Hvað um verðbólguna ?

"Víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags". Þannig var ástæðum verðbólgunnar lýst áratugum saman án þess að nokkur leið væri að koma böndum á hana. Segja má að setningin ein sé gildishlaðin hvað það snertir í augum þeirra sem berjast fyrir kjörum launþega, því að með því er kaupgjaldið nefnt fyrst og í huganum verður það þá að orsökinni og verðlagið að afleiðingu.

Þess vegna mætti alveg eins orða þetta "víxlhækkanir verðlags og kaupgjalds."

Hvað um það, nú dynja yfir fréttir af hækkun verðlags hver af annarri og virka náttúrulega eins og olía á eld óánægju launþega, sem einmitt um þessar mundir eiga að taka afstöðu til mjög hóflegra launahækkana.

Ekki er hægt að kenna genginu um, krónan hefur hækkað að undanförnu.

Nöturlegt var að sjá hvernig meira að segja ráðherrarnir geta ekki verið samstíga samanber það þegar fjármálaráðherra hvetur til þess að hafa hemil á þeim en heilbrigðisráðherra stendur fyrir hækkunum á sama tíma.

Og borgaryfirvöld, sem áður höfðu fallið frá hækkunum á nokkrum gjöldum, fara nú út í hækkun á bílastæðisgjöldum, sem er misráðin í tvennum skilningi.

Ef samningar verða felldir nú er allt komið í uppnám. Hækkun bílastæðagjalda er ekki aðeins skellt á á versta tíma heldur auk þess afar tvíbent aðgerð.

Í Santa Barbara í Bandaríkjunum var miðborgin að deyja en verslunin að færast í stórar verslanamiðstöðvar í útjaðrinum. Betri almenningssamgöngur dugðu ekki til að breyta þessu.

Menn settust niður og sögðu sem svo: Horfumst í augu við það að fólk vill nota einkabílinn og með óbreyttu ástandi á landsvísu og heimsvísu er ekki hægt að breyta því.

Niðurstaða: Reist voru tólf bílastæðahús í miðborginni og gerð næg bílastæði. Frítt í stæði í klukkustund fyrir hvern bíl.

Þetta var gert og viti menn: Miðborgin lifnaði við á ný og almenningssamgöngur misstu samt engan spón úr aski sínum. Þetta hafði nefnilega að stórum hluta snúist um það hvort fólk færi á bíl í verslunarmiðstöðvarnar í útjaðrinum eða færu á honum niður í miðborg til að versla eða annarra erinda.


mbl.is 16 þús. í viðbót í bílastæðagjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það ætti einhver að reyna að segja þeim Degi B. og Jóni Gnarr þetta.

Eiður (IP-tala skráð) 8.1.2014 kl. 17:18

2 identicon

Draugagangur í Svörtuloftum.

Hinn séríslenzki verðbólgu"draugur" steig óvænt á stokk á blaðmannafundi í Svörtuloftum. Söng hann "Fuglinn í fjörunni, hann heitir...." o.sfrv. - við mikla undrun viðstaddra því enginn sá neitt heldur ómaði þetta í höfði viðstaddra. Sögusagnir eru um búktalara og heilaþvott . Meðfylgjandi er lýsing á Verðbólgu-Móra. Fyrir þá vantrúuðu, fylgir gæðavottað draugatal. Þar er hans hvergi getið. Hitler sagði að almenningur væri heimskur og gleyminn. Það gekk ekki upp endalaust upp hjá Hitler - en hefur ekki verið afsannað á Íslandi sl. 3 áratugi!

 http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/verdtrygging-eilifdarvelin-sem-brast

http://www.icelandicwonders.com/Default.asp?Page=271

 

Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 8.1.2014 kl. 17:33

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 8.1.2014 kl. 17:56

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Borgarráð ákvað um miðjan nóvember síðastliðinn að hætta við áformaðar hækkanir á gjaldskrám í öllum þjónustuflokkum borgarinnar.

Með því vildi borgin taka frumkvæði í að farin yrði ný leið í komandi kjarasamningum með því að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt."

Þorsteinn Briem, 8.1.2014 kl. 18:00

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Langflestir Reykvíkingar með bílpróf eiga einkabíl, sama hvort þeir búa í Vesturbænum, Þingholtunum eða Breiðholtinu.

Og sama hvaða stjórnmálaflokk þeir kjósa.

En það er ekki þar með sagt að allir Reykvíkingar þurfi eða vilji fara á einkabíl í vinnuna og geyma bílinn á bílastæði í átta klukkutíma eða lengur á meðan þeir eru í vinnunni.

Þeir sem vinna á Landspítalanum við Hringbraut geta að sjálfsögðu valið að búa uppi í Breiðholti og taka þar strætisvagn í vinnuna eða fara þangað í einkabíl, sem kostar bílastæði í miðbæ Reykjavíkur átta klukkutíma eða lengur, meiri mengun, meira slit á götunum, meiri umferðartafir, fleiri árekstra og meiri innflutning á bensíni.

Nú eru um 18 þúsund nemendur Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík og ef þeir færu allir á einkabíl í skólann, einn í hverjum bíl, þyrfti um 324 þúsund fermetra af bílastæðum nálægt skólunum undir þá bíla eina.

Það eru áttatíu knattspyrnuvellir.

Þorsteinn Briem, 8.1.2014 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband