25.1.2014 | 03:29
Þungamiðja höfuðborgarsvæðsisins er innst í Fossvogi.
Þungamiðja íbúðabyggðar á höfuðborgarsvæðinu er austast í Fossvogsdal og þungamiðja atvinnstarfsemi þess vestar í dalnum. Því nær sem þessari miðju byggðin er, því betra, enda eru stærstu krossgötur Íslands rétt austan við þetta svæði.
Því ætti áherslan á að þétta miðjuna að beinast fyrst að svæðum nálægt þessari þungamiðju eins og Geirsnefi og Ártúnshöfða, en stór hluti Ártúnshöfðans er ennþá miklar malargryfjur.
Ef eða þegar stóra orkukreppan í heiminum brestur á eftir því sem líður á þessa öld telja margir sérfræðingar um þau mál að úthverfi í borgum heimsins fari verst út úr því, ekki endilega dreifbýlið.
Við Íslendingar höfum sérstöðu meðal þjóða heims hvað það varðar að bæði almenningssamgöngur og samgöngur á einkabílum má knýja algerlega með rafmagni eða orkugjöfum, sem eru framleiddir innanlands.
Við þurfum að vera undir það búin að taka frá orku til þeirra hluta í stað þess að selja hana til stóriðju á brunaútsöluverði.
Úthverfin ekki lengur draumurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þungamiðja atvinnustarfsemi höfuðborgarsvæðisins er vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík en ekki í Fossvogsdalnum.
Þorsteinn Briem, 25.1.2014 kl. 04:10
12.2.2013:
"Gatnakerfið í Reykjavík austan Elliðaáa þekur 51% af landinu.
Byggð svæði þekja einungis 35% og opin svæði 14%."
Ofvaxið gatnakerfi - Þétting byggðar
Þorsteinn Briem, 25.1.2014 kl. 04:14
Í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar er byggðin mun þéttari en austan Elliðaáa en þar eru samt stór opin svæði, Klambratún (Miklatún), Öskjuhlíð, Nauthólsvík, Ægisíða og Hljómskálagarðurinn.
Þar eru einnig einkagarðar við langflest íbúðarhús og í mörgum tilfellum bæði framgarðar og bakgarðar.
Alls áttu 40.295 lögheimili í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar 1. janúar 2013, rúmlega þriðjungur Reykvíkinga, þar af 15.708 í 101 Reykjavík, 16.067 í 105 Reykjavík og 8.520 í 107 Reykjavík.
Og þá áttu þar lögheimili 7.915 börn (sautján ára og yngri eru skilgreindir sem börn), þar af 2.659 í 101 Reykjavík, 3.203 í 105 Reykjavík og 2.053 í 107 Reykjavík, samkvæmt Hagstofu Íslands.
Þar að auki starfa flestir Reykvíkingar vestan Kringlumýrarbrautar.
Þorsteinn Briem, 25.1.2014 kl. 04:16
Í Reykjavík starfa langflestir vestan Kringlumýrarbrautar og á því svæði eru stærstu vinnustaðirnir í Reykjavík.
Og langflest hótel og gistiheimili í Reykjavík eru vestan Kringlumýrarbrautar.
Í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík eru samtals um 20 þúsund nemendur og kennarar og á Landspítalanum starfa um fimm þúsund manns.
Vestan Kringlumýrarbrautar er enn verið að þétta byggðina og auka atvinnustarfsemi, til dæmis með því að reisa stór hótel við Höfðatorg og Hörpu, svo og hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem um 200 manns munu starfa.
Hversu mikil atvinnustarfsemi er til að mynda í Háaleitis- og Bústaðahverfinu, Laugardalssvæðinu, Grafarvogi, Grafarholti, Árbænum og Breiðholtinu?!
Reykvíkingar eru 58% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu.
Og ef einhverjir geta talið upp meiri atvinnustarfsemi í Reykjavík en vestan Kringlumýrarbrautar, einhverju öðru sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu eða utan þess, þætti mér gaman að sjá það.
Þorsteinn Briem, 25.1.2014 kl. 04:54
Einhvernveginn finnst mér að þráhyggjukommentafólk eins og "Steini Briem", hvað sem hann nú heitir í verunni, séu ein tegund eineltis. Maður kveinkar sér orðið við að lesa fróðleg blogg hjá skynsömum manni eins og Ómari Þ.R. vegna kommentanna frá þessum manni, sem er afleitt.
E (IP-tala skráð) 25.1.2014 kl. 10:51
Ég get allavega svarað einni spurningu frá Steina. Hann spyr "Hversu mikil atvinnustarfsemi er til að mynda í Háaleitis- og Bústaðahverfinu, Laugardalssvæðinu, Grafarvogi, Grafarholti, Árbænum og Breiðholtinu?! "
Ég get upplýst hann um það að í Grafarholtinu, sem hefur byggst upp á síðustu 10 árum, eru í dag u.þ.b. 800 störf.
Þetta eru störf á sviði menntamála, rannsókna, verslunar, þjónustu, iðnaðar, heilbrigðis- og bygggingarstarfsemi og matvælaframleiðslu. Þetta eru bæði opinber störf, á vegum ríkis og borgar, og störf í einkageiranum. Þetta eru störf í "skapandi greinum" og "öðrum greinum"...hverjar sem það eru.
Þetta eru störf sem orðið til án þess að nokkur hafi orðið var við það, haft orð á því eða fundið þörf hjá sér til að þakka sjálfum sér fyrir það. Engir skeggjaðir pólitíkusar hafi fengið mynd af sér í fjölmiðlum vegna þessa og engin sérstök "átök" hafa verið sett í gang til að styrkja þessa þróun, engir styrkir frá opinberum aðilum og engar niðurgreiðslur veittar eða lóðir gefnar.
Flest þessara starfa hafa orðið til eftir hrun og þetta eru fleiri störf heldur en hafa orðið til í 101 á sama tíma.
Aðeins eitt svæði getur státað af viðlíka árangri. Það er Ásbrú á Reykjanesi þar sem orðið hafa til 650 störf á síðustu 5 árum.
Hvað varstu nú að segja aftur Steini minn ?
Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 25.1.2014 kl. 11:16
En í framhaldi af því sem Ómar skrifar...
Þetta er laukrétt hjá honum.
Það eru í uppsiglingu gríðarleg mistök sem munu kosta skattgreiðendur á landinu öllu gríðarlegt fé af þeirri einni ástæðu að pólitíkusar horfa framhjá þessum einfalda sannleika sem Ómar bendir á.
Eitt dæmi þessa birtist í blöðunum í gær þegar borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, kastaði hvíta handklæðinu inn í hringinn og ætlast til að innanríkisráðherra grípi það upp.
Það sem Dagur er að gefast upp á eru almenningssamgöngur í Reykjavík. Hann vill að skattgreiðendur hósti upp 30 milljörðum á næstu 5 árum til að endurbæta stofnbrautir til að koma fyrir "hraðvagnakerfi" til að annast fyrirsjáanlegum mannflutningum úr austurborginni þar sem fólk vill búa til vesturborgarinnar þar sem fólk neyðist til að vinna.
Honum virðist hinsvegar ekki hafa dottið í hug einfalda og ódýra lausnin. Auðvitað á að byggja nýja LSH á öðrum stað. Fossvogur, Keldur, Vífilsstaðir...nóg er plássið. Við greiðar samgönguæðar...fyrir allar tegundir samgangna. Þetta myndi gera að engu þörfina fyrir "hraðvagnakerfið".
Ég er líka viss um að kostnaður við að endurbæta almenningsvagnakerfið uppá 30 milljarða er ekki inní tölum um "hagkvæmni" þess að endurbyggja spítalann á sama stað og hann var byggður á þriðja áratug síðustu aldar.
Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 25.1.2014 kl. 12:33
Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.
Ríkið hefur hins vegar ekki greitt Reykjavíkurborg leigu fyrir þetta land.
Og ef ríkið vildi taka þetta land eignarnámi þyrfti það að greiða Reykjavíkurborg tugmilljarða króna í eignarnámsbætur.
Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.
Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.
Og frá þeim tíma hefur verið 68% verðbólga hér á Íslandi.
Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65
Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.
Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2007-2018
Þar að auki er engin ástæða fyrir Reykjavíkurborg að búa til landfyllingu í Skerjafirði undir íbúðabyggð, þar sem borgin á nú meirihluta Vatnsmýrarsvæðisins ásamt einkaaðilum.
Þorsteinn Briem, 25.1.2014 kl. 13:23
Aðflugsljós fyrir austur-vestur braut Reykjavíkurflugvallar vestan Suðurgötu, deiliskipulag - Reykjavíkurborg
Einnig hvort skógur yrði felldur vegna flugbrautarinnar við austurenda hennar í Öskjuhlíð, sem einnig er útivistarsvæði Reykvíkinga.
Þar að auki er svæðið sunnan norður-suður brautar flugvallarins einnig útivistarsvæði Reykvíkinga.
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:
Þorsteinn Briem, 25.1.2014 kl. 13:26
Reykvíkingar starfa flestir vestan Kringlumýrarbrautar og þar er nú verið að þétta byggðina.
Kannanir sýna að helmingur núverandi starfsmanna Landspítalans býr í innan við 14 mínútna hjólafjarlægð í vinnuna og fjórðungur starfsmanna býr í innan við 14 mínútna göngufjarlægð.
Þar er langtímastaðsetningin farin að móta rétt búsetumynstur, þar sem fólk býr nálægt vinnustað en keyrir ekki borgarenda á milli.
Deiliskipulag fyrir Landspítala við Hringbraut samþykkt
Og þeir sem starfa bæði og búa vestan Kringlumýrarbrautar, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu, geta gengið eða hjólað í vinnuna, í stað þess að fara þangað akandi frá austurhluta Reykjavíkur, sem þýðir mun meiri innflutning á bensíni, meira slit á götum og bílum, meiri mengun og mun fleiri árekstra í umferðinni.
Þorsteinn Briem, 25.1.2014 kl. 13:44
Auðvitað á að stefna að þéttingu byggðar miðsvæðis við Elliðaárósa. En sumir sem tala um það virðast sjá fyrir sér ógeðslegan bílamiðbæ. Það væri nú meiri viðbjóðurinn og myndi kosta nokkur hundruð milljarða í uppbyggingu samgöngumannvirkja fyrir bíla.
Bjarki (IP-tala skráð) 25.1.2014 kl. 15:30
Reykvíkingum er í sjálfsvald sett hverja þeir kjósa í borgarstjórnarkosningum og hvar þeir búa í Reykjavík eða annars staðar í heiminum.
Þorsteinn Briem, 25.1.2014 kl. 15:59
Hvaða stjórnmálaflokkur hefur ráðið langmestu um það hvernig Reykjavíkurborg lítur út núna?
Og hverjir létu reisa Ráðhúsið í Reykjavík, Perlu og Hörpu?
Ég gæti best trúað að Besti flokkurinn hafi gert það.
Þar að auki eru sumir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fylgjandi því að Reykjavíkurflugvöllur fari af Vatnsmýrarsvæðinu.
Þorsteinn Briem, 25.1.2014 kl. 16:14
E ,"comment" 5, og Magnús 6 og 7,,,,,Þið sjáið báðir að STBR er ekki í lagi og er í copy/paste einelti á ágætum og fróðlegum vef Ómars - Aldrei neitt nýtt, fróðlegt eða satt....Bara eltir upp greinar eftir aðra
er hugmyndasnauður sjálfur, með pólitískan skæting og lygar á menn.
Þegar Ómar bloggar, þá er það fróðleikur og sannleikur, en þá er skemmtunin eyðilögð með SPAM-fylleríi hjá einum manni....Ömurlegt...en mér tekst samt að skrolla framhjá vitleysunni í honum og lesa frábært blogg Ómars og "commentin" hjá öðrum. - Ráðlegg öðrum að svara STBR ekki, það er eitthvað að....
Már Elíson, 25.1.2014 kl. 16:34
"Við Íslendingar höfum sérstöðu meðal þjóða heims hvað það varðar að bæði almenningssamgöngur og samgöngur á einkabílum má knýja algerlega með rafmagni eða orkugjöfum, sem eru framleiddir innanlands."---- En til þess þarf að virkja nærri jafn mikið og þegar hefur verið virkjað, því í dag rennur þetta rafmagn ósnert til sjávar engum til gagns.
Oddur zz (IP-tala skráð) 25.1.2014 kl. 16:50
Það er út í hött að flagga bara tölum úr Reykjavík einni. Þótt ég sé borinn og barnfæddur Reykvíkingur og hafi átt heima alla tíð í Reykjavík finnst mér það ekki sæma þeim sem búa í höfuðborginni að líta á borgina eina sem nafla alls.
Höfuðborgarsvæðið frá Salahverfinu í Hafnarfirði, upp á Kjalarnes og út á Seltjarnernes er eitt borgarsamfélag og ég vil fara að sjá tölur um dreifingu atvinnu, búsetu og annarra atriða á því svæði öllu.
Ómar Ragnarsson, 25.1.2014 kl. 19:46
Hvað skrifaði ég hér að ofan?!
"Hversu mikil atvinnustarfsemi er til að mynda í Háaleitis- og Bústaðahverfinu, Laugardalssvæðinu, Grafarvogi, Grafarholti, Árbænum og Breiðholtinu?!
Reykvíkingar eru 58% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu.
Og ef einhverjir geta talið upp meiri atvinnustarfsemi í Reykjavík en vestan Kringlumýrarbrautar, einhverju öðru sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu eða utan þess, þætti mér gaman að sjá það."
Þorsteinn Briem, 25.1.2014 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.