29.1.2014 | 15:06
Eins og menn dreymi um gamla ástandið.
Jón hjólreiðamaður á Akureyri fór með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu fyrir rúmum 20 árum með þeim afleiðingum að bananalýðveldið Ísland neyddist til að breyta dómstólakerfi sínu gagngert, annars hefðum við haldið áfram að vera aðhlátursefni í réttarfari.
Mál Jóns snerist um það að sami aðili stóð að því að standa Jón að verki, rannsaka mál hans, fara með það í eigin lögsögu og dæma í því.
Sami aðilinn var "undir og yfir og allt um kring".
Samsvörun vinnubragða yfirvalda í Gálgahraunsmálinu við þetta mál er athyglisverð. Það er eins og menn dreymi um að endurvekja gamla ástandið, sem hér var við líði.
Sá skikkjuklæddi undir, yfir og allt um kring | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi málflutningur er byggður á misskilningi. Sá sem rannsakar mál ákveður hvort ákært er og fer með ákæruvaldið sem hluti framkvæmdavaldsins. Hann dæmir ekki.
Þetta eiga lögfræðingar Hraunavina að vita og ef þeir vita það ekki er vafasamt að þeir séu hæfir sem málflutningsmenn. En kannski vita þeir þetta og tala þá gegn betri vitund. Þar með er vafasamt að þeir séu hæfir sem málflutningsmenn.
Hvort ætli sé tilfellið?
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 15:18
Réttarfarinu sem Ómar lýsir er nefnt „inquisatoriskt“ réttarfar og er beiskur arfur frá Spánska rannsóknarréttinum. Þá fór sami embættismður með rannsókn málsins, ákæru og felldi loks dóm í málinu. Nú er liðinn um aldarfjórðungur frá því tími Spánska rannsóknarréttarins.
Lagagrunnurinn sem ákæruvald lögreglustjóra byggist á að um sé að ræða „minniháttar“ lögbrot, sektir vegna brota í umferðinni og vegna brota á áfengislögum og þ.h. Í saksókninni gegn Hraunavinum reynir á hvort ekki sé farið út fyrir þennan lagaramma. Í raun ætti þætti lögreglunnar að vera lokið við rannsókn málsins og ákvörðun ætti að vera undir ákvörðun ríkissaksóknara komið eins og um öll mál gegn valdstjórninni. Já gegn valdstjórninni. Aðgerðir lögreglunnar þennan dapra dag minnti einna á handtökur í einræðisríki þar sem mannréttindi eru ekki upp á marga fiska eins og í Kína og öðrum þeim ríkjum þar sem aðeins einn flokkur ræður öllu.
Þessi maálferli gefa kjörið tækifæri að leggja ýmsar áleitnar spurningar vegna þeirrar ákvörðunar að beita lögreglu til réttargæslu landeigenda í Garðabæ sem nýtur augljóss mikils hagnaðar af þessari framkvæmd. Við skulum hafa í huga að grjótharðir hagsmunir ollu þessari hörku gegn mótmælendum. Þessa frumhlaup Hönnu Birnu gefur vont fordæmi. Hvað verður næst: Verður aukin harka sýnd við mótmæli eftirleiðis? Verður þetta eins og í Úkraníu? Vonandi ekki.
Guðjón Sigþór Jensson, 29.1.2014 kl. 15:49
Úff, við erum vonandi ekki á leið í lögregluríki. Enginn þorir að opna munninn, allir eru þægir og góðir. Viljum við þetta?
Úrsúla Jünemann, 29.1.2014 kl. 17:29
Er það ekki rétt hjá mér að framkvæmdin sé í ferli í dómskerfinu og þar með ekki endilega lögleg sjálf? Sé svo á hreinu er lögregluvaldið þarna á hálum ís. Og eins með það ef bara er mómælt án þess að stöðva vinnuvélar. Ætti ekki frekar að setja framkvæmdina á ís uns dómur fellur, - hún er jú þess eðlis að hún er óafturkræf.
Jón Logi (IP-tala skráð) 29.1.2014 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.