11.1.2014 | 14:25
Ahyglisverður snjómokstur.
Síðan í desemberbyrjun hefur verið talsvert um það að snjóað hafi hér syðra og þurft að moka snjó.
Einn slíkur dagur var í gær þegar snjóaði fram yfir miðnætti.
Um eittleytið fór ég því út til snjómokstrar og tók þá meðfylgjandi myndir.
Fyrst þurfti að moka af bílum en síðan að fara vestur á flugvöll til að moka af FRÚnni, sem stendur þar yfir háveturinn eftir að hafa verið samfellt fyrir austan Fjall í bráðum fjögur ár.
Það var 10 til 12 sentimetra snjólag á bílunum og á jörðinni hér uppi í Spönginni og ég var því undir það búinn að snjómoksturinn gæti orðið drjúgur og seinlegur af flugvélinni, en á henni þarf að hreinsa um 20 fermetra.
En í staðinn kom í ljós að aðeins var þunnt skæni á vélinni og í kringum hana, eins og sést á meðfylgjandi mynd, sem ég tók áður en ég fór í það að skafa af henni.
Það tók aðeins stutta stund og brot af þeim tíma sem ég hafði búið mig undir að eyða í verkið.
Svipað hefur verið uppi á teningnum oftar í vetur og rímar vel við tölur um hita og úrkomu á höfuðborgarsvæðinu, sem eru mjög athyglisverðar og margir gera sér áreiðanlega ekki grein fyrir.
Eftir að ég flutti frá Háaleitisbraut upp í Grafarvogshverfi hefur sú staðreynd hvað eftir annað blasað við að mun meiri úrkoma er á höfuðborgarsvæðinu eftir því sem austar dregur.
Þannig er talsvert meiri ársúrkoma í Elliðaárstöð en á Öskjuhlíð, meiri úrkoma í Hafnarfirði en í vesturhluta Reykjavíkur og miklu meiri úrkoma á Sandskeiði og í Kaldárseli en Ártúnshverfi eða Hafnarfirði.
Margir þekkja hve munurinn á veðri getur verið mikill á leiðinni frá Umferðarmiðstöðinni upp að Litlu Kaffistofu, enda er úrkoman í Bláfjöllum fjórum til fimm sinnum meiri en í Reykjavík.
Eftir flug yfir Hólmsheiði og nágrenni í þúsundir skipta í hálfa öld er það ljóst fyrir mér að flugskilyrði þar uppfrá í 150 metra hæð yfir sjó og helmingi nær Reykjanesfjallgarðinum en núverandi völlur er, eru miklu lakari en á núverandi vallarstæði.
Heiðin liggur 100 metrum hærra en Spöngin og er austar.
Þar er ekki aðeins um ræða mun á úrkomu heldur einnig hitamun vegna hæðar yfir sjó og einnig misvindi og sviptivinda í aðflugi og í lendingu vegna meiri nálægðar við fjöll.
Fyrir 55 árum höfðu sumir augastað á Kapelluhrauni sem flugvelli, en sá staður er mun nær Reykjanesfjallgarðinum en Vatnsmýrin.
Agnar Koefoed-Hansen vissi vel að hvöss suðaustanátt, sem langalgengasta hvassa vindáttin við sunnanverðan Faxaflóa, gerði aðflug að austur-vesturbraut núverandi vallar oft nokkuð erfitt alveg framundir það að lent var.
Í einu slíku veðri bauð hann Flugráði og fleiri áhugamönnum um flugvöll í Kapelluhrauni í flugferð og minnir mig að Jóhannes Snorrason hafi verið flugstjóri.
Fyrst var gert aðflug að austur-vesturbrautinni og farþegar kynntust ókyrrðinni þar en síðan var farið suður að Straumsvík og gert aðflug að hugsanlegri braut í Kapelluhrauni.
Er skemmst frá því að segja að í því aðflugi var svo mikil ókyrrð að augljóst var að lending myndi ekki heppnast á braut, sem hugsanlega væri þar.
Skelfingu lostnir og ælandi farþegar voru þeirri stund fegnastir þegar lent var á Reykjavíkurflugvelli og Kapelluhraun tekið út af dagskrá næstu 35 árin, eða þangað til ný kynslóð áhugamanna um flugvöll þar var komin á kreik sem ekki hafði reynt á eigin skinni það sem prófað var forðum á tíð Agnars Koefoed-Hansens og Jóhannesar Snorrasonar.
Þess má geta að aðflug að núverandi austur-vesturbraut á Reykjavíkurflugvelli liggur allt yfir sjó en sams konar aðflug á hugsanlegum flugvelli á Hólmsheiði liggur yfir Vogahverfið, Grafarvog og Grafarholtshverfi.
Hálkuslys við gatnamót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað með Keflavíkurvöll? Eru skilyrði ekki ágæt þar? Þarf eitthvað að ræða þetta meira, afhverju að byggja nýjan flugvöll svona nálægt KEF? Ég skil ekki alveg þetta væl um að það sé svo langt til Keflavíkur.
Gunnar G. (IP-tala skráð) 11.1.2014 kl. 15:16
Þakka þér Ómar, góðar athugasemdir og ábendingar til stuðnings núverandi Reykjavíkur flugvelli .
Við eigum flugvöll sem sagður er í Vatnsmýri, þar sem líklega voru gerðar fyrstu tilraunir til flugs á Íslandi og þar sem þáverandi vitmönnum um flug þótti skinsamlegt að gera flugvöll.
Hernámsliðið Breska þurfti ekki að leita víða að hentugasta, öruggasta og ódýrasta flugvallar stæðinu til að tryggja sitt eigið öryggi, og þar með tryggðu þeir okkar öryggi.
En þann dag í dag eigum við þennan flugvöll sem hefur ekki kostað okkur neitt annað en viðhald, sem þó hefur verið skammarlega lítið vegna áróðurs heimskra sem vilja endilega fá verri flugvöll fyrir peninga sem við eigum ekki. Takk Ómar
Hrólfur Þ Hraundal, 11.1.2014 kl. 15:38
Gunnar G.
Ég er fæddur í Reykjavík og upp alin þar og í grennd og á sumrum til sveita. Eins og gerðist oft með mína jafnaldra þá stofnaði ég snemma fjölskyldu og flutti út á land um tvítugt og þá, en ekki fyrr varð mér ljóst mikilvægi flugvallar inni í Reykjavík þar sem flest mín ættmenni, vinir og skólafélagar voru.
Um þetta má segja margt fleira en nú er þin leikur. Gunnar G.
Hrólfur Þ Hraundal, 11.1.2014 kl. 16:04
Takk.
Sigurður Haraldsson, 11.1.2014 kl. 16:50
Hrólfur, Reykjavík eða Keflavík; nánast sami hluturinn. Þetta er engin vegalengd á milli. 40-60 mínútur er stuttur tími að fara á milli fyrir almenna farþega. Varðandi sjúkraflug, þá geta sjúkrabílar farið þennan spotta á mun styttri tíma. Þá eru þyrlupallar við sjúkrahús borgarinnar, í þeim tilfellum þar sem þyrlur eru notaðar við slíka flutninga.
Gunnar G. (IP-tala skráð) 11.1.2014 kl. 17:32
Takk fyrir að deila þessum fróðleik, Ómar. Oft sést nú bara um miðjan vetur að snjólínan er við Elliðaárnar, þar sem bílar úr Breiðholti eru með snjó en sáralítið hér í Skerjafirði. Þokan plagar okkur líka minna hér, líklega af því að Reykjavík er tangi inn í flóa.
Sýndi ekki skýrslan um Miðnesheiði líka að þeim dögum sem loka yrði vellinum myndi fjölga ef hann flytti þangað?
Ívar Pálsson, 11.1.2014 kl. 18:49
"Þetta er svo stutt"? Skoðum það.
Þegar farið er í eina ferð Reykjavík-Akureyri-Reykjavík lengist ferðaleiðin samtals um 171 kílómetra af því að fyrst er ekið í öfuga átt, síðan flogið til baka, - og í bakaleiðinni yfir Reykjavík til Keflavíkur og ekið til baka.
Lengri akstur frá þyngdarpunkti byggðar höfuðborgarsvæðisins = 46 km
Auka akstur flugvélar á Keflavíkurflugvelli (tvöfalt stærri völlur) = 1,5 "
Flug frá Keflavík til baka til Reykjavíkur = 38 "
Flug framhjá Reykjavík til Keflavíkur í bakaleiðinni = 38 "
Lengri akstur flugvélar á Keflavíkurflugvelli = 1,5 "
Lengri akstur frá Keflav.flugvelli til þyngdarmiðju höfuðb.sv = 46 "
SAMTALS LENGING FERÐALEIÐAR: 171 KM.
Ómar Ragnarsson, 11.1.2014 kl. 20:34
"Stockholm Arlanda Airport is an international airport 37 km north of Stockholm."
"Since its opening Stockholm Arlanda has always managed to continue its operations during heavy snowfall and difficult weather.
The airport administration claims to be world-leading at clearing snow from the runways.
Arlanda has a policy to never close due to snowfall."
"The airport was first used in 1959."
Þorsteinn Briem, 11.1.2014 kl. 20:39
Seltjarnarnes og Álftanes eru einfaldlega bestu flugvallarstæði Íslands, einkum vegna þess að Reykjanesfjallgarðurinn myndar varnargarð gegn rigningu og þoku, sem berast til landsins sunnan úr Atlantshafi.
Miðnesheiði, þar sem Keflavíkurflugvöllur er, er hins vegar alveg óvarin gegn austan, suðaustan og sunnan slagveðrum.
Þess vegna, meðal annars, er Reykjavíkurflugvöllur svo dýrmætur varaflugvöllur fyrir millilandaþotur okkar, gefur möguleika á því að hafa minna eldsneyti um borð og bera meiri farþega eða farm.
Á þetta atriði er aldrei minnst í umræðum um Reykjavíkurflugvöll.
Ómar Ragnarsson, 11.1.2014 kl. 20:40
Flugvellir eru á þúsundum staða í Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem hitinn verður miklu lægri á veturna en á Hólmsheiði.
Til að mynda er að sjálfsögðu flogið allt árið til Moskvu og Stokkhólms. Og meðalhiti í Stokkhólmi í janúar er -2,9°C, um tveimur gráðum lægri en á Hólmsheiði.
Í janúar 2006-2007 var meðalhiti á Hólmsheiði -0,8°C, einungis 1,4°C lægri en á Vatnsmýrarsvæðinu.
Þorsteinn Briem, 11.1.2014 kl. 20:43
"Á árunum 2002-2004 var nýtingarhlutfall Reykjavíkurflugvallar og Vestmannaeyjaflugvallar um 98%.
Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2007-2018, bls. 30
"Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum hefur frá árinu 1921 verið veðurathugunarstöð, sem er fræg fyrir að hafa mælt einn mesta vindhraða sem mælst hefur á norðurhveli jarðar."
Þorsteinn Briem, 11.1.2014 kl. 20:51
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:
Þorsteinn Briem, 11.1.2014 kl. 20:56
Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.
Ríkið hefur hins vegar ekki greitt Reykjavíkurborg leigu fyrir þetta land.
Og ef ríkið vildi taka þetta land eignarnámi þyrfti það að greiða Reykjavíkurborg tugmilljarða króna í eignarnámsbætur.
Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.
Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.
Og frá þeim tíma hefur verið 68% verðbólga hér á Íslandi.
Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65
Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.
Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2007-2018
Og engin ástæða er fyrir Reykjavíkurborg að búa til landfyllingu í Skerjafirði undir íbúðabyggð, þar sem borgin á nú meirihluta Vatnsmýrarsvæðisins ásamt einkaaðilum.
Þorsteinn Briem, 11.1.2014 kl. 21:04
Það eru hundruðir stórborga, og þar innan um höfuðborgir, stærri en Reykjavík, með flugvöll inn í miðju. Yfir 600 eftir ákv. kríteríu ef ég man rétt.
Ég sé hvorki réttlætinguna á þann hátt að höfuðborgin sé landsvelt (á meðan til eru hálfu hverfin nær þungamiðjunni -sem er ekki í miðjunni- sem eru hálfköruð), né þá að afneita þessari samgöngutengingu sem höfuðstaður.
Ég sé svo ekki heila brú í því hvar þessir "pennies from heaven" eiga að koma.
Ég sé hins vegar rosalega ferðaþjónustumöguleika í að ákveða bara að þarna verði flugvöllurinn, a.m.k. til áratuga, og hætta að láta tuðið svelta þarna alla aðstöðu með því að viðhalda þessari óvissu. Brautir hafa verið bættar, staðsetningin er góð, og það vantar þarna aðstöðu til þess að blása lífi í þetta.
Svo er það sjúkraflugið.
Hólmsheiði er bara kjaftæði, og þessar fabúleringar með að nota helst bara þyrlur í sjúkraflug, eða vera alltaf með þyrlUR á stand-by til að umskipa sjúklingum lýsir best fávisku þess sem heldur því á lofti.
98% nýtni í Vestmannaeyjum? Kaupi það ekki, - því þar getur lokast fyrir öllu nema þyrlu-blindflugi svo dögum skiptir. Siglingum stundum líka. Þetta er miklu auðveldara jafnan niður í Vatnsmýri. Það sem hjálpað hefur Eyjunum er kannski það hvað flugleggirnir eru stuttir og hægt að læðast í land. Var nú bara rétt búinn að lokast þarna inni með Ómari um hásumar, - ekki var það frostið, bara loftþétting og skyggnisleysi. Við sluppum þó, - hehe.
Mæli því með að flugvöllurinn verði kyrr næstu áratugina, og það skapi rekstrargrundvöll undir sómasamlega flugstöð. Þessi punktur hefur allt of lítið komð upp.
Jón Logi (IP-tala skráð) 11.1.2014 kl. 23:48
Sunnlenskur bóndi ræður því ekki hvað Reykjavíkurborg gerir við land sem er í hennar eigu.
Þorsteinn Briem, 12.1.2014 kl. 00:04
Ég vissi ekki að Heimaey væri marflöt og þar væri aldrei rigning eða hvassviðri.
"Á árunum 2002-2004 var nýtingarhlutfall Reykjavíkurflugvallar og Vestmannaeyjaflugvallar um 98% en Akureyrarflugvallarflugvallar og Egilsstaðaflugvallar um 99%.
Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir 2007-2018, bls. 30-31
Þorsteinn Briem, 12.1.2014 kl. 00:47
Þorsteinn Briem, 12.1.2014 kl. 00:59
Undirskriftir um Reykjavíkurflugvöll í fyrra, 2013, voru einungis um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í alþingiskosningunum í fyrra.
Þar að auki voru þessar undirskriftir langt frá því að vera eingöngu undirskriftir Reykvíkinga.
Undirskriftasafnanir og skoðanakannanir eru ekki kosningar, sem hafa nú þegar farið fram um að Reykjavíkurflugvöllur fari af Vatnsmýrarsvæðinu en ekki að flugvöllurinn fari af höfuðborgarsvæðinu.
Og ekki er kosið um nákvæmlega sama mál þar til einhverjir verða ánægðir með niðurstöðuna.
Færsla Reykjavíkurflugvallar er langtímamál sem bæði borgarstjórn og Reykvíkingar hafa í kosningum fyrir löngu tekið ákvörðun um.
Og gengur ekki að hringla með það endalaust fram og til baka, frekar en staðsetningu Landspítalans, sem borgarstjórn hefur tekið ákvörðun um að verði áfram við Hringbraut.
Deiliskipulag fyrir Landspítala við Hringbraut samþykkt
Og harla ólíklegt að flugvallarmálið hafi breytt einhverju til hins verra fyrir Besta flokkinn í Reykjavík.
Þar að auki eru sumir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fylgjandi því að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu.
Og Vinstri grænir gætu myndað meirihluta með Samfylkingu og Bjartri framtíð (Besta flokknum) í Reykjavík.
20.10.2013:
Besti flokkurinn fengi sjö borgarfulltrúa af fimmtán
Þorsteinn Briem, 12.1.2014 kl. 01:20
Við höfum séð afleiðingar af þeirri gömlu hugsun að setja fólkið á rýrasta landið. Planta niður heilu bæjarfélögunum í bröttum fjallshlíðum þar sem flatlendið er frátekið fyrir gras oní kindur. Og nú vilja flugáhugamenn losna við að skafa snjó af flugvélum áfram og láta þúsundir búa þar sem veður eru verst á höfuðborgarsvæðinu. Mikil er manngæskan og umhyggjan fyrir náunganum.
Oddur zz (IP-tala skráð) 12.1.2014 kl. 04:16
Reykjavíkurborg ræður því einnig hvort fyrirferðarmikil aðflugsljós á stálbitum fyrir austur-vestur braut Reykjavíkurflugvallar yrðu reist á útivistarsvæði Reykvíkinga vestan Suðurgötu.
Aðflugsljós fyrir austur-vestur braut Reykjavíkurflugvallar vestan Suðurgötu, deiliskipulag - Reykjavíkurborg
Einnig hvort skógur yrði felldur vegna flugbrautarinnar við austurenda hennar vestan Fossvogskirkjugarðs í Öskjuhlíð, sem einnig er útivistarsvæði Reykvíkinga.
Þar að auki er svæðið sunnan norður-suður brautar flugvallarins einnig útivistarsvæði Reykvíkinga.
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:
Þorsteinn Briem, 12.1.2014 kl. 04:51
Tja Steini:
"Sunnlenskur bóndi ræður því ekki hvað Reykjavíkurborg gerir við land sem er í hennar eigu. "
Farðu varlega með þessa ályktun. Allt hefur sitt að toga, jafnvel bloggfærslur, og úrslitavaldið mun liggja hjá ríkinu.
Svo væri kannski hægt að taka um þetta könnun í því samhengi þar sem allir atkvæðisbærir menn svara þessari spurningu, t.d. samhliða sveitarstjórnarkosningum hinum næstu.
Mætti kannski kjósa annan höfuðstað í leiðinni?
Jón Logi (IP-tala skráð) 12.1.2014 kl. 17:53
Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg ræður því sjálf hvað hún gerir við land sem er í hennar eigu.
Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi borginni það land sem er í hennar eigu á Vatnsmýrarsvæðinu og gæti að sjálfsögðu einnig fengið úrskurð dómstóla um að ríkið geti ekki brotið gegn stjórnarskránni í þessum efnum frekar en öðrum.
Sunnlenskur bóndi hefur ekkert um það að segja.
Reykjavíkurborg hefur fyrir löngu ákveðið að Reykjavíkurflugvöllur fari af Vatnsmýrarsvæðinu.
Og Reykjavík verður að sjálfsögðu áfram höfuðborg landsins, enda þótt flugvöllurinn verði annars staðar á höfuðborgarsvæðinu.
Þorsteinn Briem, 12.1.2014 kl. 20:47
Það að "skafa snjó af flugvélum" snýst um skilyrði til flugs fyrir þúsundir manna. Snjókoman sest ekki bara á flugvélarnar og hamlar för þeirra, heldur gerir líka ófært til flugs.
Ómar Ragnarsson, 12.1.2014 kl. 22:49
Það er snjókoma á veturna á þúsundum flugvalla í Norður-Ameríku og Evrópu.
Þorsteinn Briem, 12.1.2014 kl. 22:57
"78. gr. Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.
Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 12.1.2014 kl. 23:04
"72. gr. Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 12.1.2014 kl. 23:18
Flugsvið Landhelgisgæslunnar yrði á innanlandsflugvellinum á Hólmsheiði og hægt að flytja sjúklinga þaðan með þyrlu Gæslunnar á þyrlupall Landspítalans við Hringbraut.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar fljúga á um fimm kílómetra hraða á mínútu, þannig að það tæki þær um þrjár mínútur að fljúga með sjúkling af flugvelli á Hólmsheiði á þyrlupall við Landspítalann við Hringbraut, ef á þyrfti að halda, svipaðan tíma og tekur að aka sjúklingi af Reykjavíkurflugvelli á Vatnsmýrarsvæðinu á Landspítalann.
"Fastur kostnaður flugsviðs [Landhelgisgæslunnar] er 80-85% af árlegum rekstrarkostnaði sviðsins og að mestu óháður því hversu margar flugstundir loftfaranna eru.
Það þýðir meðal annars að fækkun eða fjölgun flugtímanna fer ekki að hafa áhrif fyrr en hún er orðin veruleg."
Ársskýrsla Landhelgisgæslunnar 2003, bls. 9-10
Þorsteinn Briem, 12.1.2014 kl. 23:27
Þyrla á við gæsluþyrluna kostar í rekstri á við svona eina flugsveit af fastvængjum.
Áhafnir eru til í minna mæli en "venjulegir" flugmenn, og þú ert að tala um "stand-by" allan sólarhringinn.
Þyrlur eru og mun meira "í slipp" en fastvængjur.
Umskipun milli véla tekur og tíma.
Að nota þyrlu sem sjúkrabíl til þess að gera skamman veg er því fok-fokdýrt.
Hefurðu nokkuð skottast í þyrlum Steini? 3 mínúturnar þínar eru bull, - þú ert með hámarkshraða frá upphafi, reiknar ekki með umskipun, flugtaki og lendingu, og hvað þá þeim tíma sem tekur að ná VNE sem er reyndar í þínu dæmi yfir VNE gæsluþyrlunnar.
Jón Logi (IP-tala skráð) 13.1.2014 kl. 11:00
Það þarf einnig að taka sjúkling úr flugvél á Vatnsmýrarsvæðinu, flytja hann yfir í sjúkrabíl, aka honum krókaleiðir að Landspítalanum og flytja hann svo úr bílnum í húsið.
Allt þetta tekur svipaðan tíma og að flytja sjúkling með þyrlu á Landspítalann frá Hólmsheiði, þar sem flugsvið Landhelgisgæslunnar yrði að sjálfsögðu einnig.
"Á Hólmsheiði er nægt rými fyrir alhliða innanlandsflugvöll, kennsluflug, einkaflug og flugsvið Landhelgisgæslunnar."
Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar
Frá Hólmsheiði að Lækjartorgi eru fimmtán kílómetrar og þyrlur Landhelgisgæslunnar fljúga fimm kílómetra á mínútu, samkvæmt upplýsingum Gæslunnar.
Fólk er flutt með sjúkrabílum að Landspítalanum þegar það veikist eða slasast alvarlega á höfuðborgarsvæðinu en ekki flutt þangað með flugvél.
"Fastur kostnaður flugsviðs [Landhelgisgæslunnar] er 80-85% af árlegum rekstrarkostnaði sviðsins og að mestu óháður því hversu margar flugstundir loftfaranna eru."
Ársskýrsla Landhelgisgæslunnar 2003, bls. 9-10
Þar að auki eru sjúklingar af Suðurlandi, Vesturlandi og Norðvesturlandi fluttir á Landspítalann með þyrlu.
Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg ræður því sjálf hvað hún gerir við land sem er í hennar eigu.
Og meirihlutinn af Vatnsmýrarsvæðinu er í eigu Reykjavíkurborgar.
Þorsteinn Briem, 13.1.2014 kl. 16:39
Tja hvar á ég að byrja? Super Puma gæslunnar hefur specs sem hér segir:
Sem sagt, á cruise 4.2 km sem eru ekki 5. í klifri getur hún náð 2.1, en það hefst ekki strax, - byrjunin er nánast á 0.
Og fastur kostnaður er að mestu óháður flugstundum, enda eru þær að miklu leyti BREYTILEGUR KOSTNAÐUR. Yfirhollningar og bilanir á þyrlum standa í beinu sambandi við tímafjölda, og eru miklu miklu meiri en hjá fastvængjum. Rekstrarkostnaður á þyrlu er venjulega reiknaður tífaldur á við fastvængju. Gaman væri að fá álit Ómars á þessu, og eins hvað verður að fara hátt yfir úthverfi borgarinnar.
Segi enn og aftur að þetta er óraunhæft og óradýrt.
Það hefur jú komið fyrir að gæslan varð þyrlulaus vegna þessa, - önnur bilaði meðan hin var í bútum. Voru það ekki Danir sem þá hlupu í skarðið? Ómar man þetta örugglega.
Ég myndi skjóta á, að bæta þyrfti við 2 stk, til að geta annað þessum 400 skreppum eða svo frá Hólmsheiði og niðrúr, 3 áhafnir, - önnur alltaf á vakt og hin á bakvakt og ein í fríi, og á að giska yrði þetta ca 8 mín með takeoff og lendingu + það að sjúkrabíllinn fer beint inn.Og svo, - meirihlutinn af svæðinu er vissulega í eigu borgarinnar EN ríkið getur beitt eigarnámi....
Jón Logi (IP-tala skráð) 13.1.2014 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.