Styrk til að gera þetta strax ?

Sú var tíðin að það þótti árlegt "vesen", jafnvel böl hér á landi að börnin í Evrópu skrifuðu bréf til Íslands með utanáskriftinni "Jólasveinninn á Íslandi."

Bjarni Guðmundsson, hinn víðsýni blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar reyndi að anna þessu eftir því sem hægt var en þeim stórkostlegu möguleikum, sem íbúar í Rovaniemi í finnska Lapplandi sáu í ferðaþjónustu í kringum jólasveininn, "stálu" Finnar frá Íslendingum, - eða réttara sagt, Íslendingar réttu þeim jólasveininn á silfurfati.

Jólin og áramótin, á Íslandi, jólasveinninn, já allir jólasveinarnir, Grýla, Leppalúði, álfarnir, tröllin og jólakötturinn hafa hingað til flokkast í "eitthvað annað" en stóriðja og verið töluð niður undir hæðnisorðunum "fjallagrös og lopi".

Þeir sem hafa mælt með "einhverju öðru" en stóriðju hafa verið sagðir vera og eru enn sagðir vera "á móti atvinnuuppbyggingu" og "lattelepjandi kaffihúsaónytjungar í 101 Reykjavík."

Nú er komið enn eitt vesenið og vandamálið. Það eru ekki til peningar til að nýta sér þá möguleika sem áramótin gefa á Skólavörðustíg og Skólavörðuholti. Enda er þetta "eitthvað annað" en ekki "atvinnuuppbygging."

Mér finnst að þetta ætti að sjálfsögðu ekki að vera mál sóknarnefndar Hallgrímskirkju eingöngu heldur kostað af almannafé. En þjóðin tímir líklega ekki að leggja í þetta tiltölulega lítið fé miðað við ávinninginn.

Þetta er að verða ákveðið vesen og tóm vandræði eins og bréf erlendu barnanna til Jólasveinsins á Íslandi voru forðum daga.   


mbl.is Mætti ramma áramótin betur inn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sá 3,1% hagvöxtur sem mældist á fyrstu níu mánuðum nýliðins árs var að verulegum hluta drifinn áfram af stórauknum tekjum í ferðaþjónustu, enda var framlag þjónustuviðskipta við útlönd til hagvaxtar 2% á tímabilinu."

Þorsteinn Briem, 9.1.2014 kl. 14:17

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í desember síðastliðnum fóru um 42 þúsund erlendir ferðamenn frá landinu um Keflavíkurflugvöll, eða 49% fleiri en í desember 2012.

Í fyrra, 2013, fóru 781 þúsund erlendir ferðamenn frá landinu um Keflavíkurflugvöll, 21%, eða 134 þúsund fleiri en 2012.

Og það ár fóru um 20% fleiri erlendir ferðamenn frá landinu um Keflavíkurflugvöll en árið 2011 og þá voru þeir 18% fleiri en 2010.

Um 96% erlendra gesta fóru um Keflavíkurflugvöll í fyrra og 2012.

Og þar að auki komu þá hingað til Íslands um 100 þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum.

Erlendir ferðamenn voru því
um 911 þúsund hér á Íslandi í fyrra, 2013.

Þorsteinn Briem, 9.1.2014 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband