Hvað klukkuna okkar snertir stöndum við frammi fyrir þremur kostum:
1. Hafa hana áfram eins og hún er núna. En færa skólastarf og ýmsa þjónustu aftur um eina klukkusund.
2. Færa klukkuna aftur um klukkustund.
3. Taka upp sérstakan vetrartíma og sérstakan sumartíma.
Af þessum þremur kostum veldur sá síðasti mestum ruglningi og var reyndar tekinn af vegna vandræðanna af völdum "hringlsins með klukkuna."
Við búum á norðlægu landi með lágan sólargang og þráum því að geta notið sólarljóssins sem best þann tíma ársins, sem það er hægt.
Ef klukkan er höfð eins og hún er nú, gagnast það best fyrir þetta.
Dimman á morgnana er ekki svo lengi á veturna. Hún fer að verða óþægileg í nóvember og morgunbirtan kemur ekki til baka fyrr en í febrúar.
Það eru aðeins þrír mánuðir þar sem morgundimman er bagaleg, og einfaldast væri að gera bregðast við því að með því að byrja skólastarf, barnastarf og ýmis konar þjónustustarf klukkustund síðar þessa mánuði til þess að draga úr leiðinlegum áhrifum dimmra morgna.
Að vísu dimmir þá klukkustund fyrr síðdegis, en sólargangurinn er hvort eð er slíkur ræfill þessa þrjá mánuði að það kemur ekki svo mjög að sök.
Íslendingar rangt stilltir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á Ísafirði sést ekki til sólar frá því seint í nóvember til 25. janúar og þeim degi er fagnað með sólarkaffi og rjómapönnukökum.
En á Fjalli í Kolbeinsdal í Skagafirði sést sólin ekki í rúmlega 5 mánuði (154 daga) og í Baugaseli í Barkárdal, inn úr Hörgárdal í Eyjafirði, er sólarlaust í tæplega 5 mánuði en í Hvammi í Hjaltadal í Skagafirði sést ekki til sólar í fjóra og hálfan mánuð (135 daga).
Í Syðra-Firði í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu sést hins vegar ekki til sólar í rúmlega fimm mánuði, um 160 daga, og hann er sá bær hér á Íslandi sem er lengst í skugga ár hvert.
En Eiríkur Eiríksson bóndi í Syðra-Firði orti:
Mikaels- frá messudegi,
miðrar góu til,
sólin ekki í Syðra-Firði,
sést það tímabil.
En að þreyja í þessum skugga,
þykir mörgum hart,
samt er á mínum sálarglugga,
sæmilega bjart.
Mikjálsmessa höfuðengils er 29. september og mið góa 4.-10. mars.
Þorsteinn Briem, 9.1.2014 kl. 21:48
Það að rugla í klukkunni er tóm tjara.
Þetta er verkefni að leysa í gegnum kjarasamninga með breytilegan vinnutíma í myrkasta skammdeginu, jafnvel að vinnudagurinn sé einungis sex klukkustundir í desember og janúar. Ef vinnuframlag yrði kannað með þessu fyrirkomulagi, tel ég að það mundi koma flatt upp á marga hve lítið afköst mundu breytast við þetta.
Í skólum er þetta vandamál þekkt, þá sem foreldravandamál. Foreldrar hafa ekki sinningu á að senda börnin tímanlega í háttinn. Í mörgum tilfellum fá þau að vaka eins og þeu vilja, svo framarlega að það séu því engin læti samfara. Þar kemur tölvunotkun sterk inn sem lausn fyrir pasturslitla foreldra, en það kemur hins vegar niður á framvindu barnanna í skólanum.
Rannsóknir sýna að birtan frá tölvuskjánum ruglar lífsklukku barnanna verulega. Með því að góna í tölvu langt fram á nótt, heldur heilinn að það sé bjartur dagur. Og vegna þess að það er bjartur dagur, þá verða þau ekki syfjuð. Líkaminn þarf samt sína hvíld og þessu tilfelli er hún tekin út að morgni dags. Bent hefur verið á að taka sér bók í hönd og lesa að kvöldi dags, virkar betur á lífsklukkuna og er mun meira róandi en tölvu- og leikjagón.
Hins vegar ætti að vera hægt að nýta sér þennan eiginleika heilans og birtunnar frá ljósgjafa. Það er þekkt í hænsnahúsum að plata hænurnar með því að "stýra sólahringnum" með ljósum í gluggalausu rými. Þá er "dagurinn" og "nóttin" eftir því hvort ljós er kveikt eða slökkt. Þannig er hænan plötuð til að verpa oftar.
Í ljósi ofanritaðs, legg ég til að allir morgnar í skólum, byrji á kröftugri tölvunotkun og ljósið frá skjánum notað til að plata heilann og telja honum trú um að það sé kominn bjartur dagur. Skemmtilegt námsefni í tölvum og sjá, vandamálið með morgundrungann verður nánast úr sögunni. Foreldrar verða hvattir til að taka tölvur af börnum sínum fyir klukkan tuttugu og eitt á kvöldin og gerð ábyrg fyrir því að þau verði sofnuð klukkan tuttugu og tvö.
Þau börn sem ekki lagast við þetta í skólanum, fái sérstakan eftirlitsbúnað sem sýnir klukkan hvað þau sofna og þá verður tekið á því vandamáli sérstaklega.
Benedikt V. Warén, 9.1.2014 kl. 22:03
Ég vil þakka ykkur kærlega, Steini og Benedikt, fyrir þessar fróðlegu athugasemdir. Er alveg sammála Benedikt.
Ómar Ragnarsson, 9.1.2014 kl. 22:51
Einfaldast er að hafa klukkuna á réttum hnatttíma allt árið. Færa hana semsagt aftur um einn tíma. Hafa svo fleytitíma (flex-time) á öllum vinnustöðum, sem geta. Það gæti hentað barnaforeldrum. Fyrir þremur árum reyndu Rússar að taka upp íslenzku leiðina; hafa sumartíma allt árið. Það hefur líkað illa og búizt við að Pútín færi kerfið í sitt fyrra horf.
Bjarni Sigtryggsson (IP-tala skráð) 9.1.2014 kl. 22:52
Við erum sammála um eitt: Að stofnanir og fyrirtæki færi vinnutíma sinn til eftir þvi sem best hentar á vetri og sumri í stað þess að vera með miklu afdrifaríkari, flóknari og dýrari aðgerð, sem felst í því að færa klukkuna fyrir allt þjóðfélagið.
Ómar Ragnarsson, 9.1.2014 kl. 23:39
Göngum alla leið ef við ætlum að fikta í klukkunni. Á sumrin vil fólk grilla og njóta sólar eftir vinnu, höfum því sólina í hádegisstað um kl 17 á daginn. Á veturna viljum við birtu þegar börnin fara í skólann og við út í umferðina, höfum því sólina þá í hádegisstað um kl 9.... Nema um helgar, þá höfum við sólina á svipuðum stað og nú er. Það kæmi þá þannig út að föstudagskvöld á sumrin seinkum við klukkunni og flýtum henni um vetur. Og sunnudagskvöld að sumri seinkum við klukkunni og flýtum yfir veturinn.... Fyrirtæki og stofnanir geti síðan ákveðið opnunartíma eftir veðurspá og sjónvarpsdagskrá...Og þar sem þetta er eins og að setja þjóðfélagið á vaktir þá fá allir vaktaálag.
Espolin (IP-tala skráð) 10.1.2014 kl. 01:33
Sem stendur er klukkan okkar GMT. Ekki alveg rétt m.v. sólargang, því við erum þó nokkrum gráðum vestar en Greenwich.
Hræring á klukkunni breytir engu með sólarganginn.
Jón Logi (IP-tala skráð) 10.1.2014 kl. 11:58
Að sjálfsögðu er ekki hægt að breyta sólarganginum. Það er verið að tala um að breyta klukkunni þannig að hún fylgi sem mest sólarganginum. Því meir sem eg hugsa um þetta - því skynsamlegra virkar það.
Að það er mjög auðvelt að greina þessa skekkju núna þegar birtutíminn er svona stuttur. Hábirtutíminn er alveg greinilega eftir hádegi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.1.2014 kl. 16:06
Á norðurlöndunum er klukkunni breitt tvisvar á ári og engin virðist vita þar afhverju og hafa verið alvarlegar umræður um það amk í Svíþjóð að hætta þessu rugli. Við erum mjög heppin að hafa tíman GMT hér á íslandi því þannig fáum við bjartari eftirmiðdag sem sumstaðar er kallað " Daylight saving time" því þá eru menn búnir að vinna áður en dimman svífur yfir !
Jón Svavarsson, 11.1.2014 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.