3.2.2014 | 14:01
Sígandi lukka er best.
Smám saman birtast jákvæð teikn um það að við Íslendingar getum hægt og bítandi komist upp úr öldudalnum eftir Hrunið. Ekki mun af veita að þeir, sem flutt hafa úr landi í atgerfisflótta sjái sér fært að snúa heim á ný.
Atgerfisflótti er alvarlegt vandamál fyrir hvaða þjóð sem er.
Einhliða straumur til höfuðborgarsvæðisins er áhyggjuefni fyrir landsbyggðina, en líklegt má telja að undantekningin varðandi Suðurland sé vegna stóraukinna umsvifa ferðaþjónustunnar og að ferðaþjónustan dragi úr straumnum frá öðrum landslhlutum.
Það hefur verið sagt að hin raunverulega stóra varnarlína vegna byggðaröskunar sé Leifsstöð frekar en Hvítá í Borgarfirði og Þjórsá. Nú er straumur kominn til baka í gegnum Leifsstöð og þótt hann sé ekki mikill er rétt að hafa í huga að sígandi lukka er best.
Fleiri fluttu til landsins en frá því | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stóriðjan á Austurlandi var viðleitni stjórnvalda til að sporna við þeirri ógnvænlegu byggðaþróun sem átt hafði sér stað í Fjarðabyggð frá 1990.
Eftir að Alcoa hóf starfsemi sína 2007, hefur störfum í sjávarútvegi fækkað í Fjarðabyggð um ca. 300 manns. Þrátt fyrir það hefur íbúum fjölgað um tæplega 1000 manns og fjölgunin er 100% á Reyðarfirði, eða úr 600 í 1200 manns.
Þeir sem voru og eru jafnvel enn á móti þessu mikla framfaraspori sem álverið var á svæðinu, stilla gjarnan dæminu þannig upp að annaðhvort sé stóriðja eða "eitthvað annað", eins og eitt útiloki annað. Þetta er auðvitað tóm vitleysa.
Gott dæmi um þetta er kvikmyndaverkefnið frá BBC sem nú hefur hertekið bæjarfélagið, en um 150 manns frá Englandi og starfsmönnum Pegasus á Íslandi verða hér viðloðandi næstu 5 mánuði með hléum. Reyðarfjörður og Eskifjörður hefðu aldrei orðið fyrir valinu nema vegna stóriðjunnar og þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað í gistirýmum frá því álverið hóf starfsemi sína.
Stóriðjan skapaði "eitthvað annað".
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.2.2014 kl. 14:59
Afhverju er lukka (allt upp á við), sígandi....en ekki stígandi ?
Már Elíson, 3.2.2014 kl. 16:30
Aðalvandamálið til að menn geta búið hér við sæmileg lífskjör eru húsnæðismálin. Á meðan leiguverð á bara litlu húsnæði slaga upp í það sem láglaunamenn fá í mánaðarkaup þá er ekki mikil von fyrir þetta fólk. Ennþá er stefnan á höfuðborgarsvæðinu að byggja frekar dýrar íbúðir því að hægt er að græða meira á þeim. Það gleymist bara að fullt er til af svoleiðis húsnæði sem fáir geta keypt. Það þarf að efla leigumarkaðinn stórlega og byggja ódýr og viðráðanleg húsnæði svo unga fjölskyldufólkið sér möguleika að búa hér.
Úrsúla Jünemann, 3.2.2014 kl. 17:46
Þessi sama stóryðja á Reyðarfyrði sendir reikning til komandi kynslóða! Landið í flakandi sárum og sér ekki fyrir endan á þvi! Mætti halda að við værum 33 milljónir miðað við umfangið sem þessi framkvæmd skapaði og störfið sem hún skapaði! Komum niður á jörðina og hættum þessari minnimáttarkennd.
Sigurður Haraldsson, 3.2.2014 kl. 17:54
störfið=störfinn sem hún skóp.
Sigurður Haraldsson, 3.2.2014 kl. 17:55
Ursula vekur athygli á máli málanna, leiguhúsnæði. Væri ég pólitíkus mundi ég hafa áhyggjur af þróuninni og gera allt til að koma málinu í betri farveg. Gott samfélag byggist á sanngjörnum leigumarkaði. Hvorki meira né minna.
Nú les maður um fyrirtæki sem eiga orðið mörg hundruð íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, líklega til að leigja út og græða, græða, græða.
Þegar ég kom staurblankur frá US til Sviss fyrir mörgum árum spurði ég minn vinnuveitanda hvað ég gæti leyft mér að borga í húsaleigu, miðað við mín fyrstu laun. Svarið var, 20-25% af brúttó mánaðarlaunum. Alls ekki meira. Og það gékk upp, við fundum góða íbúð fyrir okkar fjögur. Þetta samsvarar því að fjölskylda í Reykjavík með 400.000 brúttó laun borgi í hæsta lagi 100.000 fyrir íbúð.
Mér hefur verið sagt að námsfólk sé að borga 100.000 fyrir kjallarholu. Þetta er tímasprengja.
Ég skrifaði nokkrar línur um Hjálmar Sveinsson í siðasta pistli Ómars. Hann gæti verið rétti maðurinn til að taka á þessu veigamikla verkefni höfuðborgarinnar; leiguhúsnæðið.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.2.2014 kl. 19:03
17.10.2013:
Þrjú þúsund nýjar leiguíbúðir í Reykjavík á næstu fimm árum
Þorsteinn Briem, 3.2.2014 kl. 19:39
Sigurður, hvernig má það vera að "stóriðja á Reyðarfyrði sendir reikning til komandi kynslóða"?
Af 99 miljarða útflutningstekjum Fjarðaáls, urðu 38 miljarðar (38%) eftir í landinu í formi opinberra gjalda, launa, innkaupa af innlendum byrgjum á vörum og þjónustu auk samfélagsstyrkja, en samfélagsstyrkir nema rúmlega 800 miljónum króna frá því fyrirtækið hóf umsvif sín í Fjarðabyggð, þar af 130 miljónir á árinu 2012.
Á árinu 2012 greiddi Alcoa Fjarðaál 1,2 miljarða í opin ber gjöld til ríkisins og Fjarðabyggðar. Starfsfólkið greiddi á sama tíma 1,3 miljarða í tekjuskatt og útsvar til ríkis og sveitarfélaga.
Hvaða reikning ertu að tala um, Sigurður Haraldsson?
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.2.2014 kl. 22:23
Í raun græðir Alcoa beint ca 20-30 milljarða á ári á verksmiðjunni en borgar engan tekjuskatt með því að beita bókhaldsbrellum.
Á sama tíma segir forstjóri Landsvirkjunar ítrekað að arðsemi Kárahnjúkavirkjunar sé óviðunandi.
Færri búa nú í Fjarðabyggð allri en árið 1990. Þótt fólki hafi fjölgað á Reyðarfirði hefur því fækkað í Neskaupstað.
"Reikningurinn" felst í mestu neikvæðu óafturkræfu umhverfisspjöllum, sem möguleg voru á Íslandi og hann verður sendur milljónum Íslendinga framtíðarinnar í formi stórfelldrar eyðileggingar einstæðra náttúruverðmæta.
Ef jafnræði hefði átt að vera með tveimur kostum, orkunýtingu eða verndarnýtingu, hefði jafnræðis milli þessa tveggja kosta aðeins verið gætt með því að gefa verndarnýtingunni um tveggja áratuga tækifæri til að byggja upp ferðaþjónustu í sambandi við þjóðgarð sem hefði verið settur á Heimsminjaskrá UNESCO.
Ef sá kostur hefði misheppnast hefði verið hægt að velja orkukostinn, af því að verndarnýtingarkosturinn kemur ekki í veg fyrir að breyta yfir í aðra nýtingu, en orkunýtingarkosturinn eyðilegggur um alla framtíð alla aðra nýtingarmöguleika.
Ómar Ragnarsson, 4.2.2014 kl. 00:28
Þú tvítelur sömu peningana, Gunnar, nefnir fyrst launin og bætir síðan skötunum af þeim við.
Alcoa græðir í raun ca 20-30 milljarða á ári á álverinu en losnar við að borga tekjuskatt með því að beita bókhaldsbrellum. "Samfélagsstyrkirnir" nema innan við 1% af gróða Alcoa, og fyrirtækið er í raun að borga álverið upp á örfáum árum á meðan Landsvirkjun og eigendur hennar dragnast með vaxtabyrði og afborganir af þeirri stærð, að forstjórinn segir að arðsemi virkjunarinnar sé óviðundandi.
"Reikningur" milljóna Íslendinga sem eiga eftir að lifa í landinu felst í því að virkjunin kostaði mestu mögulegu neikvæðu og óafturkræfu umhverfisspöll, sem hægt er að fremja hér á landi.
Ef jafnræði hefði í upphafi átt að vera með tveimur kostum, annað hvort orkunýtingu eða verndarnýtingu, hefði þess einungis verið gætt með því að gefa kost á ca 15-20 árum til að byggja upp verndarnýtingu í formi ferðaþjónustu í þjóðgarði með gæðastimpli Heimsminjarskrár UNESCO.
Ef það hefði ekki gengið nóg vel, var hægt að fara yfir í orkunýtinguna, vegna þess að stóri munurinn á verndarnýtingu og orkunýtingu með óafturkræfum áhrifum er sá, að verndarnýting kemur ekki í veg fyrir að farið sé yfir í orkunýtingu, en hins vegar er orkunýting á borð við Kárahnjúkavirkjun þess eðlis að útilokað er að breyta yfir í verndarnýtingu.
Hvað mannfjöldann snertir búa færri nú í Fjarðarbyggð en 1990 þótt fjölgað hafi á Reyðarfirði. Fjölgunin á Reyðarfirði nemur 0,03% af mannfjöldanum á Íslandi.
Ómar Ragnarsson, 4.2.2014 kl. 00:41
Er ekki raunsærra að skoða íbúaþróun frá því framkvæmdir við virkjun og álver hófust árið 2002 og til dagsins í dag? Árið 2002 bjuggu á Mið-Austurlandi 8025 íbúar. í lok árs 2012 bjuggu hér eystra 8999. Þetta er fjölgun upp á 12%.
Í ljósi þess að störfum í sjávarútvegi á svæðinu hefur fækkað á sama tíma um 300, þá sér hver maður hve gæfuríkt spor stóriðjan var fyrir Nið-Austurland.
Fólk hefði ekki beðið í 20 ár eftir draumalandi Ómars og Andra Snæs. Það hefði flutt á brott.
Og hvernig í ósköpunum getur þú Ómar, fullyrt að Kárahnjúkasvæðið hefði farið á Heimsminjaskrá UNESCO? Það er afar erfitt að komast á þann lista og ef ég man rétt tók það áratugi að sannfæra stofnunina að Þingvellir ættu erindi í skrána.
Kárhnjúkar verður skuldlaus eign innan fárra ára og mun því mala gull í vasa þjóðarinnar, sem hún gerir reyndar nú þegar. Það má eflaust gagnrýna arðsemina, en þetta verkefni hefði einfaldlega aldrei orðið að veruleika nema vegna núverandi samninga. Ef ekki hefði komið til þessi innspýting í samfélagið hér eystra, væri hér ömurlegt um að litast, í samfélagslegu tilliti. En íbúum í 101 Rvk stendur á sama um það.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.2.2014 kl. 08:05
...og ég tvítel enga peninga, Ómar. Allar tölur sem ég nefni eru opinberar tölur og þessir penningar hefðu ekki orðið til nema vegna álversins.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.2.2014 kl. 08:09
Ekkert í uppfærðu arðsemismati frá 2006 eða 2008 bendir til þess að Landsvirkjun telji arðsemi Kárahnjúkavirkunar ófullnægjandi. Tilvitnuð ummæli í Landsvirkjun eiga við arðsemi af rekstri virkjunarinnar fyrstu 4 árin. Þetta hefur marg oft komið fram, sbr. t.d.:
1) http://www.vb.is/skodun/69466/
2) http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2011/12/15/ardsemin_mun_meiri_en_vonir_stodu_til/
Bolli Valgarðsson (IP-tala skráð) 4.2.2014 kl. 11:28
Fólkið sem greiddi 1,3 milljarða af tekjum sínum í skatta og útsvar tók þá peninga af launum sínum sem þú telur öll stóriðjunni til tekna ásamt sköttum og útsvari þess. Þetta kalla ég tvítalningu.
Gaman væri að vita hvaða stóriðja það var á Seyðisfirði sem dró kvikmyndagerðarmenn þangað vegna myndarinnar "The secret life of Walter Mitty".
Hvaða stóriðja var það sem dró aðra erlenda kvikmyndargerðarmenn, Tom Cruise þ. á. m. upp á Mývatnsöræfi og fleiri staði á hálendinu?
Ómar Ragnarsson, 4.2.2014 kl. 21:06
Fólkið sem greiddi 1,3 milljarða hafði lifibrauð af stóriðjunni en ekki af honum Walter Mitty eða Tom Cruise.
Jú Benni stillti og Tóma krúsin koma auðvitað með fljótfengna peninga inn í þjóðfélagið en það er ekkert til að stóla á, getur brugðist einn tveir og þrír, meðan stóriðjan, fiskveiðarnar og þjónusta í kringum það mallar dag eftir dag og heldur þjóðfélaginu stöðugu, skila peningum í ríkiskassann þar sem að stjórnmálamenn geta svo úthlutað þeim til listamanna og annarra verkefna sem skila svo alldrei nokkru til samfélagsins öðru en væli yfir því að þeir fái ekki nógu mikið.
Svo er röflað að það megi gera þetta eða hitt, það verði að hugsa um komandi kynslóðir, og svo þegar þær komast á legg þá má ekki heldur gera neitt því að þá verða þessar komandi kynslóðir að hugsa um næskomandi kynslóðir.
Ef forfeður okkar hefðu hugsað svona værum við sennilega ennþá í torkofunum við rýnandi í skræðurnar við brækjuna af lýsislömpunum.
Og að lokum þá komu Tom Cruse, Ben Stiller Russel Crove og fleirri til landsins þrátt fyrir Stóriðjunnar á Seyðisfirði, þrátt fyrir allar virkjanirnar sem eru reyndar taldar umhverfisvænar nánast allsstaðar nema hér.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.2.2014 kl. 23:08
Nú veit ég ekki hversu stór hópur fólks fylgdi Ben Stiller og Tom Cruise en það er bara ekki saman að jafna, 5 mánaða verkefni, eða nokkurra vikna verkefni. Ég efast þó um að það hafi verið eins margir og í BBC verkefninu. Ben og Tom voru hér að sumri til og gátu farið hvert sem er í gistingu á milli tökudaga. Hér í Fjarðabyggð er verið að nota vörur og þjónustu vegna BBC fyrir um miljarð sem skilar sér hratt og örugglega til sveitarfélagsins. BBC þarf ekki að fara annað til að fá þjónustu nema að litlu leiti. Bílaleigubíla fá þeir reyndar ekki hér, en þeir eru fjölmargir, stórir og smáir á götum bæjarins.
Á Reyðarfirði og Eskifirði hefur verið byggð upp hótel og gistihús eftir að álverið tók til starfa. Það hefði aldrei verið gert án þess. Hér á Reyðarfirði voru tvö hótel fyrir álver; Tærgesen gistihús og Hótel Búðareyri sem síðar varð Fosshótel. Stöðug eigenda og rekstraraðilaskipti voru á þessum stöðum og reksturinn gekk illa. Í dag er búið að byggja tvö ný gistiheimil og annað í uppbyggingu.Á Eskifirði hefur verið byggð upp gistiaðstaða (Hótelíbúðir) og reksturinn er stöðugur allt árið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.2.2014 kl. 00:15
Frá árinu 2003 hefur íbúum á Neskaupstað fjölgað um 50, þrátt fyrir að vera í 30 km fjarlægð frá álverinu og yfir erfiðan fjallveg að fara (Oddsskarð) en það stendur til bóta með jarðgöngunum. Ólíklegt er að ráðist hefði verið í gerð gangnanna nema vegna álversins og annarar uppbyggingar og fólksfjölgunar í kjölfarið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.2.2014 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.