Þegar ráðskonan giftist húsbóndanum.

Nefna má eitt dæmi um það þegar "atvinnuþáttaka" breytir um form en ekki eðli, en minnkar samt verga landsframleiðslu (GNP) þótt hún auki "verga landshamingju" (GNH)

Það er þegar ráðskona, sem lengi hefur unnið fyrir húsbónda sinn, tekur saman við hann og þau giftast.  

Hún heldur áfram að vinna sömu vinnuna og fyrr og sömuleiðis hann, en með þessum formgerningi hefur verg landsframleiðsla minnkað, því að ráðskonan, sem orðin er eiginkona, er ekki lengur launþegi.

Giftingin hefur hins vegar fært þeim skötuhjúunum mikla hamingju, þannig að verg landshamingja hefur aukist á sama tíma og verg landsframleiðsla hefur minnkað.

Hvorn mælikvarðann skyldi nú vera réttara að nota, verga landsframleiðslu eða verga landshamingju?


mbl.is Hagsæld ekki mæld með vergri landsframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sex ára gamall var ég sendur í sveit og gleymdist þar, enda á ég marga bræður og hálfystur sem býr á Ísafirði.

Móðurafi hennar var landstjóri Hollendinga á Súmötru og það eru nú ekki margir sem eiga hálfsystur á Ísafirði.

Í Hlíð í Skíðadal, þar sem nú er í Dalvíkurbyggð, var margt manna, þar á meðal bræður tveir, frændur mínir.

Annar þeirra kvæntist þýskri konu, sem var á meðal margra þýskra kvenna sem fluttust hingað til Íslands eftir Seinni heimsstyrjöldina og unnu hér á sveitaheimilum margar hverjar.

Ef
afköst á þeim bæjum jukust við það á ári hverju gat landsframleiðslan aukist en það gat einnig þýtt minna vinnuálag eða -framlag hvers og eins á þeim bæjum, án þess að framleiðslan ykist.

Og afköst í sveitum landsins jukust eða minnkuðu að sjálfsögðu ekkert vegna þess eins að ráðskonur þar giftust húsbændum sínum.

Á þeim tíma var vélakostur mun minni og lélegri í sveitum landsins en nú er og afköst hvers og eins því mun minni á hverri klukkustund sem unnið var.

Heyi var þá oft snúið hér með hrífum og víða enn slegið með orfi og ljá utan túna, sem þá voru mun minni en nú.

Og nú eru konur sem kvæntar eru íslenskum bændum einnig kallaðar bændur, enda eru þær að sjálfsögðu einnig bændur.

En ekki eykst hamingja allra við það að ganga í hjónaband, eins og dæmin sanna.

Þorsteinn Briem, 17.1.2014 kl. 23:00

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Konur sem giftar eru bændum, átti þetta nú að vera.

Þorsteinn Briem, 17.1.2014 kl. 23:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki veit ég hins vegar hvort lesbíur (les: píur) giftast eða kvænast hver annarri, enda er ég ekki sérfræðingur í lesbíum.

Þorsteinn Briem, 17.1.2014 kl. 23:21

4 identicon

Hann er flókinn og margvíður, lífsins-tommustokkurinn ;)
Kona mín er gift bónda, en það mælist ekki þar sem hún vinnur 100% utan heimilis. Til að rugla jöfnuna er hún margfalt tekjuhærri, enda eru bændur láglaunastétt, svo ekki þarf mikið til.
En viti menn, - bóndi klórar í bakkann og ruglar jöfnuna enn frekar með vinnu utan bús.
Spurning hvernig það kemur út í mælingu á vergri landsframleiðslu.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 17.1.2014 kl. 23:28

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Landsframleiðsla er mælikvarði notaður í þjóðhagsreikningum á það hversu mikið er framleitt af tilbúnum vörum og þjónustu."

Þegar landsframleiðsla er reiknuð er ekki tekið tillit til þess sem framleitt er á heimilum til einkanota.

Landsframleiðsla


"Vöxtur þjóðarframleiðslu frá ári til árs nefnist hagvöxtur, mældur í prósentum, og þegar þjóðarframleiðsla dregst saman er talað um neikvæðan hagvöxt.

Stundum er þó miðað við landsframleiðslu en ekki þjóðarframleiðslu og hagvöxtur er þá reiknaður sem vöxtur landsframleiðslu frá ári til árs."

Hvað er hagvöxtur? - Vísindavefurinn


"Sá 3,1% hagvöxtur sem mældist á fyrstu níu mánuðum [2013] var að verulegum hluta drifinn áfram af stórauknum tekjum í ferðaþjónustu, enda var framlag þjónustuviðskipta við útlönd til hagvaxtar 2% á tímabilinu."

En þetta atriði skilur Sjálfstæðisflokkurinn engan veginn.

Þorsteinn Briem, 18.1.2014 kl. 00:06

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dæmi um þjónustu eru barnagæsla, bílaviðgerð og farsímasamningur.

En á veitingahúsum eru seldar bæði vörur (maturinn) og þjónusta.

Hagkerfi
margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.

Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna.

Þjónusta - Vörur

Þorsteinn Briem, 18.1.2014 kl. 05:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband