Öfug Svíagrýla ?

Einu sinni var talað um Svíagrýluna svonefndu sem hrjáði íslenska handboltalandsliðið svo mjög að leikirnir við þá virtust tapaðir fyrirfram.

Enda voru Svíar og Rússar þá með tvö bestu handboltalandslið heims.

Nú mega Svíar muna sinn fífil fegri. Íslendingar drápu sína Svíagrýla og eftir hrikalegan skell Svía gegn Pólverjum fer hún senn að snúast við þessi grýla, Svíar að finna grýlur gagnvart öðrum þjóðum með þessu áframhaldi.

Danagrýla hefur löngum hrjáð Íslendinga í knattspyrnu. Vonandi verður ekkert hliðstætt á ferð í leiknum við Dani á EM í dag. Danirnir eru að vísu góðir, en reynslan, bæði á þessu móti og fyrri mótum, sýnir að "dagsformið" ræður miklu, - ekkert lið er meira ósigrandi en mótherjarnir leyfa.


mbl.is Svíar áttu ekki roð í Pólverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Á sínum tíma á gömlu góðu dögunum, voru náttúrulega Sovétmenn/rússar og Svíar langöflugastir í handbolta að meðaltali. Sovétmenn/rússar héldu meira í gömlu hefðina. Þ.e. spiluðu kerfisbundið og agað. Þróuðu svo kerfin að hrein undrun var.

Svíar hinsvegar eru höfunar nútíma handbolta, að mínu mati. Það voru þeir sem byrjuðu að þróa handboltann að því leiti að þeir fóru að gefa einstaklingum meiri ákvörðunarrétt og að finna leiðir til að auka hraðann. Þeir voru líka með öðruvísi handboltamenn, fjölhæfa sem gátu leikið nokkrar stöður ef því var að skipta.

Sérlega minnistætt einn leikur íslands við svía þar sem kom alveg fram styrkleiki svía. þetta var sennilega rétt fyrir 1990 eða um það bil.

Ísland hélt lengi í kerfisbolta enda voru austurevrópumenn lengi þjálfarar hér. Í umræddum leik kom svo vel fram munurinn á ofannefndum stílum. Ísland þurfti alltaf að stilla upp, sem kallað er. Í hvert skipti sem flautað var aukakast þurftu allir íslendingarnir að fara í sínar stöður og framhaldið ákveðið kerfislega. Svíar hinsvegar héldu bara áfram úr aukakasti þar sem þeir voru staddir nánast. Það voru margir leikmenn þeirra svo fjölhæfir. Við þetta náðu þeir ákveðnum hraðayfirburðum og rúlluðu léttilega yfir Ísland sem átti engin svör.

Síðan hefur bara margt vatnið runnið til sjávar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.1.2014 kl. 13:53

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Svíar hinsvegar eru höfundar nútíma handbolta" o.s.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.1.2014 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband