Ég hélt að snjóflóðið á Blönduósi væri toppurinn.

Hver setur þessa mynd af sólarlaginu í Reykjavík í fyrradag í samband við snjóflóð í borginni? Sólarlag.Rvík

Þetta virðist ekki ríma saman, snjóflóð og sólardýrð, en hvort tveggja gerist þessa blíðudaga, sem nú eru í borginni, nánast eins og vorblíða.

Á hinum miklu snjóflóðaárum 1993 - 1995 var það haft til marks um hvers konar ástand hefði verið á landinu þessa snjóavetur, að meira að segja féll snjóflóð á Blönduósi.

Þótti með ólíkindum snjóflóð gæti fallið úr jafn lágri brekku og var þar sem það féll.  

Einnig þótti það magnað að skammt fyrir norðaustan bæinn var sett upp skíðasvæði með tilheyrandi lyftu. Sumir sögðu að það væri raunar lélegasta skíðasvæði landsins, en aðrir, að ekkert skíðasvæði væri betra fyrir byrjendur.

Snjóflóð í Reykjavík sem lokar umferðargötu og það við eina af stærstu verslunarmiðstöðvum borgarinnar sýnist mér ryðja snjóflóðinu á Blönduósi úr toppsætinu sem ótrúlegasta snjóflóð landsins.

Hvað næst? Snjóflóð úr Arnarhóli niður á Kalkofnsveg?

Myndin sú arna er tekin á rétt hjá slökkvistöðinni á Reykjavíkur og er horft til suðurs í átt að Kópavogi.  

Ef tvísmellt er á hana verður hún stærri.


mbl.is Snjóflóð við veginn að Bauhaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Snjóflóð af Arnarhóli myndi reyndar falla niður á Lækjargötu.

Kalkofnsvegur
er örstutt gata á milli Sæbrautar og Geirsgötu.

Seðlabankinn
er eina húsið við Kalkofnsveg, sem heitir eftir kalkbrennsluofni sem þar var og notaður til að brenna kalk til sementsgerðar.

Þar var einnig sænska frystihúsið, fyrsta frystihúsið á landinu sem sérstaklega var byggt sem slíkt, og stærsta hús á landinu þegar það tók í fyrsta skipti á móti fiski til frystingar árið 1930.

Kolaportið
var í bílageymslu við Seðlabankann og fyrir neðan hann er Harpa á Austurbakka 2 en Austurbakki er á milli Miðbakka og Faxagarðs, þar sem varðskipin og skip Hafrannsóknastofnunar liggja.

Og flotbryggja fyrir seglskútur er fyrir framan Hörpu á milli Faxagarðs og Ingólfsgarðs.

Við hlið Seðlabankans er Hótel Arnarhvoll á Ingólfsstræti 1 og fyrir austan hótelið er sjávarútvegsráðuneytið og Hafrannsóknastofnun í gamla útvarpshúsinu á Skúlagötu 4.

Þorsteinn Briem, 15.1.2014 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband