Með báða fæturna á jörðinni, já.

Það er mjög persónubundið hve vel menn "þola" það að fá þá dóma fyrirfram að þeir verði þeir bestu í heimi. Sumir ofmetnast eða missa hugarjafnvægið, sem nauðsynlegt er til að standast áskorunina, því að erfiðleikar og óvæntar uppákomur á þyrnum stráðri leiðinni geta bugað marga.

Cus´da Mato sagði um Tyson 16 ára að hann ættir eftir að verða heimsmeistari og enda þótt Tyson yrði heimsmeistari fóru einkalífið og flest úr skorðum hjá honum og hann varð einhvers konar alþjóðlegur Grettir okkar tíma.

Í stað þess að standa undir spádómum um minnst tíu ára óslitinn sigurferil þekkir heimurinn vel hvernig sá ferill varð.

Muhammad Ali sagði hverjum sem vera skyldi fyrirfram, ennþá táningur, að hann ætlaði að verða "the greatest". Menn eins og Ali koma bara fram á aldarfresti og Ali stóð undir stóru orðunum en þurfti að gjalda það dýru verði með missi heilsunnar.

Grundvallaratriðið varðandi Gunnar Nelson er hann haldi áfram þeirri hugarró og einbeitingu, sem hafa verið lykillinn að velgengninni hingað til.

Verður hann heimsmeistari? Ef hann nýtur "meistarheppni" og verður áfram með báða fæturnar á jörðinni: Já.


mbl.is Gunnar Nelson verði heimsmeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Frábær íþróttamaður þarna á ferð og sennilega sá magnaðasti á Íslandi í dag. Hann hefur þó engan séns í kjörinu um íþróttamann ársins, því miður.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2014 kl. 15:38

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég get ekki skilið að það sé hægt að flokka svona slagsmál sem íþróttir!

Ég skil ekki af hverju fjölmiðlar eru að flagga þessum Muhammed eða Nelson á sínum forsíðum.

Ég legg frekar til að fólk lesi ljóð eftir GUNNAR DAL:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1257111/

Jón Þórhallsson, 6.2.2014 kl. 17:04

3 Smámynd: Halli Nelson

Takk Ómar fyrir góð orð.

Jón Þórhallsson: Nú ertu búinn að segja fólki hvað þú skilur ekki. Kannski þú ættir bara að einbeita þér að því sem þú skilur :)

Kastið ekki steinum

í kyrra tjörn.

Vekið ekki öldur

óvita börn.

Gárið ekki vatnið

en gleðjist af því

að himinninn speglast

hafinu í.

Halli Nelson, 6.2.2014 kl. 19:39

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vei, íslensku glímunni sem felst í því að fella menn með ofbeldi til jarðar?

Ómar Ragnarsson, 6.2.2014 kl. 20:37

5 identicon

Ég á afar bágt með að sjá fegurð í „íþrótt“ hvar maður liggur klofvega á föllnum andstæðingi og lemur hann ítrekað í andlitið með olnbogunum.

Íslensk glíma felst í því að fella andstæðinginn til jarðar án þess að hann meiðist. Vel má kalla það ofbeldi, en þá þurfum við nýja skilgreiningu á því fyrirbæri.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 7.2.2014 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband