Grunaði ekki Gvend? Grýlan er ekki dauð!

Það má kannski segja að svonefnd Svíagrýla sé ekki elsta grýlan, sem hefur plagað íslenska handboltalandsliðið. Svíagrýlan var að vísu skæð, en hún dó og hafði þá sem betur fer ekki orðið jafn langlíf og Ungverjagrýlan, sem lifnaði á EM 1964 og er enn í fullu fjöri.

1964 tók hún af okkur spil um verðlaunasæti en í þetta sinn vonandi ekki nema það að fara með lakari stöðu inn í milliriðil en æskilegt var.

Ég varaði eindregið við Ungverjagrýlunni í gær og segja má um úrslitin í dag: Grunaði ekki Gvend?  


mbl.is Ungverjar jöfnuðu í lokin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

 "Þarf maðu að fara aftur upp til að kveikja ljós?"

Ljóma þeir sem áður láðu,

ljósið fannst í verunni,

Ómar er með masturs-gráðu

 meðan hann er á perunni!

Þjóðólfur í Frekjuskaskarði (IP-tala skráð) 14.1.2014 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband