Nikótín og heróín, hæstu prósenttölurnar.

Hér um árið voru birtar áætlaðar tölur um það hve ávanabindandi fíkniefni væru, þ. e. hve mörg prósent þeirra sem byrjuðu neyslu, misstu stjórn á henni.

Hæstu tölurnar þá voru: Áfengi 13%, kókaín 18%, heróín 23% og nikótín 33%. Öll efnin fela í sér hættu á dauða af völdum neyslunnar en þó ekki á sama hátt.

Sumir geta nefnilega misst neyslu úr böndunum og verið fíklar með stórskertri heilsu og lífsgæðum áratugum saman. Neyslan er líka nokkuð persónubundin og þol gegn afleiðingunum, þótt skaðsemin sé ævinlega svipuð.

Munurinn á heróíni og nikótíni er sá að heróínið drepur yfirleitt fyrr en nikótínið. Þó eru til dæmi um að menn á miðjum  aldri hafi dáið af völdum reykinga en oftast hefna tóbaksreykingar sín síðar á ævinni.

Frægasti og jafnframt illræmdasti heróínfíkill sögunnar var sennilega Hermann Göring yfirmaður flughers nasista. Hann særðist í fyrra stríðinu, var gefið heróín á sjúkrahúsinu til að lina þjáningarnar og losnaði aldrei úr viðjum þess.

Neyslan háði honum áreiðanlega og kom (sem betur fer) niður á hæfni hans til að stjórna þýska flughernum. Luftvaffe hafði í upphafi stríðs alla burði til að færa Þjóðverjum enn betra gengi í stríðinu en raun varð á.

En óhæfir stjórnendur eins og Göring og Ernst Udet drógu úr getu hans auk skilningsleysis Hitlers á því láta flugherinn fá meiri vigt en fólst í því að styðja landherinn í leiftursóknum hans. Dæmi um mistök Hitlers var það að leggja ofuráherslu á að fyrsta orrustuþotan, Messerschmitt Me 262, ætti að verða sprengjuflugvél frekar en orrustuflugvél.

Þegar það uppgötvaðist að Me 262 var frábærasta orrustuflugvél stríðsins var það of seint.

Eini tíminn eftir að Göring varð "hreinn" eftir að hafa verið forfallinn heróínfíkill í 25 ár, var þegar hann var í fangelsi eftir stríðið áður en hann tók sjálfur líf sitt rétt fyrir fyrirhugaða aftöku vegna stríðsglæpa. 

Sonny Liston, besti þungavigtarhnefaleikari heims 1960-64 fannst dauður á hótelherbergi í Las Vegas 1970 og taldi lögregla dánaarorsökina vera ofneyslu heríóíns.

Þótt heróínið geti verið blekkjandi fíkniefni er talið miklu líklegra að glæpasamtök hafi drepið Liston en hann sjálfur, því að enda þótt hann væri vínhneigður var hann sjúklega hræddur við nálar og nálarstungur. Rannsóknin á dauða hans var meiriháttar klúður og sumir ýjuðu að því að löggan hefði verið í vitorði í því máli.

Liston var á sigurbraut og stefndi að því að keppa um heimsmeistaratitilinn þegar hann tapaði óvænt fyrir rísandi stjörnu, Leotis Martin. Það hefur áreiðanlega veikt stöðu hans í hugsanlegum tengslum hann við undirheimana, en orðróminn um þau gat hann aldrei hrist af sér.

 


mbl.is Heróín þýðir dauði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé að þér er eins lagt og mörgum öðrum að afsaka glæpi mankynssögunar með því að færa sökina á einstaklinga.

Í þessum pistli þínum, ertu að afsaka neytingu fíkniefna, með því að líkja þeim við reykingar og vín.  Af þessu er skömm ... staðreyndirnar eru aðrar

Sannleikurinn er alltaf sárari en lygarnar, en sannleikurinn er sá að fíkniefni eru óþverri sem þróaður er af iðnaðinum, til lækninga, en sömu aðilar og þróa hann, notar almenning sem tillraunadýr, og gróðabrasks.  Þetta er hinn beri sannleikur.

