"Það kemur að því að konur bjarga heiminum - með hjálp karla."

Vigdís Finnbogadóttir var rétt í þessu að segja þessi orð, sem voru lokaorðin í viðtali hennar við Evu Maríu Jónsdóttur í eftirminnilegu viðtali í Sjónvarpinu: "...Það kemur að því að konur bjarga heiminum - með hjálp karla."  

Aðdragandinn að þessum orðum var ekki síður athyglisverður,  - um skarðan hlut kvenna í heiminum og vaxandi skilning á óréttinum sem viðgengst gagnvart þeim og ekki síður því tjóni, sem hlýst af því að hæfileikar þeirra fái ekki að njóta sín.

Þessi lokakafli viðtalsins á það skilið að vera birtur opinberlega okkur öllum til umhugsunar, þótt ég hafi hann ekki fyrir framan mig né muni hann orðrétt akkúrat núna.  

Takk, Vigdís. Takk.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega. Þetta hef ég alltaf sagt.

Vigdís, Vigdís Hauks, á eftir að bjarga heiminum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.2.2014 kl. 23:02

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 4.2.2014 kl. 02:11

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Því miður virðist lítill áhugi hjá Vigdísi Finnbogadóttur fyrir því, að rétta hlut kvenna í löndum Islam.Þar situr hún á sama bekk og forystukonur í vinstri flokkunum sem virðast vilja færa misrétti Islams gagnvart konum til Íslands og ekki megi hrófla við því, af því að um trú sé að ræða.Það er aðeins ein Vigdís á Íslandi sem getur bjargað heiminum og þarf ekki aðstoð karla til þess.Sú kona heitir ekki Vigdís Finnbogadóttir, heldur Vigdís Hauksdóttir.

Sigurgeir Jónsson, 4.2.2014 kl. 04:11

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vigdís höfði stakk í stein,
steiktur hennar kollur,
niðurskurður undur ein,
aldrei sker hún rollur.

Þorsteinn Briem, 4.2.2014 kl. 06:41

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það eru ekki endilega valdakonur sem taka afgerandi þátt í því að bjarga heiminum. Hin hógværa María mey, mannvinurinn Ólafía Jóhannsdóttir og pakistanska unglingsstúlkan Malala Yousafzai eru dæmi um það.

Jón Valur Jensson, 4.2.2014 kl. 08:48

6 Smámynd: Már Elíson

JVJ.....Það er rugl hjá þér látin kona úti í bæ bjargi heiminum. Hún er eins og margar aðrar dauðlegar verur, í Hólavallakirkjugarðinum. - En hin getur haft áhrif, og gerir það...en hún bjargar engu, það veistu mætavel. - Frábær einstaklingur, Malala. Þúsundir kvenna eins og hún eru til. Þær vilja bara ekki fá kúlu í sig og halda sig til hlés.

Már Elíson, 4.2.2014 kl. 18:04

7 identicon

Jón Valur var með góð og falleg ummæli. Mér datt til hugar að hrósa honum fyrir, hef lítið gert af slíku þegar Jón Valur hefur átt í hlut, en úr því varð ekki.

Umæli Márs Elísonar eru hinsvegar kjánalegir útúrsnúningar.

Jú, alveg rétt, flestir halda sig til hlés, status quo.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.2.2014 kl. 20:08

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Malala og Mandela. Mannkynið á gott að þau skyldu hafa fæðst, þótt ekki sé nema vegna þess að þau kveiktu á kyndli göfugra hugsjóna sem lýst hefur heimsbyggðinni.

Og vafasamt er að Íslendingar hefðu lagt það til heimsmálanna að fyrsti þjóðkjörni kvenforseti veraldar yrði Íslendingur ef Vigdís Finnbogadóttir hefði ekki fæðst og það hefði lýst heimsbyggðinni.

Ómar Ragnarsson, 4.2.2014 kl. 20:50

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er ekkert nýtt, að það þarf konur til að viðhalda mannkyninu, ekkert síður en karlmenn.

Ég sakna þess að margar valdakonur sjái hversu mikilvægt raunverulegt jafnrétti er. Jafnrétti snýst um jafnt réttlæti allra. Öfgar skapa ójöfnuð og stríð, sem skemmir fyrir jafnréttlætis-baráttu heildarinnar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.2.2014 kl. 21:47

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jesús fæddist mönnum til hjálpræðis, og það hefur sýnt sig, Már og Anna.

María samverkaði með því að hlíta vilja Guðs í stað þess að setja sig upp í móti honum; hún tók á sig áhættuna að verða talin hafa verið lauslát. Jósef, heitmaður hennar, tók einnig þátt í þessari áætlun Guðs með því að skilja ekki við hana. Hann fór að vilja Guðs, sem honum var opinberaður (Matth.1), tók konu sína til sín og kenndi hennar ekki.

Ólafía Jóhannsdóttir var með sams konar kristna hugsjón og Florence Nightingale og Henri Dunant, stofnandi Rauða krossins. Trúin hefur sín áhrif.

Jón Valur Jensson, 4.2.2014 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband