Tveir og hálfur Gullfoss = "lítil umhverfisáhrif".

Forstjóri Landsvirkjunar segir að umhverfisáhrif Norðlingaölduveitu verði lítil. Af því er auðvelt að draga þá ályktun að umhverfisáhrif af því að virkja Gullfoss verði nær engin, því að þar er aðeins um að ræða einn stórfoss, en hins vegar þrjá fossa í Efri-Þjórsá. Dynkur

Með Norðlingaölduveitu er nefnilega þurrkuð upp fossaröð efst í Þjórsá, þar sem allir fossarnir eru stórir, en tveir þeirra, Gljúfurleitarfoss og Dynkur, eru hvor um sig á stærð við Gullfoss og báðir eru ólíkir Gullfossi, einkum Dynkur sem líkist ekki neinum fossi, sem mér er kunnugt um, í nokkru landi.

Ein röksemdin fyrir því að umhverfisáhrifin séu lítil eru þau að það séu svo fáir, sem hafi komið að þessum fossum í Þjórsá. Gljúfurl.foss

Sömu rök hefði verið hægt að færa fyrir því að sökkva Landmannalaugum fyrir 70 árum eða virkja Gullfoss fyrir einni öld.

Uppleggið er líka rangt, því að ef það eiga að vera rök, að fyrirbærið hafi ekki verið nýtt til ferðamennsku, ættu það að vera enn sterkari rök fyrir að virkja ekki, að virkjun hafi ekki verið gerð.

Svona rökfærsla er gott dæmi um það þegar forsendunum er hagað þannig að komi sem best út fyrir virkjun en sem verst út fyrir verndarnýtingu.

Með litlum tilkostnaði og góðri kynningu mætti búa til skemmtilega ferðaleið í svipuðum anda og "Gullna hringinn" þar sem farið væri upp með Þjórsá meðfram fossunum og síðan til suðurs til Landmannalauga og þaðan um Dómadalsleið eða Hrauneyjafoss til baka.

Með stórauknum ferðamannastraumi er nú hrópað á möguleika til að dreifa ferðamönnunum betur.

Auk þess er vaxandi fjöldi erlendra ferðamanna sem kemur til landsins í annað, þriðja eða fjórða sinn.  

Þeir myndu þiggja það að skoða eitthvað fleira en Gulllna hringinn í hverri ferð.


mbl.is Veitan áfram hagkvæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja voru 238 milljarðar króna árið 2012 og 72% þeirra fóru þá að Gullfossi að sumri til en 61% að vetri til.

Um 800 þúsund erlendir ferðamenn dvöldu hér á Íslandi í fyrra, 2013, og meira en hálf milljón þeirra fór að Gullfossi, miðað við að 63% þeirra hafi farið þangað á árinu.

Ef sami fjöldi erlendra ferðamanna hefði farið að fossinum Dynki í Þjórsá og hver þeirra greitt tíu þúsund krónur fyrir ferðina hefði heildarupphæðin verið rúmlega fimm milljarðar króna í fyrra, 2013.

Og um 150 milljarðar króna, andvirði Kárahnjúkavirkjunar á 30 árum.

Um 800 þúsund ferðamenn heimsóttu Kanaríeyjar í apríl í fyrra og líklegt er að mun fleiri erlendir ferðamenn dvelji hér á Íslandi á næstu árum en 800 þúsund á ári.

Árið 2007 var reiknað með að hingað kæmi og dveldi um ein milljón erlendra ferðamanna árið 2020 en nú er búist við að þeir verði um tvær milljónir eftir tíu ár, 2023.

Og í fyrra, 2013, varð ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 7.1.2014 kl. 10:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ferðaþjónusta hefur farið vaxandi um allan heim síðastliðna áratugi.

Þróun alþjóðlegrar ferðaþjónustu frá árinu 1980 - Línurit bls. 7

Þorsteinn Briem, 7.1.2014 kl. 10:39

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fossarnir verða fyrir áhrifum þegar fáir eru þarna á ferli á vetrum.

Auk þess er þetta afturkræf framkvæmd. Er það ekki einmitt málið fyrir ykkur náttúuruundrin? A.m.k. hefur hugtakið "óafturkræft" verið ykkar helsta röksemd gegn hvers kyns náttúruraski. Nú er það vopn slegið úr höndum ykkar en samt er þetta skelfileg framkvæmd að ykkar mati.

Who saw that comming?

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.1.2014 kl. 16:13

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sigríður í Brattholti vissi vel að virkjun Gullfoss væri afturkræf og ef það er núna orðið að aðalatriði að allt megi gera sem er afturkræft væri réttast að rífa niður Sigríðarstofu og byrja að formæla þessum brautryðjanda í nátturuvernd. Þrjú atriði vega þyngst í mati á umhverfisáhrifum: Vistkerfi, heild og afturkræfni.

Hvað Þjórsárver og þetta svæði snertir er það óumdeilanleg landslagsheild, sem nú á að fara að reka fleyg virkjunar inn í og eyðileggja það náttúrufyrirbæri sem liggur í gegnum svæðið endilangt og heitir Þjórsá.  

Ómar Ragnarsson, 7.1.2014 kl. 18:04

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Gunnar Th er ennþá tröll.. þroskastu ekkert þarna í taxi bissnessnum fyrir austan ?

flottur lestur Steini .. 5 milljarðar takk :)

Óskar Þorkelsson, 7.1.2014 kl. 22:24

7 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir frábæra áminningu.

Guðjón E. Hreinberg, 8.1.2014 kl. 00:46

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ég skal ganga með þér í veg fyrir gröfurnar og jafnvel láta "handtaka" mig til að stöðva þetta brjálæði.

(Orðið HANDTAKA öðlaðist reyndar ALGERA merkingu þess orðs, er þú varst leiddur burt úr Gálgahauni. Sjaldan hefur Íslendingur verið HANDTEKINN með meiri glæsibrag en þú)

Með kveðku að sunnan og von um góðar stundir.

(Steini Briem mætti alveg minnka aðeins tölfræðina. Þetta snýst ekki aðeins um tölur)

Halldór Egill Guðnason, 8.1.2014 kl. 01:49

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

."...burt út Gálgahrauni" átti þetta að sjálfsögðu að vera.

Halldór Egill Guðnason, 8.1.2014 kl. 01:50

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Annars tölur........jú Steini Briem....fleiri tölur. 1.500 kall á kjaft....á hverjum stað, sem er það sem viðgengst víðast hvar erlendis, að lágmarki. 7% VSK ofan á það...og hver væri niðurstaðan?

Mannsæmandi aðgengi að þessum stöðum?

Sennilega rúmlega það.

Reikna svo. ;-)

Halldór Egill Guðnason, 8.1.2014 kl. 02:13

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrir þá sem reikna allt í peningum skiptir tölfræðin höfuðmáli.

Og staðreyndir eru aðalatriðið í hverju máli.

Erlendir ferðamenn koma hingað til Íslands og dvelja hér aðallega til að njóta fegurðar náttúrunnar og af því höfum við Íslendingar gríðarmiklar gjaldeyristekjur.

Heljarinnar raflínustaurar úti um allar koppagrundir spilla hins vegar fegurð náttúrunnar.

Þorsteinn Briem, 8.1.2014 kl. 02:45

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja voru 238 milljarðar króna árið 2012 og ekki þarf nema örlítið brot af þeirri upphæð til að stækka hér bílastæði, bæta salernisaðstöðu, leggja nýja göngustíga og viðhalda þeim gömlu.

Og íslenska ríkið fær stóran hlut af þeim tekjum sem skatt þessara fyrirtækja.

Þar af leiðandi er engin ástæða til að leggja hér á Íslandi sérstakan skatt á erlenda ferðamenn vegna einhverra göngustíga.

Íslenskir og erlendir ferðamenn geta að sjálfsögðu greitt fyrir afnot af salernum og bæði íslenskir og erlendir ferðamenn nota hér göngustíga.

Og að sjálfsögðu greiða ferðamenn fyrir leiðsögn og gistingu.

Þorsteinn Briem, 8.1.2014 kl. 03:07

13 identicon

Tja, nú týrir á tíkinni. Er ég ekki bara sammála Steina Briem að öllu leyti. Nú, - og að sjálfsögðu Ómari.
Ég var eitt sinn með þýska vekfræðinga við Goðafoss, - og það í fallegu veðri.
Einn þeirra spurði af hverju við virkjuðum hann ekki, - auðvelt að gera þarna stíflu.
Í fíflaskap kom ég með hið fullkomna svar.
"Sjáðu alla ferðamennina, - sérðu ekki að fossinn ER þegar virkjaður"
Hann brosti, hugsaði, og sagði mér svo að þetta væri rétt hjá mér.
Stórfossarnir upp með Þjórsá eru ekkert minna en mjög flott tækifæri sem frekar mælist í $$$ en MWst.

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.1.2014 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband