Drengurinn á götunni í fátækrahverfi Maputo.

Portúgalskur þjálfari sem var á ferð um illræmdasta fátækrahverfi Maputo, höfuðborgar Mósambík, uppgötvaði knattspyrnusnillinginn Eusebio þegar hann sá þennan tötrum klædda götudreng leika listir sínar á götunni.

Þetta var gæfa fyrir knattspyrnuna, því Eusebio var markahæsti leikmaðurinn á HM í Englandi 1966 og stjarna leikanna. Ferillinn var einstakur og það er þriggja daga þjóðarsorg í Portúgal.

Mér er þetta ofarlega í huga því að á ferð um þetta sama fátækrahverfi fyrir sjö árum sá ég fyrir einbera tilviljun götudreng leika ótrúlegar listir á götuhorni í hverfinu. Hef ég aldrei fyrr né síðar séð sumt af því sem hann gerði við boltann þá örstuttu stund sem ég horfði á hann.

Mér varð hugsað til þess þá, að ef ég væri knattspyrnuþjálfari en ekki ferðamaður frá fjarlægu landi, hvort það gæti haft jafn mikil áhrif á knattspyrnusöguna og það að þarna var Eusebio uppgötvaður 40 árum fyrr, að þessi tötrum klæddi drengur væri uppgötvaður og honum komið í hendurna á þeim, sem kunna að vinna úr slíkum efniviði.

Eins og ástandið var á þessum slóðum 2006, voru líkurnar á því að þessi götudrengur fengi alnæmi að mig minnir 1 á móti 7. Líkurnar nánast engar á því að hann fengi að njóta hæfileika sinna og hann er kannski ekki einu sinni lífs í dag.

Hvílík sóun á hæfileikum !    


mbl.is Eusebio látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband