Liðið sprakk, hraðinn dó og allt hrundi.

Danska liðið á EM minnti mig stundum á frábært rússneskt knattspyrnulandslið, sem fór á kostum á stórmóti hér um árið með hraða og keyrslu sem ekki hafði áður sést í slíkum mæli.

En mótið var einfaldlega of langt til að mannlegur máttur gæti staðið undir slíkum ofurhraða og yfirferð til langframa. Liðið sprakk, hraðinn dó og allt hrundi.

Mig grunar að svipað hafi gerst hjá danska landsliðinu á EM. Eftir ákveðinn fjölda leikja þar sem hraði Dana drap allt sem fyrir var, kom í ljós í úrslitaleiknum að hann var einum leik of mikið fyrir það hraðaþrek sem þurfti fyrir Dani til að halda uppteknum hætti.

Ég hafði til dæmis búist við því að þeir myndu slaka á í þýðingarlausum leik við Íslendinga í stað þess að halda flugeldasýningu í honum.

Í undanúrslitaleiknum við Króata máttu Danair þakka fyrir að vinna, og sá erfiði leikur tók toll hjá liðinu.

Um þann leik notaði ég orðin "hraðinn drepur" varðandi gott gengi Dana. En ef hraðinn sjálfur drepst, drepur dauði hans þann sem hefur hann ekki lengur.  

Þegar skoðuð eru ótal svokölluð smáatriði í leik Dana í dag sést að þeir eru sumir örlítið svifaseinni en áður og ráða ekki nógu vel við hraðann, þegar hann er settur upp. Það þarf ekki nema fáa menn sem eru farnir að daprast í liði í hópíþrótt til þess að leikurinn hrynji.  

Í fyrri hálfleik eru Frakkarnir eins og skrefi á undan, einbeitingin skilar sér hjá þeim, af því að þeir hafa enn nægt þrek og nægan hraða til að framkvæma það sem þeir vilja.

Í leiknum sáust atriði eins og þau að danskur leikmaður er kominn í hraðaupphlaup en hefur engan til að hjálpa sér, að samvinna í vörninni mistekst vegna sekúndubrots sem tapast af völdum undirliggjandi þreytu, sem getur verið svo lúmsk.  

Hraðamunur sést oft illa þótt hann sé staðreynd. Besta dæmið sem ég þekki um það er hnefaleikakappinn Roy Jones sem í krafti yfirburða hraða gat leyft sér að brjóta sum lögmál hnefaleikanna í vörn og sókn og komast upp með það.

Síðan gerðist það óhjákvæmilega: Í bardaga einum er hann allt í einu steinrotaður og annar svipaður fylgir á eftir. Hann breytist í einstæðum yfirburðamanni með ofurmannlegan hraða í, - að vísu mjög góðan boxara, - en ekki lengur með ofurmannlega hraða.  


mbl.is Frakkar kjöldrógu Dani í úrslitaleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Danska liðið var fjarri sínu besta. Og markvörðurinn ásamt vörninni voru alveg úti á þekju.

Þá var greinilegt að hraðaupphlaup Dana voru í alföru basli, öðru en Björgvin og Guðjún Valur hafa sýnt!

Þó Danir hafi náð 2. sæti eiga þeir margt eftir ólært... segir sá sem ekkert vit hefur á íþróttum en hefur alla sína visku eftir betri partinum!

Guðjón Sigþór Jensson, 26.1.2014 kl. 18:41

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Þetta voru dásemdarúrslit og hananú. Til hamingju Frakkar;)

Ragna Birgisdóttir, 26.1.2014 kl. 18:42

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ógnarhraði Dana dó,
dáldið voru þreyttir,
rosalega Ragna hló,
rokna sexí sveittir.

Þorsteinn Briem, 26.1.2014 kl. 19:59

4 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Ragna Birgisdóttir, 26.1.2014 kl. 20:03

5 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

http://youtu.be/mclimbHMnPk

Ragna Birgisdóttir, 26.1.2014 kl. 20:06

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hálfleiðinlegt hve munurinn var mikill. En mig grunaði að frakkarnir mundu hafa þetta. Eftir leik frakka og spánverja í undanúrslitum taldi eg að danir mundi eiga í erfiðleikum þó á heimavelli væru og lið þeirra væri feikna snjallt. Kom mér fyrir sjónir sem frakkar væru með fleiri afburða handboltamenn innanborðs sem fátt gæti stoppað. En jú jú, í úrslitaleiknum náðu danir ekki að útfæra sínar sterkustu hliðar. Náðu aldrei fram það sem helst hefur einkennt þá. Virkuðu þreyttir. En frakkar spiluðu eins og þeir væru að mæta á mótið núna. Franska liðið er betra þó munurinn sé ekki eins mikill og virtist í þessum leik.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.1.2014 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband