4.2.2014 | 20:08
Þyrfti að kortleggja flutning verslunar- og þjónustufyrirtækja.
Eitt lögmál ræður mjög ríkjum um staðsetningu frjálsrar verslunar- og þjónustu: Hún leitar í áttina að þungamiðju byggðar og stórum krossgötum.
Þungamiðja byggðar á höfuðborgarsvæðinu er innarlega í Fossvogi Kópavogsmegin og skammt austan við hana eru stærstu krossgötur Íslands.
Athyglisvert hefur verið að fylgjast með flutningi verslunar- og þjónustufyrirtækja í átt að þessari þungamiðju, stundum í áföngum. Nafnið Bankastræti þarfnast nú sérstakrar söguskýringar við og gamli miðbærinn stefnir í það að vera hverfi hótela og verslunar og þjónustu í kringum ferðamenn og stjórnsýslustofnanirnar sem þar eru.
Landsbankinn er farinn af Laugavegi 77, Arion banki þar skammt fyrir austan er líka á förum og meira að segja Landsbankinn við Austurstræti heitir ekki lengur aðalbanki heldur útibú og höfuðstöðvarnar eru á förum austur í Borgartún.
Á göngu meðfram röð stórra bakhúsa við Suðurlandsbraut sést að mörg þeirra eru auð, en áður var þar iðandi líf ýmissa verslunar- og þjónustufyrirtækja.
Þau fyrirtæki eru komin upp á Ártúnshöfða og suður í Garðabæ.
Gaman væri ef einhver tæki sig nú til og kortleggði þessa flutninga verslunar- og þjónustufyrirtækja síðustu ár eða áratugi og sömuleiðis væri æskilegt að hætta að líta alltaf á Reykjavík eina þegar svona er ígrundað, heldur skoða í staðinn allt höfuðborgarsvæðið.
Banka breytt í veitingastað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þungamiðja verslunar og þjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu er vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 4.2.2014 kl. 23:12
Vestan Kringlumýrarbrautar er meðal annars þessi starfsemi í Reykjavík:
Útgerð, fiskvinnsla og tengd starfsemi:
Reykjavíkurhöfn, þar sem meðal annars eru hvalaskoðunarfyrirtæki, og hvergi annars staðar er landað meira af botnfiski hér á Íslandi og jafnvel í öllum heiminum, fiskvinnsla og útgerð Granda hf., Fiskkaup hf. og fleiri útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki, Lýsi hf., Icelandic Group, Hafrannsóknastofnun og Slippurinn.
Háskólar:
Háskólinn í Reykjavík, svo og flestar deildir Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands.
Framhaldsskólar:
Menntaskólinn í Reykjavík, Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Tækniskólinn.
Dómstólar:
Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur.
Verslanir:
Um tvö hundruð verslanir við Laugaveg einan, þar sem um eitt þúsund manns starfa, um tvöfalt fleiri en í Kringlunni, svo og fjöldinn allur af öðrum verslunum, til að mynda við Hverfisgötu, Skólavörðustíg, Lækjargötu og Austurstræti.
Um eitt hundrað matsölustaðir, krár og kaffihús.
Og fjölmargir skemmtistaðir.
Heilbrigðismál:
Landspítalinn, Landlæknir, Íslensk erfðagreining, Heilsugæslan Miðbæ, Rauði krossinn í Reykjavík, Krabbameinsfélagið, Blóðbankinn, Sjálfsbjörg, læknastofur, augnlæknastofur, tannlæknastofur, Sjúkraþjálfun Reykjavíkur, sjúkranudd, fótaaðgerðarstofur, Nálastungur Íslands og Vinnuvernd ehf.
Hjúkrunarheimili:
Grund, Droplaugarstaðir og Sóltún.
Samgöngu- og ferðamál:
Reykjavíkurflugvöllur, Vegagerðin, Ferðamálastofa, Arctic Adventures, bílaleigur, leigubílastöðvarnar BSR og City Taxi, Samgöngustofa, Umferðarmiðstöðin, bifreiðaumboðið Hekla, skrifstofur Icelandair og Wow Air.
Dohop, ferðaskrifstofur, Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Upplýsingamiðstöð Íslensks ferðamarkaðar, söluskrifstofa hópferðabifreiða við Lækjartorg, bifreiðaverkstæði, hjólbarðaverkstæði, smurstöðvar, réttingaverkstæði og mannaðar bensínstöðvar.
Fjármál:
Seðlabankinn, Höfuðstöðvar Landsbankans og Arionbanka, svo og útibú þeirra og Íslandsbanka í Lækjargötu, Hótel Sögu, Borgartúni 33 og við Hagatorg, útibú MP banka í Borgartúni 26, Auður Capital, Íbúðalánasjóður, Lánasjóður íslenskra námsmanna, lífeyrissjóðirnir Gildi, VR, Kauphöllin og peningasendingafyrirtækið Western Union.
Reykjavíkurborg:
Ráðhúsið, Perlan, Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, háhýsin við Höfðatorg, þar sem skrifstofur Reykjavíkurborgar eru meðal annars til húsa og verið er að reisa sextán hæða hótel.
Íslensk og erlend stjórnsýsla:
Alþingi, Umboðsmaður Alþingis, forsætisráðuneytið, innanríkisráðuneytið, fjármálaráðuneytið, sjávarútvegsráðuneytið. landbúnaðarráðuneytið, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, menntamálaráðneytið, félagsmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið, umhverfisráðneytið og heilbrigðisráðuneytið, svo og skrifstofa forseta Íslands,
Útlendingastofnun, sendiráð Rússlands, Japans, Bandaríkjanna, Kanada, Kína, Indlands, Bretlands, Þýskalands, Frakklands, Póllands, Danmerkur, Noregs og Finnlands, svo og Færeyska ræðismannsskrifstofan.
Tollstjórinn, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslan, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Ríkislögreglustjóri, fangelsið við Skólavörðustíg, Ríkissáttasemjari, Ríkisskattstjóri, Ríkisendurskoðun, Ríkiskaup, Skattrannsóknastjóri, Ríkissaksóknari, Sérstakur saksóknari, Sýslumaðurinn í Reykjavík, Hagstofa Íslands. Þjóðskrá Íslands, Minjastofnun Íslands og Fornleifastofnun Íslands.
Menning:
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa, Þjóðmenningarhúsið, Þjóðarbókhlaðan, Borgarbókasafnið, Þjóðminjasafnið, Sjóminjasafnið Víkin, Norræna húsið, Kjarvalsstaðir, Listasafn ASÍ, Þjóðleikhúsið, leikfélagið Hugleikur, Vesturport, Stúdentaleikhúsið, Austurbær, sviðsbúnaðarfyrirtækið Exton og Reykjavíkurakademían.
Nýlistasafnið, Listasafn Reykjavíkur, Listasafn Íslands, Landnámssýningin, Volcano House, Volcano Show, listagallerí, Höfði, Háskólabíó, Regnboginn, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Undraland kvikmyndir, Evrópa kvikmyndir og Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN).
Ýmis þjónusta og tæknifyrirtæki:
Internetfyrirtækið CCP, Internetþjónustan Hringiðan, Advania, Netheimur, Talnakönnun, Tryggingastofnun ríkisins, Veðurstofa Íslands, Björgunarmiðstöðin, afgreiðsla Íslandspósts, bókaútgáfur, Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna (Fulbright stofnunin), Alliance Française, Evrópustofa, Íslandsdeild Amnesty International, skrifstofur Hótels Eddu, Fosshótela, Landverndar, svo og tölvufyrirtækið Nýherji.
Auglýsingastofur, arkitektastofur, verkfræðistofur, ljósmyndastofur, bakarí, Veisluþjónustan Fagnaður, fasteignafélögin Eik og Landfestar, byggingafyrirtækin HBH Byggir, húsaviðgerðir, húsgagnabólstrun, fatahönnun, listmunagerð, fasteignasölur, leigumiðlun, lögfræðistofur, endurskoðunarstofurnar PricewaterhouseCoopers, Ernst & Young og KPMG.
Willard Fiske Center, dagblaðið DV, Kjarninn miðlar, Útgáfa og hönnun, International Modern Media Institute, Valhöll, skrifstofur Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokksins, og Vinstri grænna.
Kjarnar ehf., Dýralæknastofa Dagfinns, fatahreinsanir, þvottahús, hársnyrtistofur, hárgreiðslustofur, saumastofurnar Klæðskerahöllin og Saumsprettan, raftækjaviðgerðir, Snyrtistofan Gyðjan, skósmiðir, endurvinnslustöð Sorpu við Ánanaust og ræstingafyrirtæki.
Hótel:
Reykjavík Natura (Hótel Loftleiðir), Hótel Saga, Hótel Holt, Hótel Þingholt, Hótel Plaza, Hótel Arnarhvoll, Hótel Klöpp, Hótel Skjaldbreið, 101 Hótel, Hótel Borg, Hótel 1919 í gamla Eimskipafélagshúsinu, Hotel Marina, Kex Hostel, Black Pearl Apartment Hotel, Hótel Leifur Eiríksson og Hlemmur Square.
Hótel Klettur, 4th Floor Hotel, Best Western Hotel, Blue Arctic Hotel, Bus Hostel, City Center Hotel, Fosshótel Barón, Fosshótel Lind, Hótel AdaM. Hótel Flóki, Hótel Frón, Hótel Garður, Hótel Hilda, Hótel Óðinsvé, Hotel Reykjavík Centrum, Hotel Cabin, Metropolitan Hotel, Hótel Örkin og Hotel Adam.
Gistiheimili:
Þrjár systur, Kastalinn Lúxusíbúðir, Gistiheimilið Bröttugötu, Gistiheimili Snorra, Dalfoss, Konrads Guesthouse, Gista íbúðir, Barónsstígur Central, Farfuglaheimilið Vesturgötu, Hostel B47, Art Centrum, Bus Hostel, farfuglaheimilið Loft og Alba Guesthouse.
Gistiheimili Hjálpræðishersins, Gistiheimilið Forsæla, Sunna gistihús, Áróra gistihús, Gistihúsið Andrea, Bella gistihús, Gistihúsið Luna, gistihúsið Víkingur, Anna gistihús, The Capital Inn, Gistihúsið Egilsborg og Thor Guesthouse.
Stéttarfélög og lífeyrissjóðir:
ASÍ, BSRB, Samtök atvinnulífsins, Efling, Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), Sjómannasamband Íslands, Leiklistarsamband Íslands, Landssamtök lífeyrissjóða. lífeyrissjóðurinn Gildi, Almenni lífeyrissjóðurinn, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður verkfræðinga og Lífeyrissjóður bænda.
Vista séreignasjóður, Íslenski lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður bankamanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar, Lífeyrissjóður tannlækna og Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga.
Guðshús:
Biskupsstofa, Hallgrímskirkja, Dómkirkjan í Reykjavík, Neskirkja, Landakotskirkja, Fríkirkjan í Reykjavík, Fossvogskirkja, Háteigskirkja, Fíladelfía, Kirkja sjöunda dags aðventista, Kirkja rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, Kirkja óháða safnaðarins, safnaðarheimili við kirkjur og Menningarsetur múslíma.
Íþrótta- og félagsstarfsemi:
Knattspyrnufélag Reykjavíkur (KR), Valsheimilið og þeirra íþróttavellir, þrekþjálfunarstöðvar, félagsmiðstöðvar og frístundamiðstöðvar við grunnskóla.
Sundlaugar:
Vesturbæjarlaug og Sundhöll Reykjavíkur.
Tónlistar- og söngskólar:
Söngskólinn í Reykjavík, Söngskólinn Domus Vox, Suzukitónlistarskólinn, Tónmenntaskóli Reykjavíkur, Tónskólinn Do Re Mi, Tónlistarskólinn í Reykjavík og Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar.
Dans- og ballettskólar:
Kramhúsið, Ballettskóli Eddu Scheving, Danssmiðjan og Dansskóli Jóns Péturs og Köru.
Myndlistaskólar:
Myndlistaskólinn í Reykjavík.
Happdrætti:
Spilasalir Háspennu, happdrætti Háskóla Íslands, DAS og Krabbameinsfélagsins.
Þorsteinn Briem, 5.2.2014 kl. 00:19
Á listanum hér að ofan átti VR nú ekki að vera.
Hins vegar er þessi listi sífellt að lengjast, ný og stór hótel verða við Höfðatorg og Hörpu, í Landssímahúsinu við Austurvöll, í húsi Reykjavíkurapóteks við Austurstræti, á Hljómalindarreitnum milli Hverfisgötu og Laugavegar, svo og 100 herbergja hótel á Hverfisgötu 103, þar sem myndasöguverslunin Nexus var til húsa.
Og verið er að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem um 200 manns munu starfa.
Hátt í eitt hundrað hótel og gistiheimili eru nú þegar vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.
CCP á Grandagarði í Reykjavík seldi árið 2010 áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 15 evrur á mánuði og þá voru erlendir áskrifendur um 300 þúsund.
Gjaldeyristekjur CCP af EVE Online voru samkvæmt því um níu milljarðar króna árið 2010 en erlendir áskrifendur að EVE Online voru um 70% fleiri, eða rúmlega hálf milljón, fyrir ári.
Og gjaldeyristekjur vegna Iceland Airwaves og CCP Fanfest eru nú þegar samanlagt um einn og hálfur milljarður króna í nokkra daga á ári, eða 30 milljarðar króna á 20 árum, en allur byggingarkostnaður vegna Hörpu frá upphafi er 28 milljarðar króna, að meðtöldum fjármagnskostnaði vegna lána til 35 ára.
15.10.2010:
Um 300 manns starfa í höfuðstöðvum CCP í 101 Reykjavík
Hjá Norðuráli á Grundartanga starfa hins vegar um 500 manns og þar af eru um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.
Í 101 Reykjavík eru einnig til að mynda hið gríðarstóra útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki Grandi, svo og og fleiri fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki.
Þar að auki fara erlendir ferðamenn í hvalaskoðunarferðir frá Gömlu höfninni í Reykjavík, sem skapa nú þegar um eins milljarðs króna gjaldeyristekjur á ári.
Þar er einnig langmestum botnfiskafla landað hérlendis og jafnvel í öllum heiminum, um 87 þúsund tonnum árið 2008, um tvisvar sinnum meira en í Grindavík og Vestmannaeyjum, fimm sinnum meira en á Akureyri og fjórum sinnum meira en í Hafnarfirði.
Í engu öðru póstnúmeri á landinu er því aflað meiri gjaldeyristekna en 101 Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 5.2.2014 kl. 03:05
Samkvæmt rökum Gísla Marteins Baldurssonar var helmingur atvinnustarfseminnar vestan Kringlumýrarbrautar. Það þýðir að hinn helmingurinn var fyrir austan hana.
Mín spurning er um hvort ekki sé rétt að athuga þróunina í þessu efni. Hvað er svona slæmt við það?
Ómar Ragnarsson, 5.2.2014 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.