Sama á við Hitler, Göring og aðra ... sannleikurinn er sá, að Hitler er bjargvættur þinn og annarra "bjána" í Evrópu og Bandaríkjunum.  Ef hann hefði ekki komist til valda, hefði Hindenburg að öllum líkindum tekist að ná hefndum fyrir hönd þýska fólksins.  Þó það sé gaman, að tala um að Hitler hafi byggt þýska herinn upp á einu ári, frá 1937 og tilbúinn í bardagann 1939, þá er sannleikurinn sá að Hindenburg byggði upp SS, ásamt öllri þýsku hermaskínuni.  Hann lét þjálfa herinn, með spítu eftirlíkingum af vopnum.  Hindenburg hafði alltaf fyrir stafni, ásamt öðrum þýskum aðli, að hefna þess sem gerðist fyrir heimstyrjöldina fyrri, bæði aðdraganda hennar og afleiðingum.

Hitler, Göring og aðrir voru almennt illa liðnir af þjóðverjum eftir stríðið og álitnir svikarar.  Vegna þess að þeir voru tækifærissinnar, sem tóku við stórfeldum búnaði og þjálfuðu liði, og klúðruðu þessu öllu fyrir þýskalandi, sem eftir stóð allsnækt.

Og þó svo að það sé alltaf gamann að krossfesta Jesú, og þakka honum fyrir að deyja svo þú komist til himna ... þá er það bara auvirðulegt að halda að þessir tækifærissinnar hafi einir síns liðs framið glæpi stríðsins.  Og leyfa hinum raunverulegu glæpamönnum að ganga um, enn þann dag í dag, með byssur og morð í augunum.

Það voru hermennirnir, menn eins og þú ... sem stóðu með byssu í hönd, og frömdu verknaðinn.  Og það að Göring hafi verið fíkniefna fíkill, er enginn afsökun fyrir þessi skrýmsl, og enn síður afsökun fyrir þig og þína.

Sama á við fíkniefni, en menn eins og Keith Richards sem er hálfgerð lifandi múmía af völdum notkuna fíkniefna, ásamt Mick Jagger, ættu heldur að vera auglýsing gegn notkun þeirra en að reyna að líkja þessu við reykingar, með notkun talna statistík. Þessar tölur, sem birtar eru, eru á engann hátt lýsandi þessa vandamáls.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 4.2.2014 kl. 12:34

2 identicon

Fróðlegt þetta með ávanabindingu nikotíns.  

Var Ernst Udet óhæfur stjórnandi?  

Tók þátt í að þróa Stuka steypiflugssprengjutæknina.  Taldi herinn ekki tilbúinn til innrásar í Sovét en "vinurinn" Göring laug að Hitler að herinn væri tilbúnari en var, og kendi svo Udet um.  sjá Wkip. http://en.wikipedia.org/wiki/Ernst_Udet

Hann var í öllu falli frábær flugmaður. http://www.youtube.com/watch?v=d7sBJ7Qky8Y 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 4.2.2014 kl. 16:09

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Heróínneyzla háir mönnum lítið ef þeir hafa alltaf greiðan aðgang að því. Ef þeir eru orðnir verulega háðir (það er smá prósess) þá verða þeir fljótt glataðir ef þeir fá ekki lyfið, annars er allt í fína.

Þar til æðarnar eru farnar að harðna... en það gerist ekki alveg strax.

Allir herir evrópu, meira og minna, voru á amfetamíni. Þýzki flugherinn mun hafa fengið það í súkkulaðiformi. Á austurvísgtöðvunum var þýzkt spítt alltaf það fyrsta sem sovésku hermennirnir leituðu að í valnum, vegna þess að það var miklu betra en sovéska spíttið. Ekki að það væri mikill skortur á því, þessu var útdeilt eins og smartís á þessum tíma.

Hitler fékk það í formi augndropa, meðal annars. Hann var high in the sky megnið af tímanum. Ekki að það hafi hjálpað eða gert ógagn, vegna þess að gaurinn var gjörsamlega vanhæfur til að fara með her. Og megnið af upper eschelon nazistunum.

Svolítið eins og íslenskir pólitíkusar.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.2.2014 kl. 17:09

4 identicon

Margt er hér bullað.

1: Göring var morfínfíkill, og datt úr því eitt sinn fyrir stríð, og muni ég rétt, - eitt sinn í stríðinu.

2: Spítt er alveg hin hliðin á peningnum, - ópíum lyf eru slakandi, hin örvandi. Flugmenn notuðu þetta gjarnan, - hjá RAF hét þetta "pep-pills" 

3; Göring varð fíkill út af verkjum, - eftir slys held ég. Svo spilaði konumissirinn inn í, - hann jafnaði sig víst aldrei.

4: Udet var flugmannsfyrirbrigði á heimsklassa, og hugsuður mikill. Ævintýramaður, landkönnuður, hönnuður, húmoristi, skopmyndateiknari, bon-vivant, og sæmilegasta fyllibytta. Hann var mjög ósammála Göring um margt, og lagðist í þunglyndi og skaut sig 1941 ef ég man rétt.

5: SS var stofnað sem lífvörður Hitlers. Göring var ekki efstur þar yfir í upphafi, en afar nálægt því.

6: Ég sé ekkert sem ég get verið sammála hjá Bjarne. Bara algert bull. Ranting. Gibbledigoop. Nonsense. Utter ballocks. Skrifað eftir fyrirsögn úr spennitreyju.

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.2.2014 kl. 22:53

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ernst Udet framdi sjálfsmorð af því að réði ekki við stjórnunarstörfin sem honum voru falin og voru allt annars eðlis en það að vera snjall herflugmaður og fá magnaðar hugmyndir varðandi tæknina í hernaðarflugi.

Það er fáránlegt að tala um að Hindenburg hafi haft frábæran þýskan her tilbúinn á sinni tíð. Hindenburg var háaldraður og dó 1932.

Meira að segja 1936 var þýski herinn ekki burðugri en það að Hitler og hershöfðingjar hans viðurkenndu, að hefðu Frakkar brugðist við með því að senda her á móti Þjóðverjum hefði þýski herinn flúið til baka með skottið á milli lappanna. Hitler sagðist þarna hafa tekið mestu áhættuna á sínum ferli og haft heppnina með sér.

Tek undir með Jóni Loga að sjaldan hef ég séð meira bull á skjön við allar tiltækar staðreyndir en það sem sagt er hér um hinn mikla her Hindenburgs.

Hitler byrjaði undirbúning sinn undir Evrópustyrjöld strax eftir valdatökuna og þegar lesið er um einstakar vígvélar hers hans, var farið af stað með hannanir þeirra og smíði á fullt 1934 og 1935, ekki 1937 eins og bullað er með hér að ofan. 

Hitler komst upp með þetta allt, rétt er það, af því að hann nýtti sér gremju Þjóðverja yfir Versalasamningnum.

Í öllum fræðum um fíkniefni, til dæmis hjá SÁA, eru áfengi og nikótín á listanum.

Að ég og þeir séu að "réttlæta" neyslu fíkniefna er ótrúlega fráleit fullyrðing.  

Ómar Ragnarsson, 5.2.2014 kl. 13:20

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Faðir minn lenti í svakalegri akkorðskeyrslu dögum saman "í ballastinni" eins og það var kallað, að keyra grjóti í tóm flutningaskip.

Þá var hann aðeins tvítugur. Eitt sinn var gaukað að honum undraefni sem smyglað hafði verið út frá bandarískum hermönnum. Hann tók það inn og ók eins og rófulaus hundur í nokkra sólarhringa stanslaust.

Síðan sofnaði hann og var nokkra daga að jafna sig. Síðar frétti hann að þetta hefði verið amfetamín.

Ómar Ragnarsson, 5.2.2014 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband