3.2.2014 | 18:57
Ekkert fyndið, - dauðans alvara.
Það virðist nokkuð ljóst að tilkynningin um sökkvandi bát og menn í gær hafi verið gabb. Ef þeir, sem að slíku og þvílíku standa finnst það fyndið, er það svo sannarlega ekki þannig, heldur dauðans alvara.
Ekki aðeins vegna margra milljóna króna kostnaðar, líkast til hátt á annan tug milljóna, heldur bæði vegna þess, að meðan svo stór óþörf aðgerð er í gangi rýrist getan til að sinna öðrum verkefnum og einnig vegna þess, og að meiri hætta geti orðið á því síðar að óskýrt en raunverulegt neyðarkall verði í í ljósi þessa atviks síður tekið alvarlega.
Í fluginu er talið mikilvægt að þegar flogið er sé alltaf einhver aðili á jörðu niðri eða á flugi, sem hafi vitneskju um viðkomandi flug og helstu atriði þess, hvaðan, hvert, hvaða leið, hve lengi, hve mikið flugþol, hverjir um borð, hvaða farsímanúmer.
Þetta er gert til að tryggja, að fari eitthvað úrskeiðis, vitnist sem fyrst um það, jafnvel þótt hvorki flugstjórinn né farþegar hafi ráðrúm eða aðstöðu til að gera viðvart.
Sama gildir í raun um allar ferðir fólks á sjó, landi og í lofti. Ef svona kerfi er í gangi, vitnast fljótlega um það ef eitthvað fer úrskeiðis, og strax síðdegis í gær fór það að verða grunsamlegt, að þrátt fyrir ítarlegan fréttaflutning af neyðarkallinu og leitinni, saknaði enginn neins.
Mikill kostnaður við leitina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.