18.1.2014 | 07:54
Upplifðu Ísland eins og geimfararnir!
"Upplifðu Mýrina eins og Erlendur!" Eitthvað líkt þessu hljómaði vafalaust í eyrum þúsunda útlendinga sem höfðu lesið "Mýrina" eftir Arnald Indriðason og komu alla leið til Íslands til þess að fara um slóðir sögunnar í Norðurmýri og í Reykjavík.
Árum saman hefur slík "upplifunarferðamennska" verið spottuð og hædd eins og hver önnur vitleysa þeirra sem hafa bent á "eitthvað annað" til atvinnuuppbyggingar en stóriðju.
Við Íslendingar erum vön landinu okkar og þess vegna hefur sú trú verið útbreidd hér að útlendingar sjái landið og upplifi það með sömu augum og við. Til dæmis á þann hátt að Hallormsstaðaskógur sé það sem mest geti laðað ferðamenn til landsins.
Þá gleymist það að skógar, miklu stærri en Hallormsstaðaskógar, standa í hundraða- og þúsundatali standa við vötn og í fjallendi í Evrópu og Ameríku, og því engin ástæða til þess fyrir fólk, sem vant er þessum skógum að fara til Íslands til að upplifa eitthvað, sem er alvanalegt hjá erlendum þjóðum.
Bandarísku tunglfararnir fóru í Öskju 1967. Í Gjástykki hafa alþjóðasamtök áhugafólks um ferðir til mars valið sér æfingasvæði fyrir marsfara.
Það er hægt að höfða til fleiri en þeirra sem hafa séð myndina um Walter Mitty ef nefna á möguleika til upplifunar á íslandi. Þá liggja beint við upphrópanir eins og "Upplifðu Ísland eins og tunglfararnir!"
"Upplifðu Ísland eins og marsfararnir!" Eða "Upplifðu Ísland eins og geimfararnir!"
Upplifðu Ísland að hætti Mittys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.
Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."
En það skilur Sjálfstæðisflokkurinn engan veginn.
Þjónusta - Vörur
Þorsteinn Briem, 18.1.2014 kl. 08:05
Tungl-landslagið og sú staðreynd að Armstrong og Aldrin komu hingað til að æfa vekur alltaf stormandi lukku í leiðsögn. Hef engan ferðamann haft sem vissi þetta!
Jón Logi (IP-tala skráð) 18.1.2014 kl. 08:05
Það er nú ekki bara sjálfstæðisflokkurinn, sbr. "besti"-flokkurinn og RIFF...
Ristum upp gullgæsina lifandi virðist vera eitthvað "trend" núna meðal valdhafa?
Sölvi Fannar Viðarsson, 18.1.2014 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.