þó svo að einkaflugið og kennsluflugið þurfi að víkja? Getur verið að þetta sé eitthvert tilfinningamál hjá þér? Hef séð Frúna þarna undanfarið. Getur verið að ákafi þinn tengist henni eitthvað? Hvað kemur þetta annars fjölda umsókna í flugliðun við? Ekki ætlar þú að staðsetja þetta fólk í Vatnsmýrina er það?

Anna Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2014 kl. 08:43

20 identicon

Er þetta bloggsíða Ómars Ragnarssonar eða Steina Briem....ja...maður spyr sig

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 6.1.2014 kl. 15:25

21 Smámynd: Benedikt V. Warén

Steini Briem.  Hver er hagnaðurinn við að láta flugvöllinn halda sér þar sem  hann er og byggja íbúðir á Lönguskerjum??  Ert þú búinn að reikna það út?? 

Ef hægt er að byggja hús á flugvallarsvæði er rökrétt að álíta að líka sé hægt byggja hús á vænlegu flugvallarsvæði.

Þá fá margir eftirsóttar strandlóðir með útsýni yfir hafið og sjá fjallahringinn.  Flugvöllurinn verður þar sem hann er og allir græða.

Benedikt V. Warén, 6.1.2014 kl. 15:55

22 identicon

Bara færa innanlandsflugið allt til Keflavíkur og notra söluganað ríkisins til að efla samgöngurnar við Keflavík og efla sjúkraflug í þyrlum milli Keflavíkur og Reykjavíkur fyrir neyðartilfelli. Það er langhagkvæmsat og auk þess að þjóna innanlandsflugini,nýtist það bæði millilandaflugini og Suðurnesjunum.

Anna Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2014 kl. 18:06

23 Smámynd: Ómar Ragnarsson

FRÚin hefur staðið á Reykjavíkurflugvelli í 3 mánuði af síðustu 40 mánuðum. Hina 37 mánuðina hefur hún verið á Hvolsvelli eða Selfossi.  Það eru nú allir "persónulegu hagsmunirnir" hjá mér varðandi Reykjavíkurflugvöll.

Ómar Ragnarsson, 6.1.2014 kl. 19:44

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég vissi ekki að Heimaey væri marflöt og þar væri aldrei rigning eða hvassviðri.

"Á árunum 2002-2004 var nýtingarhlutfall Reykjavíkurflugvallar og Vestmannaeyjaflugvallar um 98% en Akureyrarflugvallarflugvallar og Egilsstaðaflugvallar um 99%.

Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir 2007-2018, bls. 30-31

Heimaey in February 2009. Looking north-east.

Þorsteinn Briem, 12.1.2014 kl. 00:45

27 Smámynd: Þorsteinn Briem





Þorsteinn Briem, 12.1.2014 kl. 03:05

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á Hólmsheiði er nægt rými fyrir alhliða innanlandsflugvöll, kennsluflug, einkaflug og flugsvið Landhelgisgæslunnar."

Flugsvið Landhelgisgæslunnar yrði á innanlandsflugvellinum á Hólmsheiði og hægt að flytja sjúklinga þaðan með þyrlu Gæslunnar á þyrlupall Landspítalans við Hringbraut.

Þyrlur Landhelgisgæslunnar
fljúga á um fimm kílómetra hraða á mínútu, þannig að það tæki þær um þrjár mínútur að fljúga með sjúkling af flugvelli á Hólmsheiði á þyrlupall við Landspítalann við Hringbraut, ef á þyrfti að halda, svipaðan tíma og tekur að aka sjúklingi af Reykjavíkurflugvelli af Vatnsmýrarsvæðinu á Landspítalann.

"Fastur kostnaður flugsviðs [Landhelgisgæslunnar] er 80-85% af árlegum rekstrarkostnaði sviðsins og mestu óháður því hversu margar flugstundir loftfaranna eru.

Það þýðir meðal annars að fækkun eða fjölgun flugtímanna fer ekki að hafa áhrif fyrr en hún er orðin veruleg."

Ársskýrsla Landhelgisgæslunnar 2003, bls. 9-10

Þorsteinn Briem, 12.1.2014 kl. 03:39

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Reykjavíkurborg ræður því einnig hvort fyrirferðarmikil aðflugsljós á stálbitum fyrir austur-vestur braut Reykjavíkurflugvallar yrðu reist á útivistarsvæði Reykvíkinga vestan Suðurgötu.

Aðflugsljós fyrir austur-vestur braut Reykjavíkurflugvallar vestan Suðurgötu, deiliskipulag - Reykjavíkurborg


Einnig hvort skógur yrði felldur vegna flugbrautarinnar við austurenda hennar í Öskjuhlíð, sem einnig er útivistarsvæði Reykvíkinga.

Þar að auki er svæðið sunnan norður-suður brautar flugvallarins einnig útivistarsvæði Reykvíkinga.

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:

Þorsteinn Briem, 12.1.2014 kl. 04:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband