"Kerfisbreytingar m.a. stytting náms" gefa ekkert núna.

Menntamálaráðherra treystir sér eðlilega ekki til þess að véfengja þær tölur um meiri kjararýrnun framhaldsskólakennara en sambærilegra stétta, sem þeir hafa sett fram.

Sú rýrnun hefur staðið undanfarin ár og nú er svo komið að langvarandi þolinmæði kennaranna er auðvitað á þrotum.

Svo er að heyra að ráðherrann ætli að leysa þessa kjaradeilu með því að slengja framan í kennara frösum eins og "kerfisbreytingar, þar á meðal stytting náms" og fá þá til að trúa því að þessir fuglar í skógi séu ígildi tafarlausra launaleiðréttinga.

Það er þar að auki meira en að segja það og breyta því með einu prennastriki að stytta námstímann.

Er sérkennilegt að ráðherra flokks, sem segist berjast fyrir frelsi, setur fram hugmyndir um harða miðstýringu til að þvinga fólk til að beygja sig undir slíkar ráðstafanir, sem munu auka hættuna á brottfalli úr skólanámi, sem þegar er meira hér á landi en í öðrum löndum.

Það hefur löngum verið kostur við íslenskt skólakerfi að nemendur hafa fengið færi á því að kynnast íslensku atvinnulífi til sjávar og sveita um sumartímann og í skólaleyfum.

Hversu mjög sem miðstýringartrúaður menntamálaráðherra vill, mun hann til dæmis ekki breyta þeirri staðreynd að stóraukinn straumur kallar á aukið vinnuafl á aðal ferðamannatímanum.

Nemendur í framhaldsskólum auka við færni sína í erlendum tungumálum og kynnum við erlenda menningu auk betri innsýnar í íslenskt atvinnulíf og þjóðlíf með því að taka að sér aukastörf, sem skapast um sumartímann. Þeir auka einnig tekjur sínar og þar með möguleika á að geta haldið áfram námi eftir að framhaldsskólanámi lýkur.

Aðalatriðið er hins vegar það, að kennurunum dugar ekki slagorð um styttingu náms nemenda sem mörg ár tæki að framkvæma og er þar að auki tvíbent aðgerð sem við íslenskar aðstæður er óvíst að skili árangri.

Launadeiliur leysast ekki með því að lofa upp í ermina á sér hugsanlegum launahækkunum eftir mörg ár.


mbl.is Skapi svigrúm til launahækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Unga fólkið okkar þroskast líka og bætir í sálarsjóð sinn við það að taka þátt í atvinnulífinu á sumrin og í fríum. Vill ráðherra kannski að fólk sitji samfellt á skólabekk frá 1. bekk í grunnskóla og þar til það útskrifast úr háskóla án þess að reyna fyrir sér í vinnu?Við eigum orðið þannig fólk,sprenglært á bókina en kann ekki til verka og þarf algjöra leiðsögn við einfalda hluti. Þetta er slæmt ef að stytting til náms verður að veruleika.

Ragna Birgisdóttir, 4.2.2014 kl. 09:20

2 identicon

Laun framhaldsskólakennara á Íslandi eru neðan við allar hellur, til skammar. Period.

Laun kennara í Sviss. Meðaltölur brúttó launa fyrstu starfsárin.

Leiksskóli: 758.000 mánaðarlaun

Grunnskóli: 813.000 mánaðarlaun

Menntaskóli: 1.137.000 mánaðarlaun

 

Taka skal fram að laun geta verið misjöfn eftur sýslu (Kanton) og sveitarfélagi (Gemeinde). Þetta eru brúttó laun og af þeim á eftir að greiða alla skatta, lífeyri og sjúkratryggingu.

 

Nú hafa laun á Íslandi hrapað mikið eftir Hrunið og því rangt og ósanngjarnt að gera samanburð við ríkustu lönd Evropu. Samanburð skal gera innanlands eftir starfsstéttum.

 

En hvernig má það vera að forstjóri fyrirtækis sem rekur besínsölu (sjálfsafgreiðsla) og sjoppur (rusl fæði), t.d. N1, hafi 10 sinnum hærri laun en menntaskólakennari með langt háskólanám?

Hvaða starf er meira krefjandi? Svari hver fyrir sig.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.2.2014 kl. 09:36

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://blog.pressan.is/stefano/files/2013/09/T%C3%ADmakaup-%C3%AD-ESB.jpg

Þorsteinn Briem, 4.2.2014 kl. 09:44

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Kerfisbreytingar" í menntakerfinu ættu frekar að miðast við meiri sveigjanleika í báðar áttir heldur en einhliða styttingu námstímans. Til eru dæmi um "hliðarráðstafanir" við að leysa kjaradeilur, atvinnuleysistryggingasjóðir 1955 og lífeyrissjóðir og byggingar félagslegs húsnæðis 1964 og 65. En þessi atriði voru föst í hendi í krónutölu og byggð á gagnkvæmrni tryggingu aðila vinnumarkaðarins og ríkisins.

Einhver óljós loforð ráðherra um "kerfisbreytingar, meðal annars styttingu námstímans" eru ekki af þessum toga heldur bara fuglar í skógi.

Það er sjálfsagt að hafa skilning á þröngri stöðu ráðherrans og ríkisfjármálanna, en hann verður að gera betur til að leysa þessa deilu.

Ómar Ragnarsson, 4.2.2014 kl. 11:19

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Ég hef gagnrýnt skólakerfið eins og það er núna, af mörgum ástæðum. En sú umræða á ekki alls heima í launakjara-umræðu verkafólks.

Menntamálaráðherra og aðrir ráðherrar/embættismenn verða að átta sig á því, að launafólk þarf framfærsluhæf laun, til að lifa á Íslandi.

Launafólk í öllum verkafólks-stéttum á sinn rétt á launum sem duga samkvæmt opinberum framfærsluviðmiðum.

Kennarar hafa líkt og aðrir, orðið fyrir barðinu á BRENNUVÖRGUM Íslands upp í gegnum árin.

Siðferðisorðspor sjálftökuvaldhafa, (hverjir sem stjórna baksviðs, hér og víðar í veröldinni), er nú endanlega komið að því að mæta í eigin sukksúpu-spillingu.

Það verður fróðleg opinberun!

Gangi öllum vel að standa á sínum sjálfsagða og heiðarlega einnar-kennitölu-rétti. Þrælahald/bankarán er bannað í heiminum.

Nelson Mandela er dáinn, en baráttan fyrir réttlætinu lifir enn.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.2.2014 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband