Æfingasvæði marsfara endilega gert að iðnaðarsvæði !

Eitt af þeim svæðum sem sett voru í verndarfnýtingarflokk í 2. áfanga rammaáætlunar er Gjástykki. Nú er það meðal fjölda svæða sem orkufyrirtæki vilja láta færa yfir í orkunýtingarflokk. Gjástykki Sandmúli

Árið 2000 kom Bob Zubrin, helsti forsprakki alþjóðlegra samtaka um marsferðir, til Íslands til að finna æfingasvæði fyrir marsfara framtíðarinnar.

Sendinefnd frá samtökunum valdi ákveðið svæði í miðju Gjástykki tveimur árum síðar.

Tunglferðir innan tíu ára voru ekki einu sinni nefndar árið 1959, svo fjarlægar þótt þær. Marsferðir eftir tíu ár eru mun líklegri nú eins og sést á tengdri frétt á mbl.is.

Askja varð fræg sem æfingasvæði tunglfara 1967 sem vildu komast í umhverfi sem líktust tunglinu.

Þeir hefðu ekki farið að æfa sig þar ef þar hefði þá verið virkjun/iðnaðarsvæði.

Hins vegar hefur nefnd um skipulag miðhálendisins þegar ákveðið að Gjástykki verði iðnaðarsvæði og nú sækist Landsvirkjun eftir að því verði fylgt eftir með virkjun þar. Gjástykkiö-sköpun

Þar að auki er í Gjástykki eini staðurinn í heiminum, þar sem hægt er að sjá ummerki "sköpun jarðarinnar" eða nýs lands, Íslands, eins og hún blasti við í Kröflueldum 1984, þegar landið klofnaði, meginlandsfleki Ameríka kipptist til vesturs en Evrópuflekinn til austurs, en úr djúpum sprungum á milli flekanna vall upp nýtt hraun, Ísland í sköpun! 

Hvergi annars staðar eru bæði ummerki um slíkt og samtímafrásagnir og myndir til af þessari "sköpun jarðarinnar".  Gjástykki-sköpun

Í stað þess að menn átti sig á mikilvægi þess að varðveita þetta svæði ósnortið og nýta sér hið einstæða gildi þess í gegnum hæfilega og vel stjórnaða ferðamennsku, ef peningahliðin þarf endilega að ráða, er nú sótt hart að þessu svæði og víðast annars staðar líka, þar sem vernd átti að gilda.

Meira að segja á að keyra ofan í kok á Hvergerðingum virkjun í Grændal, sem er rétt fyrir ofan byggðina, á sama tíma og þeir kvarta yfir brennisteinsmengun og jarðskjálftum frá Hellisheiðarvirkjun, sem er sjö sinnum fjær.

Í Yellowstone í Bandaríkjunum er mesta samanlögð vatns- og jarðvarmaorka í Norður-Ameríku.

Engum myndi líðast að setja fram áætlun eða ósk um virkjun eins einasta af 10 þúsund hverum svæðisins eða rúmmetra vatns úr fossum þess.

Engum myndi einu sinni detta það í hug.

"Yellowstone er heilög jörð" sagði einn helsti jarðvarmanýtingarsérfræðingur Bandaríkjanna á afmælisráðstefnu Ísor í sumar.

En hér á landi á mun merkilegra svæði, þykir sjálfsagt að taka hvað sem er í nefið í náttúru landsins til að seðja orkuhungur stóriðjunnar fyrir orku á gjafverði.


mbl.is Hefja þjálfun fyrir landnám Mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvernig kemst naður á þessa staði, Ómar?

Halldór Egill Guðnason, 8.1.2014 kl. 01:38

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvernig kemst maður á þessa staði, Ómar....átti þetta að sjálfsögðu að vera.

Gleymist þér ekki stundum að það eiga ekki allir flugvél og 4x4 bíl og bát?

Halldór Egill Guðnason, 8.1.2014 kl. 01:40

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvernig kemst maður á þessa staði (Átti þetta nú að vera) (Déskoyans snjalltæki....he he)

Halldór Egill Guðnason, 8.1.2014 kl. 02:08

4 identicon

Slæmt aðgengi er ansi þunn réttlæting fyrir eyðileggingu.

Kristinn Magnússon (IP-tala skráð) 8.1.2014 kl. 15:11

5 identicon

Og bætt aðgengi er léleg réttlæting fyrir eyðileggingu. Það stendur ekki á vegalagningu ef að á að virkja eða leggja línur.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.1.2014 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband